Birt þann 24. ágúst, 2011 | Höfundur: Nörd Norðursins
0Tölvuleikjapersóna: Pac-Man
Pac-Man er aðalpersóna flestra leikjanna í Pac-Man seríunni. Japanska nafnið hans er „Pakku Man“. Hann var búinn til af Toru Iwatani, og er Pac-Man lukkudýr leikjafyrirtækisins Namco.
Toru Iwatani, starfsmaður hjá Namco, bjó Pac-Man til þegar hann pantaði sér pizzu. Þegar fjórðungur pizzunnar hafði verið skorinn í burtu, líktist hún mest höfði með munninn opinn, og það var það sem hvatti hann til að búa til karakterinn sem var upphaflega þekktur sem Puck-Man. Hinsvegar var ekki hægt að nota nafnið Puck-Man, þar sem amerískir krakkar skemmdu spilakassana með því að breyta nafninu í dónalegt orð. Þar með varð Pac-Man ameríska nafnið og varð svo á endanum opinbera nafnið á leiknum.
Árið 1981 gaf leikjafyrirtækið Atari út nýjan Pac-Man leik, hinsvegar, var það bara breytt útgáfa af Pac-Man. Hann var gagnrýndur fyrir það að karakterarnir voru hægfara og að draugarnir blikkuðu, en þetta var fyrsti Pac-Man leikurinn sem var hægt spila í leikjatölvu.
Í kringum 1990 var Pac-Man búinn að ná ótakmarkaðri frægð. Það var endalaust verið að gefa út fígúrur og leiki. Seinna ákváð Namco að búa til leik sem spilarar nútímans myndu skilja og væru líklegri til að spila, og það var þá sem þeir gáfu út Pac-Man World. Í leiknum kom Pac-Man fram í 3D og hann barðist við óvini sem einnig voru í 3D. Þegar þessi leikur var gefinn út í Bandaríkjunum varð Pac-Man frægur.
Á áttunda áratugnum var vinsæll bandarískur sjónvarspþáttur gefinn út, sem hét Pac-Man. Þátturinn var líkur Pac-Land eða Pac-Man 2 leiknum, en þar sést Pac-Man hugsa um fjölskylduna sína, fara til vinnu, eða að sigra drauga þegar nauðsyn krefur. Foringi drauganna í þættinum, kallaður Mezmarone, vill drepa Pac-Man útaf einhverri óþekktri ástæðu.
Karakterinn hefur birst í yfir 30 spin-off leikjum, og einnig í mörgum ólöglegum eftirlíkingum. Pac-Man er þekktasta vörumerki allra tölvuleikja á meðal Ameríkana, 94% þeirra þekkja til hans. Pac-Man er einn af þremur tölvuleikjum sem eru til sýnis í Smithsonian safninu í Washington (ásamt Pong og Dragon’s Lair). Pac-Man einn af þeim tölvuleikjum sem hafa verið hvað lengst í gangi, síðan á gullnu árum spilakassanna.
Heimild:
Wikipedia (wikipedia.com, Pacman) og Pacman Wikia (http://pacman.wikia.com/wiki/Pac-Man_(character))
Erla Jónasdóttir þýddi