Retró

Birt þann 15. ágúst, 2011 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Tölvuleikjapersóna: Duke Nukem

Leikjapersónan Duke Nukem er stæling af nokkrum Hollywood hasarhetjum, eins og John Wayne, Charles Bronson í Death Wish, Arnold Schwarzenegger í Commando, Rambo og svo mætti lengi telja. Frægasta setning Duke Nukem „It’s time to kick ass and chew bubble gum, and I’m all out of gum“ var tekin úr myndinni They live þar sem karakterinn Roddy Piper segir „I have come to chew bubble gum and kick ass and I’m all out of bubble gum“.

Eins og aðrar hasarhetjur er Duke sjálfsöruggur, ágengur og óviðeigandi vöðva klumpur. Þrátt fyrir að vera ekki ofurhetja tekst honum alltaf að vinna ótrúleg afreksverk þegar kemur að ofbeldi og sigrar nánast fortakslaust, enda er sérþekking hans á vopnum mjög góð og hann er ímynd karlmennskunnar. (Hinsvegar eru vísbendingar í Duke Nukem 3D um að eitthvað hafi verið átt við hann til að gera hann svona stæltann og sterkann).

Duke er vel þekktur fyrir sjálfvirkar byssur, sprengjur og orku vopn en hans þekktasta vörumerki er þotupakkinn (e. jet pack), sem gerir honum kleift að fljúga stuttar vegalengdir í skjótum skömmtum. Hann er einnig þekktur fyrir gylltu Desert Eagle byssuna og sólgleraugun sín, sem hylja augu hans algjörlega og hefur hann aldrei sést án þeirra (ekki einu sinni á næturnar) síðan Duke Nukem 3D. Hann er einnig þekktur, síðan úr fyrsta leiknum, fyrir að ganga í leðurfötum, keyra um á mótorhjólum, hvítt hárið sem er klippt í hermanna stíl. Í öllum leikjunum gengur hann yfirleitt um í rauðum hlýrabol og bláum gallabuxum. Í öllum leikjunum notar Duke áflog sem kallast „Mighty Boot“ sem er einfaldlega kröftugt spark í andlitið.

Í Duke Nukem II, er sýnt að Duke hafi skrifað sjálfsævisögu sína sem ber nafnið Hversvegna ég er svona frábær eða Why I’m so Great á móðurmálinu.

Líkt og persóna leikin af Bruce Campbell, er Duke monthani en húmorinn hans er ekki eins kaldhæðinn og árásagjarn, hann er einnig gjarn á að segja eina hallærislega fyndna setningu þegar hann slátrar óvinum sínum. Nokkrir af frösunum í Duke Nukem 3D eru teknir beint úr Army of Darkness og hefur Campbell látið í ljós reiði sína yfir því að hafa ekki verið ráðfært sig við hann eða hann fengið borgað fyrir notkun þessara frasa.

 

Heimild: Wikipedia (wikipedia.com, Duke Nuke (Character)).
Erla Jónasdóttir þýddi.

Deila efni

Tögg: , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Skildu eftir svar

Efst upp ↑