Birt þann 2. október, 2011 | Höfundur: Nörd Norðursins
1FIFA mót Skífunnar
Síðastliðið miðvikudagskvöld kom FIFA 12 leikurinn loksins í verslanir hérlendis, en í tilefni þess ákvað Skífan að halda risastórt FIFA mót. Hver sem er gat skráð sig svo framarlega sem hann hafði forpantað leikinn í verslunum Skífunnar.
Mótið hófst á slaginu þrjú, með leik á milli engra annarra en Steinda Jr. og Friðrikis Dórs, sá leikur var heldur einhliða þar sem Friðrik Dór var ekki í neinum vandræðum með hann Steinda…
Mótið hófst á slaginu þrjú, með leik á milli engra annarra en Steinda Jr. og Friðrikis Dórs, sá leikur var heldur einhliða þar sem Friðrik Dór var ekki í neinum vandræðum með hann Steinda, í 3-0 viðureign, en leikurinn var samt sem áður þrælskemmtilegur, og var það mestmegnis tilþrifum Steindans að þakka, en hann hélt áhorfendum brosandi með innskotum á hvernig velgegni Frikka væri þökk fáránlegri dómgæslu og fleiru.
En eftir það hófst mótið að alvöru, það voru sex stöðvar til að keppa á, og hátt í 100 þátttakendur. Mótið var útsláttarmót og gekk hratt og skipulega fyrir sig. Keppendur spiluðu lið allt frá Stoke City til Barcelona. Klukkan 19 buðu svo Dominos pizza í samstarfi við Skífunna upp á pizzu handa svöngum þátttakendum, og stuttu eftir það var komið að úrslitaviðureigninni þar sem Björgvin Þorvaldsson, spilandi Real Madrid sigraði Róbert Steinar, sem spilaði Manchester City 3-0 í hörkuspennandi leik, þrátt fyrir blekkjandi úrslitatölur. Þess má til gamans geta að ekki ein einasta stelpa tók þátt í mótinu.
Þess má til gamans geta að ekki ein einasta stelpa tók þátt í mótinu.
Verðlaun voru veitt fyrir efstu fjögur sætin, og voru þau ekki í amarlegri kantinum, en sem dæmi má nefna að fyrsta sætið hlaut bikarinn, 160 gb. PlayStation 3 leikjatölvu og svo að sjálfsögðu glænýtt eintak af FIFA 12 leiknum sem byrjað var að selja beint eftir verðlaunaafhendinguna.
Úrslitin stóðu sem svo:
- Björgvin Þorvaldsson
- Róbert Steinar
- Aron Baldvin Þórðarsson
- Þorkell Helgason
Við hjá Nörd Norðursins óskum þeim innilega til hamingju með sigurinn og hlökkum til að sjá næsta tölvuleikjamót hérlendis, og vonumst eftir jafngóðri þátttöku þá.
– Arnar Vilhjálmur Arnarsson
One Response to FIFA mót Skífunnar