Author: Ingunn Jóna Þórhallsdóttir

7 Wonders gerist á tímum forngrikkja. Hver leikmaður ræður yfir einni af sjö stórborgum Grikkja til forna og tilgangur leiksins er að sanka að sér auðlindum, byggingum, her o.fl. Spilið gerist á þrem öldum og á hverri öld fær hver leikmaður 7 spila bunka á hendi. Hann velur sér svo eitt spil og lætur bunkann ganga til næsta manns. Allir leikmenn byggja svo spilið sitt og borga fyrir það með auðlindum eða peningum eftir því sem við á. Bunkarnir ganga svo hringinn þar til allir hafa lagt niður 6 spil á hverri öld. Spilabunkarnir ganga svo mismunandi hring eftir því…

Lesa meira

Það er fátt sem fullkomnar bústaðaferðina, útileguna eða partýið í sumar betur en gott borðspil. Það getur samt verið vandasamt að finna rétta spilið til að taka með sér. Mörg borðspil koma í mjög stórum kössum, hafa mikið af smáhlutum, krefjast þess að hafa stórt og gott borð eða þess vegna allt ofantalið. Hér ætla ég að taka saman nokkur spil sem eru ekki of stór í umfangi, auðveld, skemmtileg og skapa góða stemningu, hvort sem um fjölskylduferð eða partýferð er að ræða. CARDS AGAINST HUMANITY Þetta spil er alls ekki fyrir viðkvæmar sálir. Það inniheldur mikið af ljótu orðbragði…

Lesa meira

Í Splendor bregða leikmenn sér í hlutverk gimsteinakaupmanna á endurreisnartímanum. Sem kaupmenn þá fjárfesta leikmenn í gimsteinanámum, senda skip til nýja heimsins og fá til liðs við sig fræga handverksmenn svo eitthvað sé nefnt. Leikmenn byggja upp viðskiptaveldi og fá heimsóknir frá hinum ýmsu göfugmennum sem gefa af sér auðlindir sínar og verðlauna leikmenn fyrir að skara fram. Splendor gengur út á að leikmenn safni gimsteinum (spilapeningum) til að geta keypt sér námur og fleira (spil) til að byggja upp viðskiptaveldin sín. Yngsti spilari byrjar alltaf fyrsta leik. Þegar leikmaður á leik hefur hann um þrennt að velja. Splendor gengur…

Lesa meira