Það eru þó nokkrir spennandi leikir að fara koma út í október og einn af þeim er slagsmála-leikurinn Rivals of Aether 2. Hvers konar bardagaleikur er Rivals 2? Markmiðið er að valda óvini þínum nógu miklum skaða þannig að hann skellist burt út af skjánum eða detti af sviðinu og nái ekki að komast aftur upp. Rivals of Aether 2 er indí platform-slagsmálaleikur. Platform-slagsmálaleikir leggja áherslu á frjálsa hreyfingu á borðum þar sem barist er á pöllum. Í stað þess að markmiðið sé að óvinurinn missi öll lífstigin sín eins og í hefðbundnum bardagaleikjum eru prósentustig. Því hærri prósenta sem…