Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Fréttir1»E3: Microsoft kynnir Xbox SmartGlass
    Fréttir1

    E3: Microsoft kynnir Xbox SmartGlass

    Höf. Nörd Norðursins5. júní 2012Uppfært:22. janúar 2013Engar athugasemdir2 mín. lestur
    Facebook LinkedIn Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk Bluesky Reddit

    Á kynningarfundi Micorosoft sem haldinn var í gær á tölvuleikja- og leikjatölvusýningu E3 (Electronic Entertainment Expo) sem stendur yfir um þessar mundir kynnti fyrirtækið nýjung fyrir Xbox 360 og Windows-fjölskylduna; Xbox SmartGlass.

    Xbox SmartGlass tengir saman snjalltæki – Xbox 360, spjaldtölvuna og farsímann – og fær þau til að skipta á upplýsingum sín á milli, notandanum til bóta. Sem dæmi má nefna getur notandinn byrjað að horfa á kvikmynd í spjaldtölvunni sinni og klárað að horfa á hana þar sem frá var horfið í sjónvarpinu þar sem tækin átta sig á því hvað notandinn var að horfa á. Annað dæmi er að á meðan notandinn er að horfa þætti, eins og Game of Thrones, í sjónvarpinu getur spjaldtölvan eða síminn birt efni sem tengist þáttunum, svo sem korti af heimi Game of Thrones eða upplýsingar um leikara og leikstjóra.

    Þessi nýja tækni býður einnig upp á aukna leikjaupplifun. Spilarinn getur til dæmis miðað á valda hluti í Halo 4 og fengið nánari upplýsingar um viðkomandi hlut í spjaldtölvuna eða snjallsímann. Eða spilarinn getur stjórnað uppsetningu liðsins í spjaldtölvunni á meðan hann spilar leikinn í sjónvarpinu. Með Xbox SmartGlass getur þú loksins notað snjallsímann sem fjarstýringu fyrir Xbox tölvuna.

    Með Xbox SmartGlass vill Microsoft að Windows, Windows Phone, Apple og Android tæki tali öll saman og efli þannig upplifun notandans. Microsoft vill einnig gera notendum kleift að vafra um netið, en það er möguleiki sem mörgum notendum hefur þótt vanta. Í náinni framtíð verður hægt að vafra um netið í Xbox 360 með aðstoð Internet Explorer (IE) sem mun m.a. styðjast við raddskipanir frá Kinect.

    Xbox SmartGlass mun styðjast við næstu útgáfu Microsoft Windows; Windows 8.

    – BÞJ

    Bjarki Þór Jónsson e3 2012 microsoft windows xbox 360 Xbox SmartGlass
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaE3: Resident Evil 6 og ZombiU [SÝNISHORN]
    Næsta færsla Samsærið – Nýr ókeypis íslenskur þrautaleikur fyrir PC
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026

    Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu

    24. janúar 2026

    Nýtt sýnishorn og útgáfurammi gefinn út fyrir Fable

    23. janúar 2026

    Leikjavarpið #65 – Væntanlegir leikir 2026

    20. janúar 2026

    Bestu tölvuleikir ársins 2025

    19. janúar 2026

    Geisladiskabúð Valda á tímamótum

    17. janúar 2026
    Nýtt á Nörd Norðursins
    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026

    Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu

    24. janúar 2026

    Nýtt sýnishorn og útgáfurammi gefinn út fyrir Fable

    23. janúar 2026

    Leikjavarpið #65 – Væntanlegir leikir 2026

    20. janúar 2026

    Bestu tölvuleikir ársins 2025

    19. janúar 2026
    Leikjarýni
    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026
    8

    Þegar leikur biður þig um að hætta að reyna

    14. janúar 2026
    7.5

    Úr öskunni í eldinn

    2. janúar 2026
    7.8

    Lifðu af sem músarungi í Winter Burrow

    11. desember 2025
    5.5

    Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark

    6. desember 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur
    • Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu
    • Nýtt sýnishorn og útgáfurammi gefinn út fyrir Fable
    • Leikjavarpið #65 – Væntanlegir leikir 2026
    • Bestu tölvuleikir ársins 2025
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2026 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.