Author: Nörd Norðursins

Birt af ritstjórn

Leikjavarpið hefur göngu sína aftur eftir jólafrí. Í þessum fyrsta þætti ársins fara þeir Daníel Rósinkrans, Bjarki Þór, Sveinn Aðalsteinn og Steinar Logi yfir þá leiki sem stóðu upp úr á árinu. Þar má nefna leiki á borð við Astro Bot, Balatro, Like a Dragon: Infinite Wealth og Silent Hill II. Leikjalistann í heild sinni má finna hér en hann samanstendur af 22 leikjum. CES tæknisýningunni í Bandaríkjunum lauk fyrir nokkrum dögum en þar fóru af stað orðrómar um útgáfu Switch 2. Rætt er um þessa orðróma í þættinum og við hverju má búast frá Nintendo. Mynd: Samsett mynd (Astro…

Lesa meira

Tölvuleikjasérfræðingar Nörd Norðursins fóru saman yfir tölvuleikjaárið 2024 til að ræða þá leiki sem stóðu upp úr og hvaða leikur verðskuldar titilinn besti leikur ársins 2024 að mati Nörd Norðursins. Titilinn hlýtur sá leikur sem þykir hafa skarað fram úr á árinu sem er nýliðið. Yfir tuttugu tölvuleikjatitlar komu til greina að mati dómnefndar en einhugur ríkti meðal hópsins um leik ársins og var valið frekar augljóst þegar upp var staðið. Astro Bot leikur ársins 2024 Leikur ársins 2024 að mati Nörd Norðursins er platform-leikurinn Astro Bot eftir Team Asobi. Leikur ársins 2024 að mati Nörd Norðursins er platform-leikurinn Astro…

Lesa meira

Nú þegar árið 2024 er nýliðið er gaman að horfa um öxl og fara yfir það efni sem náði mestum vinsældum meðal okkar lesenda, hlustenda, áhorfenda og fylgjenda. Árið 2024 bauð upp á margt og mikið sem er gaman að rifja upp. Til að mynda voru fjölmargir vandaðir tölvuleikir gefnir út á árinu, hlaðvarpsþátturinn Leikjavarpið hóf aftur göngu sína eftir hlé og nýr penni, Unnur Sól, bættist við nördahópinn. Leikjarýni ársins: Hellblade II Það sem gerir leikinn einstakan er sögusvið leiksins sem er Ísland á landnámsöld, auk þess fara íslenskir leikarar með stór hlutverk í leiknum. Mest lesna leikjarýnin á…

Lesa meira

Nörd Norðursins efnir til kosninga meðal lesenda um val á tölvuleik ársins 2024. Til að taka þátt þarf að opna þessa færslu á Facebook-síðu Nörd Norðursins og kommenta titilinn á þeim tölvuleik sem þú vilt tilenefna sem tölvuleik ársins. Þrír heppnir þátttakenndur fá ókeypis eintak af tölvuleikanum Landnáma á Steam. Dregið verður út vinningshafa föstudaginn 27. desember. Mynd: Samsett (Final Fantasy VII Rebirth, Balatro, Astro Bot, Silent Hill II, Black Myth: Wu Kong, The Legend of Zelda: Echoes of Wisdom).

Lesa meira

Sveinn Aðalsteinn, Daníel Rósinkrans og Bjarki Þór fara yfir allt það helsta úr heimi tölvuleikja í 54. þætti Leikjavarpsins. Rætt er um hápunkta frá The Game Awards 2024 þar sem farið er yfir hvaða leikir unnu í stóru verðlaunaflokkunum og síðast en ekki síst hvaða nýju leikir voru kynntir á verðlaunahátíðinni, þar má meðal annars nefna nýjan The Witcher leik! Sveinn rýnir í Indiana Jones and the Great Circle sem er nýr Indiana Jones hasar- og ævintýraleikur þar sem þú spilar sem Indiana Jones í fyrstu persónu, hvernig ætli það sé að virka? Bjarki segir frá Balatro, indíleiknum sem hefur…

Lesa meira

Daníel, Sveinn og Bjarki ræða það heitasta úr heimi tölvuleikja í þessum þætti Leikjavarpsins. Við förum yfir þá leiki sem tilnefndir eru til verðlauna á The Game Awards 2024, þar má nefna leiki á borð við Astro Bot, Hellblade II og Final Fantasy VII: Rebirth. Sveinn segir okkur frá því hvernig PlayStation Portal virkar eftir nýja uppfærslu sem opnar fyrir þann möguleika að streyma tölvuleikjum beint í gegnum skýið í stað PlayStation 5. Við ræðum einnig um leikina Flight Simulator 2024 þar sem hægt er að ganga um Skólavörðustíginn, S.T.A.L.K.E.R. 2 frá úkraínska leikjafyrirtækinu GSC Game World og kósí-leikinn Petit…

Lesa meira

Bjarki Þór, Daníel Rósinkrans og Sveinn Aðalsteinn ræða allt það helsta úr heimi tölvuleikja. Stutt er síðan að PlayStation 5 Pro leikjatölvan kom á markað og í þættinum er ítarleg umfjöllun á tölvunni. Við þökkum Sony og Senu fyrir aðgang að tölvunni til rýnis. Nördarnir segja sínar skoðanir á tölvunni eftir prófanir og fara yfir helstu kosti og galla. Strákarnir ræða einnig nýja auglýsingu frá Xbox þar sem lögð er áhersla á að Xbox er ekki bara Xbox, heldur getur Xbox verið nánast hvaða tæki sem er. Að lokum er minnst á uppfærða útgáfu af Half-Life 2 og væntanlega leiki.…

Lesa meira

Farið er um víðan völl í 51. þætti Leikjavarpsins. Sveinn Aðalsteinn, Daníel Rósinkrans og Bjarki Þór spjalla um nokkra nýlega leiki. Þar á meðal Call of Duty: Black Ops 6 og Dragon Age: The Veilguard. Einnig er snert á Horizon Zero Dawn Remastered, tölvuleiknum Landnámu þar sem þú spilar sem landnámsmaður á Íslandi. Í lokin er minnst á tvær nýlegar heimildarmyndir sem vekja áhuga og tengjast tölvuleikjum. Og gjafaleikum! Ekki gleyma gjafaleiknum! Mynd: Black Ops 6 og Dragon Age: The Veilguard

Lesa meira

Útgefandi: Schmidt SpieleFjöldi leikmana: 2 Gangur spilsins 🎲 Við spilum sem skottulæknar sem keppumst við að brugga seyði til að selja á markaðnum. Spilið er að mörgu leyti líkt upprunaútgáfunni. Við drögum litla bita úr poka til að leggja í flöskuna okkar og reynum að fá stig og annan ávinning (með því að draga litaða bita) áður en flaskan springur (ef við drögum of marga hvíta bita). En það eru mikilvægar breytingar sem gera spilið aðeins ferskara og nýstárlegra fyrir þau sem þekkja hitt vel. Við erum t.d. ekki bara að brugga seyði heldur einnig að laða viðskiptavini að söluborðinu…

Lesa meira

Stefnt er að því að gefa út nýjan þátt að lágmarki á tveggja vikna fresti þar sem við nördarnir förum yfir það helsta úr heimi tölvuleikja hverju sinni. Leikjavarpið er vaknað aftur til lífsins! Hlaðvarsþáttur Nörd Norðursins á rætur að rekja aftur til ársins 2017 þegar fyrsti þátturinn var gefinn út. Þættirnar hafa legið í dvala undanfarna mánuði en voru endurræstir í seinasta mánuði með útgáfu þáttar númer 48. Stefnt er að því að gefa út nýjan þátt að lágmarki á tveggja vikna fresti þar sem við nördarnir förum yfir það helsta úr heimi tölvuleikja hverju sinni. Nýjasti þátturinn af…

Lesa meira