Author: Erla Erludóttir

Í þessum ofurkrúttlega leik býr spilarinn til sinn eigin karakter í anda Hello Kitty og vina hennar áður en hann gerir sig líklegan til að hoppa úr flugvél og lenda á Vináttueyju (e. Friendship Island). Því miður lenda ekki allir vinirnir á sama stað og hefst því leit að þeim sem lentu annars staðar. Vináttueyju er skipt í nokkur svæði og byrjar spilarinn á Strandabænum (e. Seaside resort) og opnast fyrir hin svæðin eftir því sem spilarinn gerir fleiri verkefni og vingast við þá karaktera sem hann hefur aðgang að. Nauðsynlegt er að gefa karakterunum gjafir til þess að vinskapurinn…

Lesa meira

Sólhvörf er sjálfstætt framhald skáldsögunnar Víghólar eftir Emil Hjörvar Petersen og samkvæmt heimasíðu hans er von á þriðju sögunni um mæðgurnar Brá og Bergrúnu. Einnig hefur hann gefið út ljóðabækur og þríleikinn Saga eftirlifenda. Aðalsöguhetjur sögunnar eru mæðgurnar Bergrún og Brá. Bergrún er huldumiðill og er ráðin til starfa hjá lögreglunni og aðstoðar við að komast til botns í barnshvarfi, þar sem yfirnáttúrulega öfl virðast vera að verki. Mæðgurnar ásamt fríðu föruneyti fara yfir í Hulduheim í leit að börnunum. Skemmtilegur heimur að skyggnast í og er hann ríkur af persónum úr þekktum þjóðsögum sem flest okkar ættu að kannast…

Lesa meira

Ævar Þór Benediktsson, eða Ævar vísindamaður eins og hann er betur þekktur, hélt úti lestrarátaki frá janúar fram í mars 2016 og skrifaði bókina Vélmennaárásin samhliða því. Allir þeir krakkar sem tóku þátt fylltu út sérstakann miða og ef þau lásu þrjár bækur skiluðu þau miðunum inn og dróg Ævar svo nöfn nokkurra krakka út í lok átaksins sem fengu að gerast persónur í bókinni, sem er mjög góð hvatning til þess að fá krakka til að lesa. 8 ára dóttir mín er mikill aðdáandi Ævars og horfir á vísindaþættina með miklum áhuga og núna bíður hún spennt eftir næsta…

Lesa meira