Fréttir

Birt þann 7. desember, 2011 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

12 Stacks of Christmas er kominn út

Íslenski tölvuleikurinn 12 Stacks of Christmas er kominn út. Leikurinn er fáanlegur á Apple App Store fyrir iPad og kostar lítil 99 bandarísk sent. Hjónin Friðrik Magnússon og Guðný Þorsteinsdóttir eru höfundar leiksins, en þau sérhæfa sig í gerð tölvuleikja og markmiðlunarefnis. Það er fyrirtækið Ís-Leikir ehf. sem gefur leikinn út og í fréttatilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér í dag, miðvikudaginn 7. desember, er leiknum líst svona:

Stacks er eðlisfræðileikur sem gengur út á að stafla jólgjöfum á bakka sem fjölskyldumeðlimir halda á. Ekki má missa of marga pakka og alls ekki má missa bakkana sem pakkarnir eiga að vera á. Leikurinn hentar öllum aldurhópum. Ekki óvitlaust að öll fjölskyldan hjálpist að við að komast í gegnum síðustu og erfiðustu borðin, því ekki sakar að hafa auka fingur til að vera nú örugglega með allt á hreinu.

BÞJ

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Skildu eftir svar

Efst upp ↑