Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Fréttir1»EVE Fanfest 2012: Kynning á DUST 514
    Fréttir1

    EVE Fanfest 2012: Kynning á DUST 514

    Höf. Nörd Norðursins23. mars 2012Uppfært:20. janúar 20133 athugasemdir5 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    DUST 514 // Keynote

    Það var komið að því, tími til heyra það nýjasta um DUST 514 frá framleiðendunum sjálfum og setning ráðstefnunnar EVE Fanfest 2012. Mörg hundruð manns voru saman komnir í Hörpuna og biðu fyrir utan stærsta sal hússins sem titlaður hefur verið Tranquility á meðan ráðstefnan er í gangi. Þegar allir hafa komið sér fyrir í salnum eru ljósin dimmuð, dúndrandi tónlist rúllar yfir salinn og býr til spennuþrungið andrúmsloft. Ljósin skína og þar stendur hermaður úr leiknum DUST 514 í fullri brynju á sviðinu. Fagnaðarlætin láta ekki á sér standa enda spennan alveg gríðarleg. Hilmar Veigar stígur á svið og setur formlega EVE Fanfest 2012 og sýnir okkur myndbandið sem EVE Fanfest 2011 endaði á, DUST 514 Future Vision (sjá  myndband hér fyrir neðan) sem setti væntingar okkar allra fyrir DUST 514 leikinn.


    DUST 514 verður hægt að sækja án endurgjalds í gegnum Playstion Network (PSN) þegar hann kemur út. Það er ætlað að leikurinn komi út 2012 og hann flokkast sem MMOFPS (Massive Multiplayer Online First Person Shooter).

    Því næst koma inn tveir aðilar (Brandon og Atli Már) og sýna þeir okkur leikinn með því að spila hann á skjávarpa salsins. Þeir renna hratt yfir það hvernig persóna manns þróast en hún þróast með því að spila leikinn, fá stig fyrir að standa þig vel og nota þessi stig til að kaupa aðgang að betri hæfileikum.

    Hægt er að vera með nokkrar mismunandi samsetningar á útbúnaði tilbúnar fyrir hvert tilfelli sem spilarinn lendir í á bardagasvæðinu og er sá skjár nánast samsvarandi og í EVE Online leiknum þar sem finna þarf sem bestu nýtnina á milli CPU og Orkuna sem spilarinn hefur til afnota.

    Spilarinn getur beðið um að fá farartæki og ef ekki eru of mörg farartæki í gangi í liðinu hans ætti hann að fá aðgang að tækinu.

    Brandon og Atli Már sögðu að leikurinn nýtti sér farartæki mikið og þá bæði léttvopnuð og þungvopnuð farartæki ásamt léttum en öflugum svifþyrlum sem flytja hermenn á milli staða. Spilarinn getur beðið um að fá farartæki og ef ekki eru of mörg farartæki í gangi í liðinu hans ætti hann að fá aðgang að tækinu. Það getur hinsvegar tekið smá tíma þar sem það þarf að flytja farartækið með flutningaflugskipi sem reynir að koma því sem næst þér og það getur. Þannig að, ekki reyna að kalla eftir því á meðan þú ert undir byggingu, þá veistu ekkert hvar farartækið þitt endar.

    Á meðan að leikurinn er í gangi er hægt að skoða kort af bardagasvæðinu í rauntíma og lítur það mjög vel út í þrívídd. Öll helstu merki og upplýsingar eru áberandi en ekki of áberandi.

    Hægt er að breyta samsetningu útbúnaðar (t.d. að fara úr léttbrynjaðri leyniskyttu yfir í þungbrynjað vélbyssu-hörkutól) án þess að deyja/fremja sjálfsmorð eins og þarf í mörgum skotleikjum.

    Hægt er að breyta samsetningu útbúnaðar (t.d. að fara úr léttbrynjaðri leyniskyttu yfir í þungbrynjað vélbyssu-hörkutól) án þess að deyja/fremja sjálfsmorð eins og þarf í mörgum skotleikjum. Í DUST 514 er hægt að fara í „Supply Depot“ og velja hvað hentar hverju sinni.

    Núna kemur að stóru stundinni.
    Brandon og Atli Már eru í sókninni og þurfa að komast að markmiði sínu, sem er að taka yfir framleiðslustöð. Þeir þurfa að komast í gegnum flöskuháls en óvinurinn hefur komið sér vel fyrir þar með fjölda skriðdreka og virðist ekki hægt að komast í gegn. Nú ganga inn á sviðið tveir aðilar sem tengja sig inn í EVE Online. Við sjáum skip þeirra fyrir ofan plánetuna sem bardaginn í DUST 514 geysar. Brandon kallar á aðstoð, nánar tiltekið „Orbital Strike“. Sá sem stýrir geimskipinu fær boðin og biður Brandon um skotkóða. Brandon gefur kóðann upp, skipstjórinn slær inn kóðann og við sjáum geimskipið skjóta í átt að plánetunni. Nokkrum sekúndum seinna sjáum við skotin lenda í DUST 514 leiknum og nánast hreinsa út flöskuhálsinn.

    Nú ganga inn á sviðið tveir aðilar sem tengja sig inn í EVE Online. Við sjáum skip þeirra fyrir ofan plánetuna sem bardaginn í DUST 514 geysar. […] Sá sem stýrir geimskipinu fær boðin og biður Brandon um skotkóða. Brandon gefur kóðann upp, skipstjórinn slær inn kóðann og við sjáum geimskipið skjóta í átt að plánetunni. Nokkrum sekúndum seinna sjáum við skotin lenda í DUST 514 leiknum og nánast hreinsa út flöskuhálsinn.

    Árásarliðið getur haldið áfram í átt að markmiðinu. Þeir ná markmiðinu og leikurinn endar. Þarna var nýjung í leikjaheiminum kynnt sem margir töldu að ómögulegt væri að ná. Að sitthvor leikurinn á sitthvoru tölvukerfinu geti spilað saman og haft áhrif hvor á annan.

    Síðan er talað um að leikurinn verði ekki bara með nokkur borð heldur eru í EVE heiminum mörg þúsundir pláneta og mun CCP fjalla um hvernig þeir nýta sér tæknina til að búa til fjölbreytt borð fyrir DUST 514. Borðin eru misstór og hafa mismunandi markmið og geta allt að 48 spilarar spilað í einu.

    Borðin eru misstór og hafa mismunandi markmið og geta allt að 48 spilarar spilað í einu.

    Eftir að hafa séð þetta var okkur sagt að þó þetta virðist vera flókinn leikur þá er hann í raun auðveldur. Það er hægt að hoppa í leikinn í 10-15 mín. í senn eða eyða klukkustundunum saman og kynnast þá innviði leiksins betur. Maður ræður sjálfur hversu djúpt maður skríður ofan í kanínuholuna.

    – DPJ

    > MYNDIR FRÁ EVE FANFEST 2012 <

    > ELTU OKKUR Á TWITTER! <

    Daniel Pall Johannsson dust 514 eve fanfest eve fanfest 2012
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaLeikjarýni: SSX
    Næsta færsla EVE Fanfest 2012: DUST 514 prófaður!
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.