Author: Sveinn A. Gunnarsson

Þorvaldur Gunnarsson, best þekktur sem Valdi, hefur rekið Geisladiskabúð Valda síðan árið 1998. Lengst af var búðin á Vitastígnum í Reykjavík, en fyrir nokkrum vikum flutti hún á nýjan og betri stað að Háteigsvegi 2. Í tilefni þess datt okkur hér hjá Nördinum í hug að kíkja á Valda og spjalla aðeins við hann um bransann og hann sjálfan. Margir kannast við það að þræða þröngu gangana í búðinni á Vitastígnum og finna einhvern gullmola af notuðum vínyl, geisladiskum, teiknimyndablöðum, manga-bókum eða ótal tölvuleiki á hinar ýmsu leikjavélar, allt frá upprunalegu Nintendo yfir í PlayStation 5 eða Xbox Series. Það…

Lesa meira

From the Ashes er þriðja viðbótin við Avatar: Frontiers of Pandora leik Massive Entertainment og útgefandans Ubisoft. Leikurinn kom út í desember 2023 og fékk tvo aukapakka 2024. Núna tæpu ári síðar og þegar að þriðja Avatar kvikmyndin Avatar: Fire and Ash er í kvikmyndahúsum, kemur ný viðbót við leikinn sem tengist myndinni. Í þessari nýju viðbót sem gerist ári eftir atburði grunnleiksins, árið 2170 sen er sama ár og nýja Avatar myndin gerist. Nýr og hættulegur ættbálkur, Ash klanið, hefur komið fram á sögusviðið og eru þeir alger andstæða við flesta Na‘vi ættbálka plánetunnar Pandoru. Þessi her hefur snúið…

Lesa meira

Það eru liðin rétt um tvö ár síðan ég skrifaði um síðasta Football Manager leikinn hérna á Nörd Norðursins. Þá hafði Football Manager 2024 nýlega komið út og var að mínu mati einn sá besti í seríunni hingað til. Árið eftir það átti Football Manager 25 að koma út og verða ein stærsta breytingin á seríunni síðan að við fengum 3D grafíkvélina í leiknum með tilkomu FM 2009. Unity grafíkvélin var lykilbreytingin fyrir seríuna og átti að verða grunnurinn að næstu tuttugu árum fyrir leikjaseríu Sports Interactive og útgefandans SEGA. Rauninn varð þó önnur og eftir ótal seinkanir og vandræði…

Lesa meira

Anno 117: Pax Romana er nýjasti leikurinn í byggingar- og herkænskuseríunni Anno frá Ubisoft og er fáanlegur á PC, PlayStation 5 og Xbox Series X/S vélunum. Anno serían byrjaði árið 1998 með leiknum Anno 1602 og er nýjasti leikurinn sá áttundi í seríunni. Hingað til hefur serían lengst af verið eingöngu fáanleg á PC tölvum en árið 2023 varð breyting á því með útgáfu Anno 1800 sem kom einnig út á leikjavélar Sony og Microsoft. Leikurinn hafði komið út fyrir PC fjórum árum áður. Anno 177: Pax Romana mun komaút 13. nóvember á PC, PlayStation 5 og Xbox Series X/S.…

Lesa meira

Útgefandinn Take-Two hefur tilkynnt að leikurinn Grand Theft Auto VI hefur verið seinkað á ný, og nú á hann að koma út þann 19. nóvember 2026. Þessar fréttir komu sem hluti af fjármálauppgjöri fyrirtækisins til fjárfesta. „Okkur þykir það leitt að bæta við auknum tíma, við þann tíma sem fólk hefur beðið eftir leiknum. Þessir auka mánuðir munu gera okkur kleyft að klára leikinn með auknum gæðum sem þið gerið ráð fyrir og eigið skilið,“ sagði Rockstar Games í tilkynningu á vefsíðu sinni. Hlutabréf Take-Two tóku strax dýfu niður þegar fréttirnar komu út, GTA V kom fyrst út 2013 á…

Lesa meira

SI Games hafa staðfest að betan fyrir Football Manager 26 muni hefjast þann 23. Október, semsagt eftir nokkra daga, leikurinn sjálfur mun koma út þann 4. Nóvember á PC/Mac/Linux/PS5/Xbox Series og spjaldtölvur og farsíma. Þessi snemmbúni aðgangur er eingöngu í boði á PC/Mac/Linux og bara ef þú hefur forpantað leikinn á annað hvort Steam eða Epic Store búðunum. Þessi forsmekkur af leiknum um tveimur vikum fyrir útgáfu hefur verið hefðbundinn hluti útgáfu ferli leiksins síðustu árin síðan að Football Manager 2013 kom út. Hvað er í boði í FM 26 snemmbúnum aðgangi? Leikurinn sjálfur verður aðgengilegur í fullu formi fyrir…

Lesa meira

Það eru liðin um sjö ár síðan The Crew 2 rúllaði út frá Ubisoft og bauð leikmönnum að þeytast um Bandaríkin á fullri ferð. Við fjölluðum um leikinn hér á síðunni þegar hann kom út og svo aftur þegar framhaldið, The Crew: Motorfest, birtist fyrir um tveimur árum síðan. Nú er The Crew 2 kominn aftur í sviðsljósið – og það með ansi góðar fréttir. Ubisoft hefur loksins sent frá sér uppfærslu sem gerir leikinn spilanlegan án nettengingar, eitthvað sem hefur verið mikið óskað eftir síðan hann kom út. Þegar fyrsti The Crew leikurinn kom út árið 2014 þurfti hann…

Lesa meira

Eftir viðburðarík síðustu ár, þar sem Football Manager 25 var seinkað ítrekað og á endanum slaufað, hafa SEGA og Sports Interactive sýnt spilun úr Football Manager 26 sem á að koma út næsta vetur. Ekki er mikið vitað um leikinn eins og er annað að hann mun innihalda mikið af því sem átti upprunalega að birtast í FM 25, má þar helst nefna; kvennafótboltann, nýtt viðmót, uppfærða spilun og tilfærslu seríunnar yfir í Unity grafíkvélina til að keyra þrívíddarspilun leiksins. Ekkert af þessu ofantöldu hefur þó verið 100% staðfest fyrir FM 26 nema Unity grafíkvélin. SI og SEGA eru núna…

Lesa meira

Það er óvenjulegur dagur í útgáfu tölvuleikja fyrir ýmsar sakir í dag, þann 26. ágúst. PlayStation 5 leikjavél Sony er að fá leikinn Gear of War: Reloaded, leikurinn er einnig fáanlegur á Xbox Series X/S og PC á sama degi.  Gears serían er búin til af Microsoft og Xbox fyrirtækjum þess og hefur verið ein af burðarstólpum fyrirtækisins síðan að fyrsti Gear of War leikurinn kom út árið 2006 á Xbox 360. Gears of War: Reloaded er uppfærð útgáfa af Gear of War: Ultimate Edition sem kom út árið 2015 og var uppfærð útgáfa fyrsta leiknum fyrir Xbox One leikjavélarnar.…

Lesa meira

Franski útgefandinn Ubisoft hefur staðfest að nýtt DLC (niðurhalsefni) sé á leiðinni fyrir Assassin’s Creed: Mirage síðar á þessu ári. Leikurinn kom út árið 2023 og fjölluðum við um hann hérna á síðunni.  Leikurinn byrjaði líf sitt sem aukaefni fyrir Assassin’s Creed: Valhalla áður en hann var gerður að sjálfstæðum leik. Síðan þá höfum við fengið Assassin’s Creed: Shadows sem kom út í fyrra, svo það er pínu skondið að fá aukaefni fyrir leik eftir þennan tíma. Nýja efnið mun innihalda sögukafla og verkefni sem gerast á 9. öldinni í arabísku borginni AlUla. Ubisoft hefur sagt að þessi viðbót mun…

Lesa meira