Author: Sveinn A. Gunnarsson

Anno 117: Pax Romana er nýjasti leikurinn í byggingar- og herkænskuseríunni Anno frá Ubisoft og er fáanlegur á PC, PlayStation 5 og Xbox Series X/S vélunum. Anno serían byrjaði árið 1998 með leiknum Anno 1602 og er nýjasti leikurinn sá áttundi í seríunni. Hingað til hefur serían lengst af verið eingöngu fáanleg á PC tölvum en árið 2023 varð breyting á því með útgáfu Anno 1800 sem kom einnig út á leikjavélar Sony og Microsoft. Leikurinn hafði komið út fyrir PC fjórum árum áður. Anno 177: Pax Romana mun komaút 13. nóvember á PC, PlayStation 5 og Xbox Series X/S.…

Lesa meira

Útgefandinn Take-Two hefur tilkynnt að leikurinn Grand Theft Auto VI hefur verið seinkað á ný, og nú á hann að koma út þann 19. nóvember 2026. Þessar fréttir komu sem hluti af fjármálauppgjöri fyrirtækisins til fjárfesta. „Okkur þykir það leitt að bæta við auknum tíma, við þann tíma sem fólk hefur beðið eftir leiknum. Þessir auka mánuðir munu gera okkur kleyft að klára leikinn með auknum gæðum sem þið gerið ráð fyrir og eigið skilið,“ sagði Rockstar Games í tilkynningu á vefsíðu sinni. Hlutabréf Take-Two tóku strax dýfu niður þegar fréttirnar komu út, GTA V kom fyrst út 2013 á…

Lesa meira

SI Games hafa staðfest að betan fyrir Football Manager 26 muni hefjast þann 23. Október, semsagt eftir nokkra daga, leikurinn sjálfur mun koma út þann 4. Nóvember á PC/Mac/Linux/PS5/Xbox Series og spjaldtölvur og farsíma. Þessi snemmbúni aðgangur er eingöngu í boði á PC/Mac/Linux og bara ef þú hefur forpantað leikinn á annað hvort Steam eða Epic Store búðunum. Þessi forsmekkur af leiknum um tveimur vikum fyrir útgáfu hefur verið hefðbundinn hluti útgáfu ferli leiksins síðustu árin síðan að Football Manager 2013 kom út. Hvað er í boði í FM 26 snemmbúnum aðgangi? Leikurinn sjálfur verður aðgengilegur í fullu formi fyrir…

Lesa meira

Það eru liðin um sjö ár síðan The Crew 2 rúllaði út frá Ubisoft og bauð leikmönnum að þeytast um Bandaríkin á fullri ferð. Við fjölluðum um leikinn hér á síðunni þegar hann kom út og svo aftur þegar framhaldið, The Crew: Motorfest, birtist fyrir um tveimur árum síðan. Nú er The Crew 2 kominn aftur í sviðsljósið – og það með ansi góðar fréttir. Ubisoft hefur loksins sent frá sér uppfærslu sem gerir leikinn spilanlegan án nettengingar, eitthvað sem hefur verið mikið óskað eftir síðan hann kom út. Þegar fyrsti The Crew leikurinn kom út árið 2014 þurfti hann…

Lesa meira

Eftir viðburðarík síðustu ár, þar sem Football Manager 25 var seinkað ítrekað og á endanum slaufað, hafa SEGA og Sports Interactive sýnt spilun úr Football Manager 26 sem á að koma út næsta vetur. Ekki er mikið vitað um leikinn eins og er annað að hann mun innihalda mikið af því sem átti upprunalega að birtast í FM 25, má þar helst nefna; kvennafótboltann, nýtt viðmót, uppfærða spilun og tilfærslu seríunnar yfir í Unity grafíkvélina til að keyra þrívíddarspilun leiksins. Ekkert af þessu ofantöldu hefur þó verið 100% staðfest fyrir FM 26 nema Unity grafíkvélin. SI og SEGA eru núna…

Lesa meira

Það er óvenjulegur dagur í útgáfu tölvuleikja fyrir ýmsar sakir í dag, þann 26. ágúst. PlayStation 5 leikjavél Sony er að fá leikinn Gear of War: Reloaded, leikurinn er einnig fáanlegur á Xbox Series X/S og PC á sama degi.  Gears serían er búin til af Microsoft og Xbox fyrirtækjum þess og hefur verið ein af burðarstólpum fyrirtækisins síðan að fyrsti Gear of War leikurinn kom út árið 2006 á Xbox 360. Gears of War: Reloaded er uppfærð útgáfa af Gear of War: Ultimate Edition sem kom út árið 2015 og var uppfærð útgáfa fyrsta leiknum fyrir Xbox One leikjavélarnar.…

Lesa meira

Franski útgefandinn Ubisoft hefur staðfest að nýtt DLC (niðurhalsefni) sé á leiðinni fyrir Assassin’s Creed: Mirage síðar á þessu ári. Leikurinn kom út árið 2023 og fjölluðum við um hann hérna á síðunni.  Leikurinn byrjaði líf sitt sem aukaefni fyrir Assassin’s Creed: Valhalla áður en hann var gerður að sjálfstæðum leik. Síðan þá höfum við fengið Assassin’s Creed: Shadows sem kom út í fyrra, svo það er pínu skondið að fá aukaefni fyrir leik eftir þennan tíma. Nýja efnið mun innihalda sögukafla og verkefni sem gerast á 9. öldinni í arabísku borginni AlUla. Ubisoft hefur sagt að þessi viðbót mun…

Lesa meira

Það eru liðin tæp sex ár síðan að Hideo Kojima og Kojima Productions færðu okkur skrýtinn og brotinn heim Death Stranding þar sem sundrungur, dauði og sambandsleysi einkenndi sögu leiksins. Söguhetjan Sam Porter Bridges (leikinn af Norman Reedus), fékk það erfiða verkefni að endurtengja svæðið sem áður voru Bandaríkin. Heimurinn var í rúst eftir atburði fyrsta Death Stranding sem olli gríðarlegri eyðileggingu og dauðsföllum á heimsvísu. Þegar leið á leikinn og það langa ferðalag sem Sam tókst á við, þá lærðum við meira um baksöguna og hvað olli þessari eyðileggingu í heiminum og skapaði þessi hryllilegu BT (beached things) skrímsli…

Lesa meira

Ubisoft er búið að gefa út seinni niðurhals pakkann fyrir Star Wars: Outlaws á PC, PS5, og Xbox. A Pirate’s Fortune er nýtt ævintýri með sjóræningjum og fjársjóði þar sem hetja leiksins Kay Vess og Nixx, þurfa að vinna saman með Hondo Ohnaka gegn Stinger Tash og gengi hennar Rokana Raiders, til að komast inn í Khepi musterið og leysa leyndardóma þess og auðvitað finna fjársjóðinn sem er falinn þar. Hondo ætti að vera Star Wars aðdáendum vel kunnugur ef þeir hafa horft á Star Wars: Clone Wars eða Star Wars: Rebels teiknimyndaþættina. Ef þið hafið ekki horft á þá,…

Lesa meira

Eftir endalaus orðróma síðustu mánuði og vikur þá reyndust þeir auðvitað réttir og Bethesda Game Studios og Microsoft kynntu og gáfu út The Elder Scrolls IV: Oblivion – Remastered fyrir PC, PlayStation 5 og Xbox Series vélarnar þann 22. Apríl síðastliðin. Leikurinn er hluti af Game Pass þjónustu Microsoft á PC og Xbox Series, svo ef þið eruð með áskrift þá er bara málið að sækja leikinn. Orðrómarnir voru á þann veg að þessi nýja útgáfa leiksins yrði kynnt og gefin út samdægurs, en fólk var ekki endilega visst að það myndi reynast rétt. Þetta „shadow dropp“ reyndist þó rétt…

Lesa meira