Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Leikjarýni»Leikjarýni: Poopocalypse
    Leikjarýni

    Leikjarýni: Poopocalypse

    Höf. Nörd Norðursins22. ágúst 2011Uppfært:4. júní 2013Engar athugasemdir2 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Það er sólríkur dagur í garðinum og nóg af mat að finna fyrir dúfurnar sem flækjast þar um. Skyndilega er bannskillti skellt niður í gras garðsins; EKKI GEFA FUGLUNUM. Sumarlegur bakrunnurinn dekkist og verður að lokum blóðrauður. Ein vel feit dúfa stendur upp, pírir augun og flýgur fram af byggingu með hefnd í huga. Þetta eru ekki myrk ragnarök – þetta eru hvítustu DRITARÖK sem heimurinn hefur séð! Dúfan flýgur yfir hús, menn, grill, bekki, þekktar byggingar og flugdreka og dritar sínu hvítasta niðurgangsdriti á þá.

    Leikurinn er gerður af þýska smáleikjafyrirtækinu Wolpertinger Games sem hefur gefið út smáleikinn Quizocalypse, og nú Poopocalypse. Stjórnun leiksins er einföld; einn pinninn (analogue stick) stýrir í hvaða átt dúfan flýgur og hinn pinninn stýrir því í hvaða átt dúfan dritar og baktakki er notaður til að stýra flughraða dúfunnar. Leikurinn er einfaldur í spilun og á ekki eftir að sprengja neina heila með flóknum stýringum eða söguþræði.

     

     

    Útfærslan á leiknum er mjög vel heppnuð og kemur dökkrauða-hvít-svarta þema leiksins fáránlega vel út. Hljóðin eru skemmtileg og rokktónlistin sem glymur undir á meðan leik stendur passa vel við. Leikurinn er fáanlegur í gegnum vefverslun Xbox 360 og kostar svipað og aðrir óháðir (indie) smáleikir, eða 80 Microsoft punkta (eða í kringum 130 kr.).

    Við mælum eindregið með þessum leik ef þú ert að leita þér að smáleik til að spila af og til og ert fyrir shoot ‘em up poop ‘em up.

    Þessi smáleikur er klárlega skíturinn!

    7,0

    indí einkunn

    – BÞJ



    Bjarki Þór Jónsson dúfa indie Leikjarýni poopocalypse
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaLeikjarýni: Techno Kitten Adventure
    Næsta færsla Tölvuleikjapersóna: Pac-Man
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025

    Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað

    17. nóvember 2025

    Minnist vinar síns í nýjum tölvuleik – „André dreymdi um að læra íslensku“

    14. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    • Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.