Hressó mun sýna League Championship Series (LCS) í beinni frá klukkan 18:00 í kvöld! Riot Games, leikjafyrirtækið á bak við fjölspilunarleikinn League of Legends, býður upp á þessa sýningu að tilefni þess að yfir 1% af íslensku þjóðinni er skráð á íslenska League of Legends Facebook hópinn. Nokkrir starfsmenn Riot Games verða einnig á staðnum og tilbúnir í LCS spjall. Kristoffer Touborg hjá Riot Games (starfaði áður hjá CCP) sendi þessi skilaboð á Íslenska LoL samfélagið: Í kjölfarið viljum við minna á Leikjastraum Nörd Norðursins og hvetjum alla íslenska LoL spilara og aðra spilara á Íslandi sem eru að streyma að skrá sig! -BÞJ
Author: Nörd Norðursins
Bandaríska leikjafyrirtækið Pillow Castle Games vinnur að gerð nýs þrautaleiks þar sem spilarinn notar mismunandi sjónarhorn til að leysa þrautir. Hugmyndin er merkilega áhugaverð eins og þetta nýja kynningarmyndband frá Pillow Castle Games sýnir.
Krissi, Óli og Dóri með stafrænt röfl um viskí og tölvuleik. Smelltu hér til að sækja þáttinn í MP3 formi RSS feed >> Sjá lista yfir eldri OGP þætti
Föstudaginn 10. janúar, kl. 16, opnar myndasögusýning á verkum Sirrýar og Smára. Sirrý og Smári eru allt í senn teiknarar, höfundar og hönnuðir. Þau hafa sent frá sér tvær bækur, myndskreyttu barnabókina Askur og prinsessan (2010) og myndasöguna Vampíra (2012). Fyrir utan þessar prentuðu bækur halda Sirrý og Smári úti vefmyndasögunni Mía og Mjálmar og hafa birt reglulegar myndasögustrípur á Facebook síðu sinni: www.facebook.com/sirryandsmari. Á heimasíðu þeirra má nú finna spánnýjan tölvuleik, Lori & Jitters. Á sýningunni, sem staðsett er (aðallega) á annarri hæð, í myndasögudeild aðalsafns Borgarbókasafns, Tryggvagötu 15, má finna dæmi úr flestum þessara verka. Um Vampíru segir…
Það var nístingskuldi og rok við höfnina þegar ég gekk inn á hótel Marina til að mæla mér mót við Ólaf de Fleur leikstjóra Borgríkis II. Hann hefur nýlega lokið tökum á framhaldi Borgríkis sem var gríðarlega vinsæl og vel sótt af kvikmyndahúsagestum. Myndin er núna í endurgerðarferli í Hollywood og verður gaman að sjá hvernig útkoman verður. Ég settist niður með Óla og ræddi við hann um kvikmyndagerð og framhald Borgríkis. Ég byrjaði á því að spyrja Óla hvenær áhugi hans á kvikmyndagerð kviknaði enda klassísk fyrsta spurning til kvikmyndagerðarmanna. „Ég ólst upp í Búðardal og þegar ég var…
Vinir Wikipediu ætla að halda vikuleg Wikipediakvöld á 3. hæð Þjóðarbókhlöðunnar. Fyrsta Wikipediakvöldið verður fimmtudaginn 9. janúar milli kl. 20:00 til 22:00. Vanir Wikipedianotendur verða á staðnum og þar af leiðandi kjörið tækifæri fyrir aðra til að kynnast og taka þátt í uppbyggingu á Wikipedia! Á Facebook viðburði kvöldsins kemur þetta fram: Langar þig að taka þátt í að búa til stærsta ókeypis þekkingargrunn í heimi? . Komdu þá í tölvuverið á 3. hæð í Þjóðarbókhlöðunni. Þar verða vanir Wikipedianotendur sem veita leiðbeiningar um hvernig hægt er að vinna í Wikipediu. . Þú þarft ekki að skrifa texta frá grunni.…
Valve afhjúpaði 13 gerðir af Steam Machines á CES 2014 í dag. Fyrir utan Alienware tölvuna sem er sýnd hér fyrir ofan, þá voru birtar upplýsingar um hinar tölvurnar tólf. Hvernig líst ykkur á úrvalið? Er Steam Machine framtíðin? Heimild: Kotaku Höfundur er Bjarki Þór Jónsson, ritstjóri Nörd Norðursins.
Frekar takmarkað magn af spennandi leikjatitlum líta dagsins ljós í janúar mánuði, en hér er brot af því besta. Don’t Starve 7. janúar – PS4 (nú þegar fáanlegur á PC) Secrets of Rætikon 7. janúar – PC (early access) Metal Gear Rising: Revengeance 9. janúar – PC (nú þegar fáanlegur á PS3 og Xbox 360) The Banner Saga: Chapter 1 14. janúar – PC, OS X, Linux, iOS, PSN og XBLA Assassin’s Creed Liberation HD 14.-15. janúar – PC, PSN og XBLA (endurbætt útgáfa) Might & Magic X: Legacy 23. janúar – PC …
Það er ekki á hverjum degi sem kvikmyndasalur fyllist þegar sýna á rússneska kvikmynd frá 1979. Mynd sem er tveir og hálfur tími að lengd. Það gerðist þó í gærkvöldi þegar Stalker eftir Andrei Tarkovsky var sýnd í sal 1 í Bíó Paradís. Mætingin kom undirrituðum á óvart því verk rússneska leikstjórans eru ekki allra. Til að mynda hafa nokkrir gagnrýnendur bent á að Solaris eftir Tarkovsky sé mesta áskorun sem kvikmyndaáhorfandi geti staðið frammi fyrir. En haldi hann hana út verða launin margföld. Sögusvið Stalker er óræður heimur, dystópía, og söguþráðurinn er í stuttu máli einfaldur. Myndin fjallar um…