Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Menning»Tölvuleikjalistasýning á Smithsonian-safninu
    Menning

    Tölvuleikjalistasýning á Smithsonian-safninu

    Höf. Nörd Norðursins16. mars 2012Uppfært:20. janúar 2013Ein athugasemd3 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Lengi vel deildu tölvuleikjahönnuðir, spilarar og listamenn um hvort mögulegt væri að líta á tölvuleiki sem listform. Óhætt er að segja að leikir á borð við Ico, Shadow of the Colossus, Flower, EVE Online, Journey, Rez og Psychonauts hafa sýnt að tölvuleikir, sem samanstanda af myndlist, grafík, tónlist, hljóðum, hönnun, persónusköpun og sögu, getur auðveldlega talist sem listform.

    Tölvuleikjalist hefur ekki fengið mikla athygli í gegnum tíðina og berst við fordóma þar sem sumir vilja líta á hana sem „verri“ eða „óæðri“ list. Nú er svo komið að listasafnið Smithsonian American Art Museum í Washington opnaði sýningu í dag sem ber yfirskriftina; The Art of Video Games, eða list tölvuleikja. Sýningin stendur yfir til 30. september í  Smithsonian American Art Museum, en eftir það mun sýningin flakka á milli safna í Bandaríkjunum fram til janúar 2016.

    Sýningin er ein sú fyrsta til að skoða 40 ára þróunarsögu tölvuleikja út frá listrænu sjónarhorni, en sýningin setur sérstakan fókus á sjónrænar brellur og frumlegar leiðir við nýtingu tækninýjunga allt frá Atari VCS til PlayStation 3. Á sýningunni er að finna 80 leiki sem voru valdir með aðstoð almennings úr 240 leikjum sem sýningarstjórinn Chris Melissinos valdi. Þátttaka almennings var mjög góð þar sem yfir 3,7 milljónir atkvæða bárust frá 119,000 manns frá 175 löndum.

    Á sýningunni eru leikirnir kynntir með skjáskotum og myndbrotum, en auk þess er hægt að hlusta á viðtöl við hönnuði og listamenn sem og að skoða gamlar leikjatölvur.

    Í tengslum við sýninguna verður bókin The Art of Video Games: From Pac-Man to Mass Effect eftir sýningarstjórana Chris Melissinos og Patrick O’Rourke gefin út. Í bókinni er að finna myndir og upplýsingar um leiki frá hinum ýmsu tímum sem tengjast sýningunni, allt frá Space Invaders til BioShock og Uncharted 2. Auk þess eru birt viðtöl í bókinni við þekkta einstaklinga úr tölvuleikjaiðnaðinum á borð við Nolan Bushnell, Warren Spector, Tim Schafer og Robin Hunicke.

    The Art of Video Games: From Pac-Man to Mass Effect er fáanleg á Welcome Books ($40) og á Amazon í Bretlandi (£18).

    Á sýningar dagskránni eru átta fyrirlestrar, þrír þann 16. mars, aðrir þrír þann 17. mars og tveir þann 4. apríl. Safnið mun hafa efnið aðgengilegt á netinu (webcast) hér, þannig að áhugasamir leikja- og listanördar sem eru fjarri sýningunni geta fylgst með.

     

    Dagskrá fyrirlestra:
    • GameFest – Evolution of Video Games – Pioneers (16. mars, 2012)
    • GameFest – Evolution of Video Games – The Future (16. mars, 2012)
    • GameFest – Nolan Bushnell: Video Games in Retrospect (16. mars, 2012)
    • GameFest – A conversation with Hideo Kojima (17. mars, 2012)
    • GameFest – It’s All in the Design with Robin Hunicke (17. mars, 2012)
    • GameFest – Discussion with the stars of The King of Kong: A Fistful of Quarters (17. mars, 2012)
    • Symposium – Video Games: Beyond Play – Video Games at Work (4. maí, 2012)
    • Symposium – Video Games: Beyond Play – Game Change: Society and Culture (4 maí, 2012)

     

    Nánari upplýsingar um sýninguna er hægt að finna hér.

     

    Heimild: Smithsonian American Art Museum

    – BÞJ

    Bjarki Þór Jónsson Smithsonian American Art Museum Smithsonian-safnið tölvuleikir og list tölvuleikjalist
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaÞróun tunglsins [MYNDBAND]
    Næsta færsla BAFTA Video Games Awards 2012
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Icelandic Game Fest haldið í fyrsta sinn

    14. nóvember 2025

    George R.R. Martin áritar í Nexus 15. nóvember

    12. nóvember 2025

    Reykjavík Game Summit – málþing fyrir fagfólk í leikjabransanum

    4. nóvember 2025

    Prófaðu EVE Vanguard á Arena 18. september

    5. september 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.