Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Allt annað»Aðsend grein: Skór og tölvuleikir
    Allt annað

    Aðsend grein: Skór og tölvuleikir

    Höf. Nörd Norðursins22. apríl 2012Uppfært:21. janúar 2013Ein athugasemd5 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Ég leyfi mér að fullyrða að allar stelpur spili tölvuleik á einn eða annan máta. Sumar láta sér Facebook leiki nægja meðan aðrar, eins og ég, kjósa að spila MMORPG og enn aðrar spila kapal eða hina svokölluðu dúkkulísuleiki.

    Mig langar samt að segja aðeins frá mínum tölvuleikjum. Eins og flestir sem þekkja mig vita þá er ég ekki bara skósjúk stelpa með áhuga á tísku, hönnun og að baka kökur. Ég er einnig mikill lestrarhestur og les fantasy, sci-fi meira heldur en nokkurn tíman rauðu seríurnar. Það var einmitt áhugi minn á ævintýrum og ævintýraheimum sem hrinti mér inn í heim tölvuleikjanna.

    Það eru tæp 10 ár síðan ég sá World of Warcraft í fyrsta sinn á skjánum hjá litla bróður mínum og ég heillaðist. Ég fékk að búa til minn eigin karakter og valdi álfastelpu sem gat breitt sér í  pardusdýr, björn, sæljón og blettatígur.

    Það eru tæp 10 ár síðan ég sá World of Warcraft í fyrsta sinn á skjánum hjá litla bróður mínum og ég heillaðist. Ég fékk að búa til minn eigin karakter og valdi álfastelpu sem gat breitt sér í  pardusdýr, björn, sæljón og blettatígur.

    Í fyrstu hljóp ég bara um og slóst við hluti og ég skildi ekki af hverju fólk var að tala við mig. Ég hafði heldur ekki hugmynd um hvað MMORPG var eða að þú gætir spilað leikinn með vinum þínum. Ég man meira að segja eftir einu skipti, þegar ég var komin á svo hátt stig að ég gat fengið mér risastóran kött sem þjónaði sama tilgang og hestur. Ótrúlega glöð þvældist ég um heimaborg álfanna í leit minni að stað til þess að kaupa föt á kisuna mína. Ég hafði oft séð spilara ríða um á hestum, köttum, geitum og járnstrútum sem allir voru í fötum og nú vildi ég eignast föt á kisuna mína.

    Ég gekk því um bæinn og leitaði heillengi þangað til ég áræddi að spyrja annan spilara hvar honum hefðu áskotnast þessi föt fyrir köttinn sinn. Allt í einu fer hann að hlægja af mér og kalla mig „noob“! Hann væri sko ekkert að klæða fararskjótinn sinn í föt, þetta væri „epic mount“ og þeir væru bara svona! Yfir þessu hló hann heillengi og ég skildi hvorki upp né niður í honum. Epic mount? Noob? hvað í ósköpunum er það?

    Jæja, ég sætti mig bara við að ríða um á fatalausum kettinum og hélt áfram að spila leikin á minn hátt með sem minnstu samskiptum við aðra spilara, keypti aðeins hluti af tölvugerðum körlum, enda vissi ég ekki neitt og hafði lítinn áhuga á því að kynna mér  hlutina, ég vildi bara spila tölvuleik. Fljótlega eignaðist ég kærasta sem hafði mikinn áhuga á tölvuleikjum enda stefndi hann á að verða tölvuleikjahönnuður. Hann keypti sér aðgang að WOW og fljótlega breyttist litli tölvuleikjaheimurinn minn, þessi sem að fólst í því að hlaupa um og drepa vondu kallana. Allt í einu varð þetta allt saman voðalega flókið. Fötin á karakterinn minn hættu að skipta máli útlitslega séð og ég fékk fyrir hjartað þegar ég sá hana í einhverju rusli sem passaði bara alls, alls ekki saman! Núna þurfti ég að pæla í hlutum á borð við gáfum, liðleika og styrk en það allt fylgdi ljótu fötunum. Ég tók mér alveg góða stund í að syrgja fötin sem voru einu sinni alltaf í stíl.


    World of Warcraft

    Ekki bara þurfti ég að hugsa út í fötin með öðrum hugsunarhætti heldur varð ég að gjöra svo vel og hugsa út í svokallað hæfileikatré! Ég varð að hugsa áður en ég ákvað að læra einhvern hæfileika. Hingað til hafði ég nú bara lært eitthvað, það sem hljómaði vel í fyrstu en nei núna skiptu hæfileikarnir miklu meira máli.

    Þetta var þó ekki allt. Sjokkið kom fyrst þegar ég ákvað, alveg óvart, að spila hlutverk hins svokallaða tanks en tank er sá sem fór þá fyrir 5-40 manna hópi og heldur öllum ljótu köllunum í skefjum, lætur þá lemja sig o.s.frv. og ef hann missir stjórnina þá deyr allur hópurinn.

    Þið getið rétt ímyndað ykkur hvernig stelpunni á bak við tölvuna leið þegar hún missti hópinn í fyrstu hundrað skiptin. Fljótlega gafst hún upp á því að reyna þetta og skipti yfir í að spila á móti öðrum spilurum og þar gekk henni vel.

    Síðan þetta var hafa liðið nokkur ár og núna gríp ég af og til í áskriftina mína. Núna á ég ekki bara þessa litlu álfaprinsessu sem getur breytt sér í dýr heldur á ég geimveru prest og aðra geimveru sem er svokallaður paladín. Ég þekki flest hugtökin og hef átt realm first, var sú fyrsta til að fá bláa drekann frá Malygos og guild-ið sem ég var í var fyrsta guildið á realm-inum til þess að fá Twilight Vanquisher titilinn og eitt af þeim 5 fyrstu á öllum Evrópu servernum.

    Núna veit ég að hverju ég er að leita þegar ég vel mér nýja tölvuleiki og ég kýs frekar að eyða tímanum í tölvuleik með manninum mínum heldur en að sitja og glápa á sjónvarpið langt fram eftir öllu.

    Núna veit ég að hverju ég er að leita þegar ég vel mér nýja tölvuleiki og ég kýs frekar að eyða tímanum í tölvuleik með manninum mínum heldur en að sitja og glápa á sjónvarpið langt fram eftir öllu. Enda getum við skemmt okkur konunglega á hlaupum um hina og þessa heima að drepa vondu kallana saman. Ég hef líka komist að því að útlitið á fótabúnaði hetjunnar sem ég spila skiptir ekki öllu máli, jafnvel þó svo ég myndi helst vilja hafa hana í háum hælum.

    Forsíðumynd: WoW Fanart eftir Angju.

    aðsend grein Heiðrún Finnsdóttir skór world of warcraft wow
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaI Kissed a Nerd [TÓNLISTARMYNDBAND]
    Næsta færsla Kvikmyndarýni: The Cabin in the Woods
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025

    Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað

    17. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.