Author: Kjartan Rúnarsson

Solo: a Star Wars Story er skemmtileg en smá misheppnuð frásögn af einni elskuðustu kvikmyndapersónu allra tíma. Flest okkar þekkja Star Wars kvikmyndaseríuna og mörg okkar voru jafnvel bitin af kvikmyndabakteríunni við áhorf á Star Wars kvikmynd. Það á við um undirritaðan. Star Wars á sinn stað í hjarta mínu og margar af mínum fyrirmyndum koma úr þessari margumtöluðu og vinsælu kvikmyndaseríu. Han Solo, ein af aðalsöguhetjum Star Wars sögunnar, er ein slík fyrirmynd. Saga Han Solo kennir manni að hafa trú á sjálfum sér, því ef maður gerir það ekki sjálfur, þá gerir það enginn annar. Han Solo er…

Lesa meira