Tölvuleikir

Birt þann 11. mars, 2012 | Höfundur: Nörd Norðursins

3

Morrowind fyrir byrjendur

Kannast þú við að hafa spilað nýlegan Bethesda leik, og þá sérstaklega Oblivion eða Skyrim og fengið löngun til að prufa hinn fræga forvera þeirra, Morrowind? Ef svo er þá eru miklar líkur á því að hafir þú fljótlega gefist upp á leiknum, ef miða má við spjallborð á netinu. Það er líklegast vegna þess að hann býður, að margra mati, upp á „of mikið frelsi“ – allavega til að byrja með.

Til að mynda byrjar leikurinn á því að þér er hent út í risastórann heim án útskýringa og þér sagt að skemmta þér. Þó svo að flestir hlutverkjaleikja spilendur séu vissulega hrifnir af „frelsi til að gera hvað sem þú vilt“ pælingunni, býður Morrowind, allavega til að byrja með uppá, „of mikið af því góða“.

Ég lenti sjálfur í þessu, en ást mín á Elder Scrolls seríunni reyndist þó þrautseigari löngun minni til að gefast upp á leiknum, sem ég virtist ekki ætla að ná neinum áttum í. Af þeim sökum ákvað ég að búa til stutta, auðlesna grein um gagnlegar ábendingar sem ég varð var við í spilun minni.

Ég lenti sjálfur í þessu, en ást mín á Elder Scrolls seríunni reyndist þó þrautseigari löngun minni til að gefast upp á leiknum, sem ég virtist ekki ætla að ná neinum áttum í. Af þeim sökum ákvað ég að búa til stutta, auðlesna grein um gagnlegar ábendingar sem ég varð var við í spilun minni. Þetta eru  bara nokkrar þægilegar ábendingar sem ég mæli með að hafa í huga ef þú ætlar að spila leikinn.  Hvort sem þú hefur reynt, eins og ég, að spila hann áður og gefist upp. Eða hreinlega aldrei lagt í það áður, t.d. vegna þess að  þú hefur heyrt eitthvað þessu líkt fyrr, þá vona ég að þessi grein geti hjálpað til við að koma þér á réttu leiðina í þessu magnaða leik.

Leikurinn hefst á því að þú býrð til þína eigin persónu, þar velur þú útlit hennar, tegund lífveru (race) og svo loks eiginleika persónunnar. Þ.e.a.s. hversu hæfileikarík hún er á hinum ýmsum sviðum leiksins. Þetta vefst sjálfsagt ekki fyrir mörgum, en þó vara ég ykkur við að íhuga valið betur heldur en þið hafið ef til vill gert í Skyrim og Oblivion. Hvernig persónan þín er uppbyggð hefur áhrif á valmöguleika þína á verkefnum, sérstaklega í upphafi leiks, en ég fer betur í þetta aðeins seinna.

Að þessari stuttu byrjun lokinni er þér hent út í lítið þorp, og þá færðu strax fullkomið frelsi og átt að gera það sem þú vilt. Að vísu er manni bent á að tala við mann sem er í Balmora…. eins og það sé sjálfsagt að maður viti hvernig eigi að komast þangað. Í leiknum, ólíkt þeim sem á eftir komu, byrjar þú með tómt landakort, svo þú veist ekkert hvar hvaða bæir eru, eða hvaða bæir eru til. Það mótast samt stöðugt meðan þú ferðast. Þar að auki er enginn flýtiferðar valmöguleiki (fast travel) sem getur verið erfitt að venjast eftir að hafa upplifað þægindi þess að hafa hann í öllum nýjustu leikjum Bethesda, en nóg um það.

Til að byrja með mæli ég með að þú talir við fólkið í fyrsta þorpinu, alls ekkert alla, en nokkra bara til að komast aðeins inn í leikinn. Í þessum bæ er að finna nokkur stutt og einföld verkefni (quest) til að leysa, sem er sniðugt að byrja á. Þá bendi ég aðallega á að tala við álfinn sem er beint fyrir utan upphafsbygginguna í byrjun leiksins, og svo vörðinn sem er á kránni, en hana er að finna á efri hæð verslunarinnar í bænum. Svo er líka fólk sem bendir þér gjarnan á eitt ákveðið þjófabæli í grenndinni sem þú getur eytt út. Þú færð ekkert fyrir það annað en hlutina sem þjófarnir hafa undir höndum og úr kistunum sem þar er að finna, og að sjálfsögðu reynslu (experience) í þeim hæfileikum sem þú notar (bogar, sverð, galdrar, o.fl)  en það er góð leið til að fá fyrstu kynni þín á bardagakerfi leiksins og könnunar eiginleikum hans.

Að því loknu myndi ég mæla því með að þú héldir áleiðis til Balmora auðveldasta leiðin þangað er að ferðast með svo kölluðum „Silt Striders“ sem er að finna í flestum bæjum og geta ferðast til allra nærliggjandi bæja á sanngjörnu verði. Þeir ættu ekki að fara framhjá neinum (líta út eins og risastórar skrítnar pöddur og eru fyrir utan flesta bæi).

Einn stór eiginleiki sem er að finna í nýju leikjum Bethesda en er ekki í þessum, er það að geta valið verkefni og fengið ör sem bendir þér í rétta átt.  Ekkert slíkt er í Morrowind heldur færðu bara nokkurskonar sjálfuppfærandi dagbók,

Einn stór eiginleiki sem er að finna í nýju leikjum Bethesda en er ekki í þessum, er það að geta valið verkefni og fengið ör sem bendir þér í rétta átt.  Ekkert slíkt er í Morrowind heldur færðu bara nokkurskonar sjálfuppfærandi dagbók, og það er því frekar slæm hugmynd að taka að sér alltof mörg verkefni í einu. En það getur verið heldur óþægilegt, sérstaklega í fyrstu, að finna gamlar færslur í dagbókinni og mæli ég því með að þú reynir að halda þig við eitt til tvö verkefni að hverju sinni, ólíkt í t.d. Skyrim þegar maður var með 500 verkefni á sama tíma og leysti bara þau sem hentuðu að hverju sinni. En nóg um það, í Balmora skaltu annaðhvort fara beint að tala við manninn sem þér var bent á að tala við í byrjun, en hann er að finna í fjærhorni bæjarins, miðað við komustað „Silt Striders-ins“. Eða finna þér þá stofnun (guild) sem hentar eiginleikum þinnar persónu, hvort sem það eru töframanna-, bardaga- eða þjófastofnunin.

Í leiknum er líka hægt að finna aragrúa af verkefnum til að leysa sem tengjast engri stofnun, en það er þægilegt þegar maður er að komast inn í leikinn að fá alltaf verkefni á sama staðnum og nákvæm fyrirmæli um hvað þú átt að gera frá sama aðila, til að kynnast einu svæði betur áður en haldið er áfram.

Mér ber þó að vara ykkur við að stofnanirnar í leiknum, ólíkt í Oblivion og Skyrim, leyfa þér bara að komast ákveðið langt innan þeirra nema þú uppfyllir einnig hæfniskröfur þeirra um að komast lengra. T.d. þyrftiru að vera í ákveðið háu stigi (level) í styrkleika og tveimur minni flokkum, eins og t.d. skylmingum og þungum brynjum til að komast lengra innan bardagastofnunarinnar. En ég kemst ekki ennþá inn í Þjófastofnunina því persónan mín er of léleg í þeim hæfnisflokkum sem þeir leitast eftir. Það er þó alltaf hægt að þjálfa sig í því sem maður vill, en það getur tekið drjúgann tíma.

Þegar þú hefur reynt þetta er ekki mikið meira sem ég get ráðlagt þér um hvernig hægt er að byrja leikinn. Ég ætla þó að skella inn nokkrum fróðleiksmolum sem gætu komið að gagni.

 

Ekki spara peninga: Í leiknum eru engin hús, hestar eða annað slíkt til að kaupa, þú kemst því brátt að því að þú munt hafa alltof mikinn pening og alltof lélegar græjur ef þú notar alltaf bara það sem þú finnur og sparar peninginn. Ef þú finnur eitthvað svo verðmætt að þú tímir ekki að selja það strax, finndu þér þá einhvern einn ákveðinn stað til að geyma dótið þitt á, svo þú týnir ábyggilega engu.

Kynntu þér kröfur stofnananna: Reyndu að fara í gegnum hvaða kröfur hver stofnun gerir til meðlima sinna og þjálfaðu þig í t.d. 3 hæfileikum hverrar stofnunnar, þar með getur þú alltaf komist inn í hverja þá sem þig langar til.

Kynntu þér hvert þú ert að fara áður en þú leggur af stað: Segjum sem svo að þú fáir verkefni í Balmora og átt að fara í annan bæ eða á stað sem er nálægt einhverjum öðrum bæ og „Silt Strider-inn“ býður ekki uppá að ferðast þangað, kíktu þá í töframannastofnunina. Í þeim er hægt  að finna manneskju sem getur galdrað þig til ákveðinna bæja gegn greiðslu. Silt Strider-arnir og töframennirnir bjóða nefninlega oftast upp á mismunandi úrval bæja og því gæti verið að bærinn sem þú þarft að fara til sé í boði á öðrum staðnum en ekki hinum.

Annars vill ég líka benda á að þó svo að þessi leikur sé oftast talinn frábær, þá er hann að sjálfsögðu alls ekki fyrir alla.  Að mínu mati þó, ef þú kemst inn í leikinn og getur litið framhjá hlutum eins og t.d. hvað það getur tekið langann tíma að hlaupa frá einum stað til hins næsta þá hefur hann svo mikið uppá að bjóða.

Heimurinn er einstakur að svo mörgu leyti, tónlistin er alveg hreint mögnuð og yfirgnæfandi fjöldi hluta til að gera í honum held ég að yfirskyggi jafnvel það sem við sáum í Oblivion og Skyrim. Morrowind hefur enn þann dag í dag eitt stærsta og virkasta „moddara“ samfélag, svo ef leikurinn er ekki nógu flottur útlitslega, eða þú vilt krydda uppá spilunina, eða jafnvel fá ný svæði eða þitt eigið hús inní leikinn þá eru til ótalmargir moddar sem hægt er að leika sér með.

Annars vona ég bara að þetta hafi komið að einhverju gagni, og endilega ef þú hefur einhverjar spurningar, ábendingar eða jafnvel athugasemdir settu þær hér fyrir neðan.

Arnar Vilhjálmur Arnarsson

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



3 Responses to Morrowind fyrir byrjendur

Skildu eftir svar

Efst upp ↑