Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Menning»Hvað er kubbatónlist?
    Menning

    Hvað er kubbatónlist?

    Höf. Nörd Norðursins28. ágúst 2011Uppfært:9. nóvember 2012Engar athugasemdir2 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Kubbatónlist, eða chiptune eða chip music eins og það kallast á ensku, er raftónlist sem er búin til með hljóðkubbum úr gömlum tölvum eða með aðstoða herma (emulator) sem framkvæma sambærileg hljóð. Flestir þekkja til tölvuleikjatónlistar úr tölvuleikjunum í Nintendo Entertainment System (NES) sem flokkast sem kubbatónlist.

    Hægt er að nota margar gerðir af eldri tölvum til að ná fram þessum hljóðum, en NES, Game Boy og Commodore 64 eru sérstaklega vinsælar. Þeir sem ekki hafa aðgang að gömlum leikjatölvum geta nálgast  herma fyrir ýmis tónlistarforrit í dag. Skiptar skoðanir eru á því hvort hermar flokkist í raun og veru undir kubbatónlist þar sem aðeins er verið að herma eftir raunverulega hljóðinu (líkt og skemmtari getur hermt eftir píanói), en við látum þá deilu liggja milli hluta að sinni.

    Kubbatónlistina er hægt að flokka sem neðanjarðartónlist sem ekki margir þekkja til. Tónlistin getur verið af ýmsum toga; hefðbundin tölvuleikjatónlist úr gömlum tölvuleikjum, frumsamin 8-bita tónlist, dans- eða afslöppunartónlist. Einnig eru sumir sem blanda kubbatónlist við hefðbundna tónlist og getur útkoman af því samspili orðið ansi skemmtileg.

    Líkt og með aðra tónlist segja tónar meira en þúsund orð. Þess vegna höfum við hjá Nörd Norðursins sett saman lista yfir kubbatónlist sem við mælum með, fyrir byrjendur sem og lengra komna, til að hlusta á og kynna sér þessa frábæru tónlistarstefnu. Listann má nálgast hér.

    – BÞJ


    Bjarki Þór Jónsson chiptune kubbatónlist
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaViðtal: ComputeHer
    Næsta færsla Verðkönnun á tölvuleikjum – ágúst 2011
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Icelandic Game Fest haldið í fyrsta sinn

    14. nóvember 2025

    George R.R. Martin áritar í Nexus 15. nóvember

    12. nóvember 2025

    Reykjavík Game Summit – málþing fyrir fagfólk í leikjabransanum

    4. nóvember 2025

    Prófaðu EVE Vanguard á Arena 18. september

    5. september 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    • Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.