Birt þann 14. október, 2011 | Höfundur: Nörd Norðursins
2Njarðarkjarni!
Njarðarkjarni (Nerdcore hip hop) er hipp hopp stefna nördans. Í stað þess að rappa um peninga, dóp, glæpagengi og „tíkur“ eins og oft tíðkast í hefðbundnu hipp hoppi er rappað um tölvuleiki, hlutverkaspil, tækni, vísindaskáldskap og annað sem við kemur njarðarheiminum. Og í stað þess að endurtaka þéttar lykkjur úr djass og blús tónlist fortíðarinnar er kubbatónlist eða misgóðum/misheppnuðum trommutöktum blastað.
Njarðarkjarni er ekki nema um 6 til 10 ára gömul tónlistarstefna og er því enn að þróast og enn deilur meðal manna um hvernig eigi að skilgreina flokkinn. Á meðan aðrir halda því fram að flytjandi njarðarkjarna verði að vera alvöru njörður og vita um hlutina sem hann rappar um á meðan aðrir segja að það sé nóg að fjalla um eitthvað njarðarlegt í laginu en skipti ekki máli hvort flytjandinn sé í raun og veru njörður eða ekki.
Meðal þeirra sem spila njarðarkjarna eru; 2 Skinnee J’s, Beefy, Charles Hamilton, Commodore 64, Dual Core, High-C, Jesse Dangerously, MC Chris, MC Frontalot, MC Hawking, MC Lars, MC Paul Barman, MC Plus+, MC Router, Mega Ran, Monzy, Optimus Rhyme, Schäffer the Darklord, Shael Riley, YTCracker og ZeaLouS1.
Hér í lokin koma nokkur lög sem sýna út á hvað njarðarkjarni snýst.
Njérðir að eilífu!
– BÞJ
MC Chris – Fett’s Vette:
YTCracker – The Link:
MC Frontalot – It Is Pitch Dark:
Mega Ran – Splash Woman:
MC Lars – Space game:
MC Hawking – What We Need More Of Is Science:
Mynd: MC Frontalot
2 Responses to Njarðarkjarni!