Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Íslenskt»Venslakerfið Rel8
    Íslenskt

    Venslakerfið Rel8

    Höf. Nörd Norðursins17. ágúst 2011Uppfært:8. nóvember 2012Engar athugasemdir4 mín. lestur
    Facebook LinkedIn Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk Bluesky Reddit

    eftir Bjarka Þór Jónsson

    Rel8 (e. relate) er kerfi, hannað af IT Ráðgjöf ehf sem sýnir vensluð gögn á myndrænan hátt. Kerfið er notað til þess að tengja saman opinber gögn úr Fyrirtækjaskrá, Þjóðskrá og fleiri opinberum skrám. Rel8 byggir á grafískum myndum þar sem notandinn getur vafrað um tengsl með því að velja atriði úr myndunum og fengið upp ný venslarit.


    HÖFUNDUR REL8

    Jón J. Bjarnason, höfundur Rel8 þekkir heim gervigreindar mjög vel, en gervigreind (e. artificial intelligence) er „grein tölvuvísinda sem miðar að því m.a. að fá tölvu til að læra af reynslu, rökleiða og draga ályktanir” (Snara vefbókasafn, Íslensk orðabók). Jón hefur verið meðal annars verið að skoða misferli og glæpastarfsemi í kortaviðskiptum. Hann smíðaði gervitauganetið Artemis fyrir misferlisgreinungu sem var m.a. notað á milliríkjaviðskipti með kredikort MasterCard í Evrópu, misferli MasterCard korta á Ítalíu og Bretlandi og kortaviðskipti í Tyrklandi. Jón hefur einnig gert hermi til mælinga á gæðum tauganeta (ASIM)‏, veitt tæknilega ráðgjöf, stýrt rannsóknum hjá MasterCard, staðið fyrir könnun á notkun gervitauganeta við stofnstærðarmælingar (approximating fish stock using artificial neural networks) og verið kjörinn matsmaður ýmissa vísindagreina svo eitthvað sé nefnt.

     

    UPPHAF REL8

    Jón segir að hugmyndin að Rel8 hafi kviknað árið 2006 vegna vandamála hjá lögreglunni við að tengja saman kenntatölur. Það þótti nánast ómögulegt að vinna úr gögnunum sem voru í boði nema með að vinna sig í gegnum tímafrekar flækjur. Í kjölfarið hóf Jón að smíða Rel8 kerfið.Árið 2007 fékkst leyfi til að nota gögn frá Ríkisskattstjóra í kerfið og árið síðar var kerfið þróað áfram sem rannsókna- og áhættumatskerfi. Kerfið var síðar kynnt dómsmálaráðherra, efnahagsbrotadeild og samkeppnisstofnun.Þar sem kerfið birtir að einhverjum hluta persónulegar upplýsingar var kerfið tilkynnt til persónuverndar 2009 og kynnt Fjármálaeftirlitinu og skattrannsóknarstjóra. Í lok ársins 2009 var kerfið opnað fyrir áskrifendur og er hægt að kaupa aðgang að nokkrum mismunandi áskriftarleiðum sem gefa notendum og fyrirtækjum kost á að velja sér leið sem hentar best.Um þetta leiti fóru fjölmiðlar að sýna kerfinu áhuga, enda um fátt annað rætt en tengsl manna í íslensku viðskiptalífi og orsakir þess að bankar og fyrirtæki hrundu.

     

    TILGANGUR REL8

    Tilgangurinn með Rel8 er að sýna viðskiptavensl á auðskiljanlegan og myndrænan hátt. Kerfið sýnir einnig söguleg gögn (gjaldþrot, samruna, brottfellingar, breytingar, eldri vensl, látna einstaklinga o.s.frv.) og hafa öll fyrirtæki sem hafa verið stofnuð á Íslandi frá upphafi verið skráð í kerfið.Kerfið sýnir auk þess nafnabreytingar, og getur notandinn tengt gögnin við önnur gögn og bætt við nýjum venslum eftir því sem við á.

    Tilgangurinn með Rel8 er að sýna viðskiptavensl á auðskiljanlegan og myndrænan hátt.

    Gögnin nýtast við áhættumat, áhættugreiningu, skipulag, innheimtu, rannsóknir, meta vanhæfni, hagsmunatengsl, hagsmunaárekstra og um leið eykur það traust og gagnsæi í viðskiptalífinu.
    Nýjar upplýsingar eru stöðugt að berast og er hafin vinna við að bæta upplýsingum um stéttarfélög, lífeyrissjóði, embættismenn, stjórnir opinberra fyrirtækja og stofnana, kvótaupplýsingar ásamt upplýsingum um kjörna fulltrúa.

     

    HVAÐ GERIR REL8?

    Rel8 byggir venslamyndir út frá gögnum í sérstökum gagnagrunni sem auðvelt er að tengja öðrum gögnum, notuð til þess að byggja venslamyndir. Vensl eru ekki bundin við fyrirtæki, félög og einstaklinga og er hægt að skilgreina hvaða hluti sem er í kerfinu sem geta myndað vensl, t.d. tengsl fyrirtækis við einstaklinga, tengsl einstaklings við fyrirtæki, tengsl fyrirtækja í gegnum einstakling, tengsl einstaklinga í gegnum fyrirtæki og með tengsla leit.Kerfið sýnir söguleg gögn á borð við brottfellingar, gjaldþrot, samruna fyrirtækja, látna einstaklinga og óvirk tengsl.

     

    Venslakerfið birtir myndir af einföldum og flóknum venslum og myndirnar
    þar af leiðandi mis stórar. Hér sjáum við stóra mynd sem sýnir flókin vensl.

     

    Lesendur sem hafa áhuga á frekari upplýsingum geta haft samband við Jón J. Bjarnason á jonb@it-cons.com eða í síma 897-9858.

    Bjarki Þór Jónsson it ráðgjöf jón jósef rel8 relate tegnsl tengslanet vensl venslakerfi
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaRetro: UFO: Enemy Unknown (1994)
    Næsta færsla E3 2011: Microsoft
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026

    Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu

    24. janúar 2026

    Geisladiskabúð Valda á tímamótum

    17. janúar 2026

    Lúpína syngur frumsamið lag í Echoes of the End – „Þetta var mjög skemmtilegt ferli“

    4. janúar 2026

    Ásbrú sögusvið í súrealískum hryllingsleik eftir íslenskan leikjahönnuð

    21. desember 2025

    Game Dev Demo Day – Leikjasýning nemenda HR þann 15. desember

    14. desember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins
    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026

    Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu

    24. janúar 2026

    Nýtt sýnishorn og útgáfurammi gefinn út fyrir Fable

    23. janúar 2026

    Leikjavarpið #65 – Væntanlegir leikir 2026

    20. janúar 2026

    Bestu tölvuleikir ársins 2025

    19. janúar 2026
    Leikjarýni
    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026
    8

    Þegar leikur biður þig um að hætta að reyna

    14. janúar 2026
    7.5

    Úr öskunni í eldinn

    2. janúar 2026
    7.8

    Lifðu af sem músarungi í Winter Burrow

    11. desember 2025
    5.5

    Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark

    6. desember 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur
    • Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu
    • Nýtt sýnishorn og útgáfurammi gefinn út fyrir Fable
    • Leikjavarpið #65 – Væntanlegir leikir 2026
    • Bestu tölvuleikir ársins 2025
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2026 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.