Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Menning»Bækur og blöð»Handahófskennd meðmæli #1
    Bækur og blöð

    Handahófskennd meðmæli #1

    Höf. Nörd Norðursins14. nóvember 2011Uppfært:10. nóvember 20123 athugasemdir7 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Vefsíðurnar

    Film Nerd 2.0: Star Wars

    | A New Hope | The Empire Strikes Back | The Phantom Menace | Attack of the Clones | Revenge of the Sith | Return of the Jedi |

    Kvikmyndanördinn Drew McWeeny, betur þekktur sem Moriarty á Ain’t It Cool News, horfir á allar Stjörnustríðsmyndirnar með drengjunum sínum og deilir upplifun sinni og fjölskyldu sinnar um áhorf myndanna. Hann horfði á þær ásamt drengjunum sínum í eftirfarandi röð: A New Hope, The Empire Strikes Back, The Phantom Menace, Attack of the Clones, Revenge of the Sith og að lokum Return of the Jedi. Upplifun drengjanna og hans eigin er hjartnæm og opnaði svo sannarlega augun mín fyrir hversu vel myndirnar passa í raun saman sem heil saga ef þú einblínir minna á smáatriðin og sérð hversu mögnuð serían er í gegnum augu barna (sérstaklega í þessari röð). Það er einstakt að lesa um spennu, sorg og fögnuð drengjanna frá sjónarhorni höfundarins og hversu djúpstæð áhrif þessar myndir hafa á samband þeirra feðganna. Nú er ég í raun spenntur yfir að sjá The Phantom Menace á næsta ári þegar hún kemur í bíóhús hér og er frábært að fá svona nýtt sjónarhorn af Star Wars frá hinum raunverulega markhópi myndanna.

     

    Johnny Wander

    Slóð: www.johnnywander.com

    Vefmyndasaga um hversdagslíf vinahóps eftir háskóla sem kemur manni í einstaklega gott skap varðandi frekar ómerkilega hluti sem eru í kringum mann. Fátt er ýkt og er efnið byggt á ýmsum atvikum sem þetta fólk hefur lent í og væri best lýst sem Scott Pilgrim myndasögunum mínus næstum allan nördismann og fantasíureglurnar. Þó það hljómi ekki skemmtilega eru hversdagslegu atvikin skemmtileg á sama hátt og þú og vinir þínir munið eftir skemmtilegum hversdagslegum atvikum úr ykkar lífi og er húmorinn algjörlega jarðbundinn á þann hátt að sem flestir ættu að þekkja. Þetta sýnir einfaldlega hversu skemmtilegt hið venjulega hversdagslíf er og hvernig þínir persónulegu hagir eru í sjálfu sér skopleg einkenni- eins og hvernig þú reimar skóna þína. Myndasagan tekur sér nokkrum sinnum frí til að færa lesendum nokkrar stuttar fantasíustrípur sem fjalla um unga konu sem fær óvart hönd dauðans, nema hvað að aðstæðurnar eru ekki dramatískar heldur jákvæðar og hjartnæmar. Einnig er gott að lesa textann sem fylgir hverri strípu því stundum þarf að útskýra einkahúmor betur eða ákveðna persónulega hegðun. Treystu mér, þetta er skemmtilegra en þig grunar – Johnny Wander ætti a.m.k. að fá þig til að brosa. Lífið er stundum svona skrípalegt, en þó ekki jafn vel teiknað.

     

    Þátturinn

    Baccano!

    Kreppuárin miklu frá sjónarhorni gangstera, ódauðlegum einstaklingum, morðóðum glæpaforingjum, sérkennilegu pari og stórum hópi viðkunnanlegra persóna þar sem þú munt svo sannarlega finna einhvern/einhverja til að kalla þína uppáhalds. Hvað gerðist um borð í bandarísku lestinni The Flying Pussyfoot? Stutt anime-sería sem skilur mikið eftir sig og er best lýst sem hinni vanmetnu ráðgátu- gamanmynd Clue á tímum kreppunnar með stærri hópi persóna, hrottalegum blóðsúthellingum, vandaðan söguþráð og heillandi sambönd. Serían er með þeim aðgengilegri fyrir fólk sem horfir ekki mikið á anime-þætti og ef þeir væru leiknir ættu þessir þættir klárlega heima á sjónvarpstöðinni HBO. Einstaklega grípandi og eitursvala upphafsstefið ætti að segja allt sem segja þarf um þáttinn. Serían er einnig mjög fullnægjandi við seinni áhorf og svipaður þáttur er í boði fyrir þá sem vilja ennþá meira í svipuðum dúr; Durara.

     

    Leikurinn

    Uncharted 3: Drake‘s Deception

    Hvernig er ekki hægt að mæla með Uncharted 3? Þetta er annar frábær kafli í spennuleikjaseríu sem fær harðsoðnustu Hollywood spennumyndirnar til að svitna all rækilega. Að þessu sinni eru persónurnar betur þróaðar og eins og áður er söguþráðurinn mjög grípandi, sviðsetningin algjörlega mögnuð, spilunin er ávanabindandi og upplifunin er ótrúleg. Leiknum tekst jafnvel að færa okkur áhrifamikla fléttu og skilur eftir sig einstaka fjölspilun. Gamanið minnkar aðeins við miðjan leikinn, en Drake‘s Deception skilur fáa eftir vonsvikna. Svona brennir maður tíma!

     

    Platan

    Jeff Wayne‘s War of the Worlds

    Ég er mikill söngleikjaaðdáandi og er War of the Worlds söngleikur Jeff Waynes í miklu uppáhaldi. Söngleiknum tekst að vefja baráttu mannanna í sögunni á áhrifaríkari hátt en öðrum útgáfum og nýtir þemu og stef vel til að skapa rétta anddrúmsloftið í hvert sinn. Lögin eru grípandi og bjóða upp á sérstæða notkun á árásarvélum Marsbúanna sem hljóðfærum í leikritinu sem má auðveldlega kalla unaðsleg. Mikil tilfinning liggur að baki leikritsins, þróttur og ógleymanleg lög einkenna útfærslu tilfinninga leikritsins og heppnast virkilega vel. Ég vona að maður geti einn dag séð þennan söngleik hérlendis.

     

    Bókin

    Jóakim Aðalönd – Ævi og Störf

    Flestir sem ólust upp með Andrésblöðunum hafa líklegast rekist á eina eða tvær sögur eftir Don Rosa, einn fremsta höfund blaðsins. Mín fyrstu kynni af sögum Don Rosa var þegar ég var sex ára og las hina epísku leit að Kalevala (vildi óska að ég vissi hvar íslensku eintök þeirrar sögu er) sem var betur teiknað en flest sem ég hafði séð í Andrésblöðunum og skiptist í þrjá stórkostlega hluta sem einkenndust af skandínaviskri goðsagnaleit. En aðalverk Don Rosa er án efa hin stórbrotna baksaga uppáhalds auðkýfings allra, Jóakim Aðalönd. Skoðuð er bernska hans, hvernig hann mótast sem staðföst persóna innan um heim prettara og letingja og hvernig hann sér fyrir sjálfum sér og sínum nánustu, og að lokum fellur fyrir sinni eigin græðgi. Þetta er í raun mjög líkt Citizen Kane þar sem persónan mótast sem sterkur og máttugur einstaklingur en tapar hluta af sjálfum sér og rótum sínum innan fjölskyldunnar… nema með mun stærra sögusvið og skrítin ævintýri sem blandast að hluta til við mannkynssögu okkar. Nýja bókin sem safnar saman  fleiri sögum af Jóakim eftir Don Rosa er komin út og ég bíð spenntur eftir að lesa þær. Þeir sem ekki hafa kynnst þessu meistarastykki evrópska myndasagna ættu svo sannarlega að gera sér leið í næstu bókabúð, nördabúllu eða bókasafn og næla sér í eintak til lesturs.

     

    Myndböndin

    Anime Redacted: Darker Than Black season 2

    Sjáið bara sjálf. Þessi náungi vakti allavega áhuga minn og fékk mig til að kíkja á efnið sem hann fjallar um. Hver hefði giskað á að Leðurblökumaðurinn væri gagnrýnandi?

     

    Fjórða Hobbitablogg Peter Jacksons

    Peter Jackson gaf út á dögunum nýjasta videobloggið sitt um framleiðslu Hobbitans, og í þetta sinn er það þrívíddin sem fær tíma í sviðsljósi káta kappans. Það er eitthvað svo súrealískt og aðdáunarvert við að það sé teiknuð concept-mynd í tveimur mismunandi litum af tveimur mismunandi mönnum hlið við hlið til að fanga þrívíddaræðið sem hefur gripið glaða Nýsjálendinginn. Við fáum einnig að sjá meira af flottu sviðsetningu myndarinnar og ókláruðum skotum úr myndinni. Maðurinn smitar mig af ákafa sínum fyrir verkinu.

     

    Sequilitis: Mega Man Classic vs. Mega Man X

    Egoraptor fer yfir hvernig á að kynna spilun leikja í gegnum spilunina og notar Mega Man X sem dæmi. Bara… sjáið.

     

    Kvikmyndin

    Redline

    Fyrir þá sem hafa ekki heyrt um þetta stórvirki: Redline er eitt metnaðarfyllsta anime verkefni allra tíma. Tvö ár í forvinnslu, fimm ár í framleiðslu og samanstendur af rúmlega 100.000 handteiknuðum römmum! Útkoman er einhver svakalegasta kappakstursmynd allra tíma sem verður klárlega ein helsta heimabíófróun allra anime aðdáenda með Blu Ray-spilara og háskerpusjónvarp. Það sést á nánast hverri einustu spennuþrunginni sekúndu að hún sé handteiknuð á MJÖG stílfærðan hátt. Persónurnar eru viðkunnanlegar (þrátt fyrir að aðalpersónan sé með sérkennilegustu túlkun á ‚greaser‘ lúkkinu sem sést hefur), adrenalínið er keyrt í botn og blý teiknaranna er hvergi sparað. Þetta er eitt svakalegasta anime verk sem sést hefur síðan Akira leit dagsins ljós, en er í raun einnig draslfæði. En Redline má eiga það að þetta er eitt mest fullnægjandi draslfæði sem þú getur skellt í þig, þá sérstaklega ef þú ert með háskerpusjónvarp til staðar. ÓMISSANDI fyrir kvikunaraðdáendur og anime-nördana.
    Fáanleg á Amazon.co.uk frá 14. nóvember.

    – Axel Birgir Gústavsson

    A New Hope Anime Redacted: Darker Than Black season 2 Attack of the Clones Axel Birgir Gustavsson Baccano Drew McWeeny Film Nerd Hobbitablogg Peter Jacksons Jeff Wayne‘s War of the Worlds Jóakim Aðalönd – Ævi og Störf Johnny Wander meðmæli Redline Return of the Jedi Revenge of the Sith Sequilitis: Mega Man Classic vs. Mega Man X star wars The Empire Strikes Back The Phantom Menace Uncharted 3: Drake‘s Deception
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaViðbjóðurinn í græjunum okkar – mynd
    Næsta færsla 5 myndir um tímaflakk (sem þú hefur líklega ekki heyrt um)
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.