Allt annað

Birt þann 22. ágúst, 2012 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Nörd Norðursins óskar eftir snillingum!

Nörd Norðursins óskar eftir föstum pennum til að skrifa um tölvuleiki, kvikmyndir, bækur, borðspil, vísindi, viðburði og fleira. Æskilegt er að umsækjendur séu 18 ára eða eldri og hafa brennandi áhuga og þekkingu á sínu sviði. Við sýnum íslensku efni ávalt sérstakan áhuga. Umsækjendur verða að hafa góð tök á íslenskri tungu, en við gerum engar kröfur um menntun eða reynslu. Laun eru eftir kjarasamningum Super Mario World, eða einn pixlaður gullpeningur per grein.

Skrifað af nördum fyrir nörda.

Við óskum ávallt eftir innsendu efni frá lesendum, en auk þess vonumst við til að finna fasta penna í eftirfarandi sviðum.

 

Tölvuleikjasnillingur

Í hverjum mánuði birtum við umfjöllun og gagnrýni á tölvuleikjum. Í flestum tilfellum er um nýja eða nýlega leiki að ræða og þar af leiðandi nauðsynlegt að viðkomandi hafi tök á því að spila leikinn og skrifa um hann. Æskilegt er að umsækjandi eigi, eða hafi aðgang að, einhverjum af helstu leikjatölvunum í dag; PlayStation 3, Xbox 360 og/eða Wii (ekki nauðsynlegt að eiga þær allar).
Viðkomandi þarf að hafa brennandi áhuga á tölvuleikjum og góða íslensku kunnáttu.
Umsóknir og óskir um nánari upplýsingar sendist á nordnordursins(at)gmail.com.


Bókasnillingur

Við óskum eftir bókaormi til að fjalla um bækur og teiknimyndasögur frá ýmsum tímum og frá ýmsum sjónarhornum í hverjum mánuði. Sérstök áhersla er lögð á fantasíur, hrollvekjur, vísindaskáldskap og ævintýri.
Viðkomandi þarf að hafa brennandi áhuga á bókum og teiknimyndasögum og góða íslensku kunnáttu.
Umsóknir og óskir um nánari upplýsingar sendist á nordnordursins(at)gmail.com.


Kvikmyndasnillingur

Við óskum eftir kvikmyndasnillingi til að gagnrýna nýtt og gamalt myndefni. Viðkomandi myndi tækla kvikmyndir og sjónvarpsefni frá ýmsum tímum og frá ýmsum sjónarhornum í hverjum mánuði. Sérstök áhersla er lögð á fantasíur, hrollvekjur, vísindaskáldskap, ævintýri og heimildarmyndir.
Viðkomandi þarf að hafa brennandi áhuga á kvikmyndum og góða íslensku kunnáttu.
Umsóknir og óskir um nánari upplýsingar sendist á nordnordursins(at)gmail.com.


Spilasnillingur

Við höfum áhuga á því að birta umfjöllun og dóm á (borð)spilum – allt frá einföldum ferðaspilum yfir í stærri og flóknari spil. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi aðgang að spilum til að spila og fjalla um.
Viðkomandi þarf að hafa brennandi áhuga á spilum og góða íslensku kunnáttu.
Umsóknir og óskir um nánari upplýsingar sendist á nordnordursins(at)gmail.com.


Tæknisnillingur

Við óskum eftir tæknigúrúi sem er tilbúin/n að kynna lesendum fyrir ýmis konar tækni í hverjum eða öðru hverjum mánuði. Viðkomandi fengi nokkuð frjálsar hendur til að fjalla um nánast hvað sem er – síma, stýrikerfi, tölvur, netið, samfélagsmiðla, tækniþróun, uppfinningar og fleira.
Viðkomandi þarf að hafa brennandi áhuga á tækni og góða íslensku kunnáttu.
Umsóknir og óskir um nánari upplýsingar sendist á nordnordursins(at)gmail.com.


Snillingur á öðrum sviðum

Viðkomandi myndi í hverjum mánuði fjalla um aðra þætti, t.d. viðburði, viðtöl, fréttir, greinar og fleira. Ef viðburður á sér stað á Íslandi er æskilegt að viðkomandi geti sótt viðburðina til að ná andrúmsloftinu og jafnvel til að taka ljósmyndir eða taka upp myndbönd.
Viðkomandi þarf að hafa góða íslensku kunnáttu.
Umsóknir og óskir um nánari upplýsingar sendist á nordnordursins(at)gmail.com.

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑