Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Fréttir1»Game of Thrones: MMO
    Fréttir1

    Game of Thrones: MMO

    Höf. Nörd Norðursins1. mars 2012Uppfært:20. janúar 2013Engar athugasemdir2 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Svo virðist sem það eigi að byggja á velgengni bókaseríunnar A Song of Ice and Fire eftir höfundinn George R.R. Martin og þáttanna Game of Thrones, sem byggðir eru á sögu hans, og búa til tölvuleik.

    Þættirnir Game of Thrones hafa slegið í gegn og er harla skrýtið að reynt er að horfa á fleiri möguleika til að auka söguna, kynna fleiri persónur og reyna að græða á vinsældum. En samt sem áður verður þetta áhugaverður leikur og við hjá Nörd Norðursins munum fylgjast vel með framvindu leiksins.

    Það er ætlað að leikurinn sé MMO (Massive Multiplayer Online) sem er ein erfiðasta týpa af leik til að hanna svo að leikurinn fagni sem mestri velgengni. Því hefur fyrirtækið BigPoint stórt verk fyrir höndum .

    BigPoint eru ekki nýgræðingar í að búa til leiki eins og sést á leikjaheimasíðunni þeirra og verður gaman að sjá hvaða sýn og tækni þeir eiga eftir að nota við gerð leiksins. Verður þetta leikur með teiknimyndarlegu ívafi eða drimmu og drungalegu andrúmslofti?

    Það er gaman að segja frá því að BigPoint mun nýta leikjaforritunarumhverfið Unity til að búa til leikinn, en Unity hefur verið að stækka markaðshlutdeild sína í tölvuleikjaheiminum töluvert síðustu misseri. Unity hefur verið fljótt að hoppa á lestina í tækninýjungum og styðja þeir leikjaforritun fyrir bæði Android og iOS, síðan auðvitað fyrir gömlu góðu PC-tölvurnar líka.

    Hægt er að nálgast part af Unity fríkeypis og mælir höfundur með því, enda ótrúlega þæginlegt umhverfi til að leika sér að búa til litla eða stóra leiki. Síðan er ekki verra að íslendingurinn Davíð Helgason sé einn af aðalmönnunum bakvið Unity umhverfið. Ísland bezt í heimi?

    – DPJ

    Daniel Pall Johannsson Game of Thrones MMO unity
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaKvikmyndarýni: The Woman in Black
    Næsta færsla Kvikmyndarýni: Legend (1985)
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025

    Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað

    17. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.