Daníel Rósinkrans, Sveinn Aðalsteinn, Bjarki Þór og Unnur Sól fara yfir það helsta úr heimi tölvuleikja í fimmtugasta þætti Leikjavarpsins! Í þættinum er kafað í The Legend of Zelda: Echoes of Wisdom og skipst á skoðunum – athugið að umræðan er laus við alla spilla! Unnur Sól gagnrýndi leikinn og gaf leiknum fjórar og hálfa stjörnu af fimm mögulegum, hægt er að lesa leikjarýnina í heild sinni hér á Nörd Norðursins. Einnig er farið yfir valin atriði úr Xbox Partner Preview þar sem Xbox og þeirra samstarfsaðilar kynna væntanlega leiki á Xbox leikjatölvurnar – þar má m.a. nefna Subnautica 2.
Author: Nörd Norðursins
Bjarki Þór, Sveinn Aðalsteinn og Daníel nokkur Rósinkrans spjalla um það helsta úr heimi tölvuleikjanna. Daníel gagnrýnir The Plucky Squire þar sem söguhetja leiksins flakkar á milli þess að vera hetja í ævintýrabók og að berjast við blákaldann raunveruleikann. Strákarnir fara einnig yfir það helsta frá seinastu State of Play kynningu þar sem Sony kynnti það helsta sem er framundan fyrir PlayStation leikjatölvurnar. Mynd: The Plucky Squire og State of Play
Útgefandi: Archona GamesFjöldi leikmana: 1-5 Gangur spilsins 🎲 Þið eruð héraðslæknar í fortíðinni sem þurfa að ferðast um sveitir lands sem liggur í pest. Þetta er vinnumannaspil þar sem þið veljið um að lækna fólk, rannsaka/kaupa búnað, ferðast milli þorpa, byggja upp þorpin og fleira. Plágan getur orðið erfið viðureignar þar sem spilið sendir á þig mismikið af sjúklingum og ef þú hefur ekki pláss í sóttvarnarhúsinu þínu þarftu að senda þá beint í líkhúsið ☠️ Það sem okkur líkaði 😍 ⦿ Þemað og útlitið er auðvitað æðislegt, myrkur og dauði sem getur alveg verið kósý að leika sér að.…
Kvikmyndahátíðin RIFF hófst í gær og stendur yfir til og með 6. október. Í ár verða sýndar 328 kvikmyndir, þar á meðal 82 kvikmyndir í fullri lengd og 246 stuttmyndir. Sem fyrr heldur RIFF áfram að leggja áherslu á bæði upprennandi og þaulreynt kvikmyndagerðafólk, og gætir kynjajafnræðis, en meira en helmingur kvikmyndagerðafólks (50.80%) eru kvenkyns. Kvikmyndirnar sem verða í sýningu í ár sýna jafnframt fram á mikla alþjóðlega breidd, en þær koma alls frá 65 löndum úr öllum heimsálfum, og veita því innsýn inn í óragrúa af ólíkum menningarlegum frásögnum. Áhugi og þátttaka á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík, RIFF, hefur…
Nörd Norðursins og Dr. Spil eru farin í samstarf í tengslum við umfjöllun á spilum af öllum stærðum og gerðum. Dr. Spil hefur undanfarna mánuði boðið upp á skemmtilegar og hnitmiðaðar umfjallanir á spilum á Instagram-síðu sinni. Þær Auður Magndís og Íris Ellenberger standa á bakvið Dr. Spil þar sem þær deila sínum fyrstu hughrifum á þeim spilum sem þær prófa. Þar með hefur verið dustað rykið af spilahorni Nörd Norðursins sem hefur legið í dvala í um fjögur til sex ár! Umfjallanir Dr. Spil birtast fyrst á Instagram-síðu Dr. Spil og verða valdar umfjallanir endurbirtar hér á heimasíðu Nörd…
Leikjavarpið snýr aftur eftir hlé! Daníel Rósinskrans, Sveinn Aðalsteinn og Bjarki Þór fjalla um PlayStation 5 Pro sem er væntanleg í verslanir næstkomandi nóvember. Við hverju má búast og hvernig er Pro útgáfan öflugri en hefðbundna PlayStation 5? Tríóið ræðir einnig um einn af betri leikjum ársins, Astro Bot, sem er fyrsti leikurinn fær fimm stjörnur af fimm mögulegum hjá okkur nördunum. Myndir: PlayStation 5 Pro og Astro Bot
Þessi færsla var upphaflega birt á Instagram-síðu Dr. Spil Útgefandi: Gamia GamesFjöldi leikmana: 1-4 Gangur spilsins 🎲 Eldur er stutt samvinnuspil þar sem spilarar vinna saman að því að rýma eldfjallaeyju áður en eldfjallið leggur tortímir öllu sem fyrir verður. Saman stjórnum við þremur leikmönnum sem valsa um borðið í leit að fólki, fé og matvælum og einu skipi sem ferjar alla til nýrra heimkynna. Það gerum við með því að safna samstæðum nema tveir spilarar þurfa að eiga sitt hvort spilið í samstæðunni. Þetta er frekar einfalt þegar tvö spila en þegar við erum orðin þrjú eða fleiri vandast…
Sveinn, Daníel og Bjarki fara yfir helstu leikina sem kynntir voru á PlayStation Showcase 2023 sýningunni. Undanfarna daga hafa strákarnir svo verið að spila The Legend of Zelda: Tears of the Kingdom og í síðari hluta þáttar segja þeir frá sínum fyrstu hughrifum á leiknum (umræður án söguspilla). Mynd: Skjáskot úr PlayStation Showcase 2023
Ofurdúóið Daníel Rósinkrans og Sveinn Aðalsteinn tækla allt það helsta úr heimi tölvuleikja! Þar á meðal Xbox Developer_Direct, Hi-Fi Rush, FM 2023 fyrir PS5, DualSense Edge, Live Service leikina og síðast en ekki síst Forspoken. Athugið. Þátturinn var tekinn upp snemma í febrúar en upptakan fór á flakk og týndist. Upptakan fannst loks síðar. Afleiðingar fylgdu í kjölfarið. Tæknimaður okkar var rekinn, ráðinn aftur, faðmaður og honum fyrirgefið. Mynd: Midjourney, Forspoken og DualSense Edge
Í þættinum er ofurkrúttlegi kisuleikurinn Stray tekinn fyrir en leikurinn hefur náð að heilla marga spilara upp úr skónum og hefur auk þess verið nokkuð áberandi á netinu og samfélagsmiðlum. Fyrst þarf þó að klæða sig í gulu gúmmíhanskana þar sem háþrýstiþvottur í PowerWash Simulator verður tekinn fyrir og enginn skítur skilinn eftir! Farið er yfir reynslusögur af því að steyma leikjum beint í gegnum PlayStation-leikjatölvuna og rætt um fréttir sem tengjast PlayStation 5, PSVR2 og Quest 2. Í lok þáttar er fjallað um bílaleikinn Hot Wheels Unleashed sem býður spilurum meðal annars upp á það að búa til sínar…