Fréttir1

Birt þann 24. mars, 2012 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

EVE Fanfest 2012: EVE PvP mótið

EVE // PvP

Í gær var EVE PvP mótið haldið á EVE Fanfest í Hörpunni. Í keppninni börðust 32 þriggja manna lið í útsláttarkeppni, um frábær verðlaun í boði CCP og þann titil að vera besta EVE PvP lið í heimi.

Reglur leiksins voru nokkurn veginn á þann veg, að keppst var um að ná sprengjubyrgi í geimnum, en það var framkvæmt með því að fljúga geimskipum nálægt byrginu sem byrjaði þá að færast yfir á vald þess liðs. Til þess að koma í veg fyrir að hitt liðið tæki byrgið fyrir sig þurftu spilararnir að sjálfsögðu að sprengja andstæðinga sína í loft upp! Þó gátu þeir sem voru sprengdir farið aftur í nálæga geimstöð og náð sér í nýtt skip til að halda leiknum áfram. Hver orrusta stóð yfir í 15 mínútur, og ef hvorugt liðið hafði náð byrginu á sitt vald að þeim tíma liðnum vann það lið sem hafði náð meiri eignarhaldsstigum á byrginu.

Eftir u.þ.b. fjóra tíma af æsispennandi geimorrustum var lokið, stóðu aðeins tvö lið eftir; Hydra Reloaded og Wolfsbrigade.

Keppnin fór hægt af stað, þar sem nokkur lið börðust á sama tíma í PvP sal Hörpunnar. Þegar líða fór á mótið og liðunum fór fækkandi, færðist spenna í leikinn og töluvert stór hópur af fólki safnaðist saman í salnum til að fylgjast með framvindu keppninnar. Eftir u.þ.b. fjóra tíma af æsispennandi geimorrustum var lokið, stóðu aðeins tvö lið eftir; Hydra Reloaded og Wolfsbrigade. Bæði liðin höfðu sýnt og sannað að þau þekktu vel til þess hvernig á að sprengja upp geimskip með leysigeislum, og því var tvísýnt hvort liðið myndi ganga með sigur af hólmi. Eftir að liðin höfðu fengið nokkrar mínútur til að útbúa skipin sín og ræða hernaðaráætlanir sínar, var blásið til leiks og bardaginn hófst.

Á þessum tímapunkti voru á milli 100-200 manns í salnum að fylgjast með leiknum, svo ekki sé minnst á að nokkur þúsund manns horfðu á leikinn á netinu. Eftir nokkrar mínútur af baráttu var nokkuð ljóst hvort liðið myndi vinna, en Wolfsbrigade höfðu tapað þó nokkru magni af skipum á meðan Hydra Reloaded voru í óðaönn að yfirtaka byrgið. Liðsmenn Hydra Reloaded voru allir á fremur sködduðum skipum, en liðsmenn Wolfsbrigade héldu áfram að fljúa einn og einn inn á nýjum skipum, sem höfðu þó ekki roð í þau þrjú skip sem biðu eftir þeim hjá byrginu. Ef Wolfsbrigade hefðu beðið rólegir og komið allir inn á sama tíma á ferskum skipum hefðu þeir kannski náð að snúa leiknum sér í vil, en að lokum höfðu Hydra Reloaded sigurinn góðum fimm mínútum áður en tíminn rann út, og salurinn trylltist af fagnaðarlátum.

Keppendur stigu fram á sviðið, hneigðu sig, og tóku svo við glæsilegum verðlaunum, en sigurliðið fékk glænýja Alienware tölvu, nVidia skjákort ásamt lyklaborði, mús, og heyrnartólum sem eru sérhönnuð fyrir tölvuleikjaspilara.

Keppendur stigu fram á sviðið, hneigðu sig, og tóku svo við glæsilegum verðlaunum, en sigurliðið fékk glænýja Alienware tölvu, nVidia skjákort ásamt lyklaborði, mús, og heyrnartólum sem eru sérhönnuð fyrir tölvuleikjaspilara.

Nörd Norðursins vill óska Hydra Reloaded til hamingju með sigurinn, og vonandi sjáum við þá aftur á næsta Fanfest!



KÓS

> MYNDIR FRÁ EVE FANFEST 2012 <

> ELTU OKKUR Á TWITTER! <

Deila efni

Tögg: , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Skildu eftir svar

Efst upp ↑