Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Menning»Bækur og blöð»Verðkönnun: Eru rafbækur ódýrari kostur?
    Bækur og blöð

    Verðkönnun: Eru rafbækur ódýrari kostur?

    Höf. Nörd Norðursins16. apríl 2012Uppfært:20. janúar 20135 athugasemdir3 mín. lestur
    Facebook LinkedIn Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk Bluesky Reddit

    Í kjölfar þess að Skinna.is opnaði nýja íslenska rafbókabúð ákváðum við hjá Nörd Norðursins að gera verðkönnun á völdum verkum sem eru einnig fáanleg í bóka formi. Bókaverðið miðum við út frá skráðu verði þann 15. apríl 2012 á heimasíðu Eymundssonar annars vegar og Skinnu.is hins vegar.

     

    TITILL EYMUNDSSON SKINNA
    Gamlinginn sem skreið út… 2.699 (kilja) / 3.999 (innbundin) 2.790
    Svartur á leik 2.699 (kilja) 2.690
    Hungurleikarnir 1.999 (innbundin) / 2.299 (kilja) 2.200
    Einvígið 2.499 (innbundin) / 2.699 (kilja) 3.790
    Brakið 2.699 (innbundin/kilja) 3.790
    Falskur fugl 999 (kilja*) 1.890
    Hausaveiðararnir 2.699 (kilja) / 2.999 (innbundin) 2.490
    Myrkfælni – Smásögur 2.499 (kilja) 1.490
    Sjöundi himinn 2.690 (kilja) 3.590

    *Hjá útgefanda; JPV Útgáfa

    Það er augljóslega ekki hægt að treysta á að rafbækur séu ódýrari en prentaðar bækur þar sem þær eru í flestum tilfellum dýrasti kosturinn, þrátt fyrir að framleiðslukostnaður rafbóka sé mun ódýrari. Í flestum verðdæmunum er ódýrast að kaupa verkin í kilju þar sem verðmunurinn getur numið frá nokkrum krónum og upp í tæpar 1.100 kr.

    Það er augljóslega ekki hægt að treysta á að rafbækur séu ódýrari en prentaðar bækur þar sem þær eru í flestum tilfellum dýrasti kosturinn, þrátt fyrir að framleiðslukostnaður rafbóka sé mun ódýrari.

    Á þessum lista eru eingöngu íslensk eða íslenskuð verk skoðuð, en hægt er að nálgast flest erlend verk í vefverslunum á borð við Amazon. Á bresku Amazon síðunni kostar til að mynda Hungurleikarnir (The Hunger Games) £3.46, eða 702 krónur ef gengið er út frá núverandi gengi. Hausaveiðararnir (Headhunters) eru einnig töluvert ódýrari, en þar kostar hún £3.19, eða 647 kr. og hljóðar verðmunurinn milli íslenskuðu og ensku rafbókanna upp á 340%.

    En hvað með íslensk verk sem eru eingögnu gefin út á rafrænu formi? Það er erfitt að setja verðmiða á slík verk, en það verður að teljast sanngjarnt að neytandinn fái að njóta hagstæðara verðs líkt og höfundar og útgefendur. Rúnatýr fer ansi áhugaverða leið með því að bjóða upp á verkið Kall Cthulhu og fleiri hrollvekjandi sögur, þar sem er að finna fimm sögur eftir H. P. Lovecraft í íslenskri þýðingu, á rafrænu formi fyrst en safnið kemur út á prenti vorið 2012. Til gamans má geta að þá kostar íslenska þýðingin 1.990 kr. á Skinna.is en hægt er að kaupa öll verkin eftir H. P. Lovecraft á ensku á £0.77, eða 156 kr, á bresku Amazon versluninni.

     

    Hvað finnst þér vera sanngjarnt verð fyrir íslenskar rafbækur?

     

    Forsíðumynd: Wikimedia Commons (Bækur og Kindle)
    – BÞJ

    bækur Bjarki Þór Jónsson Kindle Rafbækur skinna.is verð verðkönnun
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaNý íslensk rafbókabúð opnar
    Næsta færsla Kvikmyndarýni: Enthiran (Vélmenni)
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026

    Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu

    24. janúar 2026

    Geisladiskabúð Valda á tímamótum

    17. janúar 2026

    Lúpína syngur frumsamið lag í Echoes of the End – „Þetta var mjög skemmtilegt ferli“

    4. janúar 2026

    Ásbrú sögusvið í súrealískum hryllingsleik eftir íslenskan leikjahönnuð

    21. desember 2025

    Game Dev Demo Day – Leikjasýning nemenda HR þann 15. desember

    14. desember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins
    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026

    Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu

    24. janúar 2026

    Nýtt sýnishorn og útgáfurammi gefinn út fyrir Fable

    23. janúar 2026

    Leikjavarpið #65 – Væntanlegir leikir 2026

    20. janúar 2026

    Bestu tölvuleikir ársins 2025

    19. janúar 2026
    Leikjarýni
    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026
    8

    Þegar leikur biður þig um að hætta að reyna

    14. janúar 2026
    7.5

    Úr öskunni í eldinn

    2. janúar 2026
    7.8

    Lifðu af sem músarungi í Winter Burrow

    11. desember 2025
    5.5

    Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark

    6. desember 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur
    • Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu
    • Nýtt sýnishorn og útgáfurammi gefinn út fyrir Fable
    • Leikjavarpið #65 – Væntanlegir leikir 2026
    • Bestu tölvuleikir ársins 2025
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2026 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.