Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Retró»Retro: Burntime (1993)
    Retró

    Retro: Burntime (1993)

    Höf. Nörd Norðursins23. júlí 2011Uppfært:25. maí 2013Engar athugasemdir5 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    eftir Ívar Örn Jörundsson

    (Þetta efni birtist upphaflega í 1. tbl. af Nörd Norðursins sem hægt er að nálgast hér)

    Burntime var gerður af fyrirtækinu Max Design og kom út árið 1993. Leikurinn gerist eftir að heimurinn hefur verið gjöreyðilagður, líklegast eftir kjarnorkustyrjöld. Grafíkin er mjög ólík því sem má búast við í leikjum  í dag, enda gamall DOS leikur. Þrátt fyrir grafíkina veitir hann mikla skemmtun fyrir þá sem hafa gaman af „post-apocalyptic“ umhverfi.

    Þú byrjar á að búa þér til karakter, velur andlitsmynd og nafn og svo heldur þú út í harðan heim leiksins. Þú stjórnar öllu með vinstri músarhnappinum eins og að ferðast á milli staða, berjast við aðra og tala við fólk/stökkbreytinga. Með þeim hægri opnar þú valmynd sem leyfir þér að gera fleiri aðgerðir eins og að vista leikinn, fá meiri upplýsingar um bæinn sem þú ert í o.m.fl. Það tekur ekki langan tíma að læra inná leikinn. Markmið leiksins er að ná yfir öllum þeim bæjum sem eru til staðar í leiknum á undan tölvuandstæðingunum þremur. Þú getur einnig spilað á móti vini  með því að skiptast á að gera, en þá eru bara tveir tölvuandstæðingar. Markmið leiksins breytist ekki þó að vinur þinn spili með þér en þið getið unnið saman á móti tölvuandstæðingunum

    Matur og vatn eru af skornum skammti í leiknum. Þú þarft að leita á hverjum stað sem þú ferð á  eftir mat og vatni, matur getur leynst í húsum, tjöldum eða verið keyptur af kaupmanni. Vatn er oftast að finna á hverjum stað en í mismiklum mæli. Um leið og þú ferð inn í hús þar sem vatn er að finna drekkur leikjapersónan (og ferðafélagar hans) það sjálfkrafa svo getur þú notað vatnið sem verður afgangs til þess að fylla á drykkjarílát. Það er hægt að auka vatnið á hverjum stað með því að setja upp vatnspumpu hjá vatnsuppsprettunni. Matur og vatn eru mæld í dagskömmtum(ds). Sem dæmi getur þú fundið rottu og gefur hún þér 5ds af mat, þ.e.a.s. ef þú borðar hana þá ertu kominn með matarforða sem dugar í 5 daga. Það sama er með vatn, en það ræðst eftir því hversu stórt drykkjarílát þú hefur. Þú getur alltaf fyllt á drykkjarílátin. Þú getur þó ekki farið yfir 9ds í matarforða og 5ds í vatnsforða. Þannig að þó að þú borðia þrjár rottur munu þær ekki gefa þér 15ds í matarforða, heldur einungis 9ds. Það eru  fjórar tegundir af mat í leiknum, lirfur, rottur, snákar og hundakjöt (það síðast nefnda er eina dýrið sem hægt er að veiða). Allur matur og vatn sem þú neytir  deilist á alla þá sem eru í ferðahópnum þínum. Hver einstaklingur getur einungis haldið á sex hlutum í einu svo þú þarft að forgangsraða hlutunum sem þú tekur með þér hverju sinni.

    Það er mjög mikilvægt að skoða upplýsingarnar um  bæina sem þú heimsækir (smellir á hægri músahnappinn og velur „Info“) þar sem nokkrir staðir eru svo mengaðir af eiturgasi eða vegna geislavirkni. Til þess að skoða þá bæi sem eru mengaðir þarftu að fá þér búning sem ver þig. Til þess þarftu hluti eins og hanska, grímu, stígvél og samfesting, en þessa hluti getur þú fundið á víðavangi í bæjum eða fengið þá hjá  kaupmanni. Það er enginn gjaldmiðill í leiknum, allt veltur á vöruskiptum.

    Þú getur fengið málaliða, hermenn, lækna eða vísindamenn með þér í lið.Til þess að fá þá með þér í lið þarftu að gefa þeim mat eða vatn. Hermenn er best að nota í bardaga og til að verja bæi sem þú hefur náð yfirhöndinni yfir. Læknirinn læknar þig og lið þitt ef hann er með í ferðahópnum. Vísindamaðurinn getur búið til hluti úr ýmsum hlutum sem þú finnur á víðavangi, eins og rottugildru eða vatnspumpu. Ef þú smellir með hægri músarhnappinn á einhvern hlut og ert með vísindamanninn valin, getur hann sagt þér hvað hann getur gert úr þeim hlut og hvaða aðra hluti hann vantar til þess að klára að búa til t.d. vatnspumpu.

    Til þess að taka yfir bæ þarft þú að skilja einn af mönnum þínum eftir í bænum (best er að skilja hermanninn eftir). Manninn getur þú stillt þannig að hann safni saman mat, ef þú gefur honum réttu áhöldin. Allur matur sem hann mun ekki sjálfur borða geymir hann á ákveðnum stað í bænum sem þú getur síðan notað til vöruskipta eða jafnvel borðað sjálfur. Til þess að taka yfir bæ sem tölvuandstæðingurinn hefur þegar náð á sitt vald þarftu að drepa manninn sem var skilinn eftir og setja þinn mann í staðinn. Mennirnir sem andstæðingurinn skilur eftir í bænum vilja ekki tala við þig og þannig  finnur þú út hverjir eru andstæðingarnir, einnig eru nöfnin á þeim öðruvísi á litinn. Þú getur aldrei hitt aðal andstæðinga þína í persónu, einungis undirmenn hans. Þú getur ekki farið inn í hús og náð þér í vatn í bæjum andstæðings þíns og hann kemst ekki inn í hús í þínum bæjum. Það er ekki heldur hægt að ferðst í gegnum þá staði sem eru undir stjórn andstæðingsins, þannig er hægt að loka andstæðingin af á ákveðnu svæði. Til þess að losa sig við andstæðinginn þarftu að hindra hann í því að geta veitt sér til matar og náð sér í vatn. Á endanum deyr hann úr sulti og þorsta.

    Leikurinn er frekar einfaldur í spilun en það getur tekið einhvern tíma að komast inn í hann og þú gætir þurft að byrja nokkrum sinnum upp á nýtt. En þolinmæðin þrautir vinnur allar! Ef þú ert tilbúin/n að horfa fram hjá grafíkinni er hægt að eyða mörgum klukkutímum að spila þennan leik.

    Leikinn má finna á þessari vefslóð: http://www.abandonia.com/en/games/450/Burntime.html

    burntime Ivar Orn Jorundsson retro
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaUppfærsla í gangi!
    Næsta færsla Saga leikjatölvunnar, 1. hluti (1958 – 1982)
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    Nörd Norðursins fær nýtt útlit

    3. nóvember 2025

    FM 26 betan byrjar 23. október

    20. október 2025

    The Crew 2 fær netlausan hluta

    20. október 2025

    SI og SEGA sýna úr Football Manager 26

    5. september 2025

    Endalok leikjavéla stríðsins í nánd?

    26. ágúst 2025

    Assassin’s Creed: Mirage fær nýtt aukaefni

    26. ágúst 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    Reykjavík Game Summit – málþing fyrir fagfólk í leikjabransanum

    4. nóvember 2025

    Nörd Norðursins fær nýtt útlit

    3. nóvember 2025

    FM 26 betan byrjar 23. október

    20. október 2025

    The Crew 2 fær netlausan hluta

    20. október 2025

    Prófaðu EVE Vanguard á Arena 18. september

    5. september 2025
    Nýjast á Youtube
    Myndbandsspilari
    https://www.youtube.com/watch?v=IFFXC7lrzlo
    00:00
    00:00
    28:12
    Notaðu upp/niður örvahnappana til að auka eða minnka hljóðstyrkinn.
    Leikjarýni
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    8

    Ljós og skuggar Japans

    18. mars 2025

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • Reykjavík Game Summit – málþing fyrir fagfólk í leikjabransanum
    • Nörd Norðursins fær nýtt útlit
    • FM 26 betan byrjar 23. október
    • The Crew 2 fær netlausan hluta
    • Prófaðu EVE Vanguard á Arena 18. september
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.