Love Letter er tiltölulega einfalt kortaspil frá Alderac Entertainment Group fyrir 2-4 spilara sem gengur út á að verða síðasti spilarinn með spil á hendi, og þar með sá sem kemur bréfi sínu til prinsessunnar. Reglurnar eru tiltölulega einfaldar og auðlærðar, en spilið leynir þó á sér og býður upp á furðu mikla strategíunotkun af svona einföldu spili að vera. Hver umferð byrjar á því að allir spilarar draga eitt spil úr stokknum. Spilastokkurinn samanstendur af spilum með myndum af 8 mismunandi persónum við hirðina – kóngum, prinsessum, hertogum, hirðmeyjum o.s.frv. – og hver persóna hefur tölu frá 1 til…
Author: Þóra Ingvarsdóttir
Gallinn við góð borðspil er að maður vill spila þau aftur og aftur, en eftir síendurteknar spilanir fer nýja brumið að fara af þeim – maður lærir öll spjöldin utanað, kann réttu viðbrögðin við öllum atburðunum, og spilið hættir að vera jafn spennandi og það var. Hvað er þá til ráða? Jú auðvitað að finna viðbót við spilið. Hér eru fimm viðbætur við vinsæl spil sem koma út síðar á árinu og við hlökkum til að sjá blása nýju lífi í gömlu góðu spilin… Betrayal at House on the Hill: Widow’s Walk Margir hafa beðið lengi eftir viðbót við klassíska…
Betrayal at House on the Hill mætti hugsanlega lýsa í fljótu bragði sem því sem hefði orðið til ef Cabin in the Woods hefði verið borðspil og ekki kvikmynd. Hver spilari velur sér eina af tólf mögulegum persónum, sem hafa allar mismunandi styrkleika og veikleika. Í upphafi spilsins kanna spilararnir saman drungalegt hús með því að draga spilaflís (tile) fyrir hvert nýtt herbergi sem þeir fara inn í. Í þessum herbergjum geta ýmsir atburðir gerst – sumir hjálpa spilurunum en oftar en ekki er jafn líklegt (ef ekki líklegra, spilið er jú byggt á hrollvekjum) að þeir hafi neikvæð áhrif…