Það er óvenjulegur dagur í útgáfu tölvuleikja fyrir ýmsar sakir í dag, þann 26. ágúst.
PlayStation 5 leikjavél Sony er að fá leikinn Gear of War: Reloaded, leikurinn er einnig fáanlegur á Xbox Series X/S og PC á sama degi.
Gears serían er búin til af Microsoft og Xbox fyrirtækjum þess og hefur verið ein af burðarstólpum fyrirtækisins síðan að fyrsti Gear of War leikurinn kom út árið 2006 á Xbox 360.
Gears of War: Reloaded er uppfærð útgáfa af Gear of War: Ultimate Edition sem kom út árið 2015 og var uppfærð útgáfa fyrsta leiknum fyrir Xbox One leikjavélarnar. GoW: Reloaded styður við 4K skjáupplausn og 60 fps í sögu hluta leiksins og allt að 120 fps í fjölspilun leiksins. Það er stuðningur við 3D hljóð, HDR litatækni og fleiri viðbætur.
Síðustu árin hefur Microsoft og Xbox verið að víkka útgáfu þeirra á tölvuleikjum frá bara á Xbox og PC, yfir á Nintendo Switch og PlayStation og er þessi útgáfa hluti af því. Áður höfum við séð leiki eins og Forza Horizon 5, Grounded, Senua’s Saga: Hellblade II, Sea of Thieves og Indiana Jones and the Great Circle koma út á PlayStation leikjavélarnar.
Það hefur ekki verið mikið um að leikir tengdir við PlayStation merkið hafi komið út á Xbox vélar Microsoft, má þar helst nefna Death Stranding 1 sem kom út í fyrra á Xbox. Hingað til hafa helst leikirnir þeirra komið út á PC. Það eru ótal orðrómar um að fleiri leikir skili sér, en eins og er er ekkert staðfest.
Í dag verður undantekning og leikurinn Helldivers II kemur út á Xbox Series X/S eftir að hafa komið út á PlayStation 5 og PC í febrúar 2024. Fyrsti Helldivers leikurinn kom út fyrir PS3, PS4, PS Vita og PC.
Helldivers II er þriðju persónu co-op leikur þar sem að 1-3 leikmenn þurfa að vinna saman gegn ótal óvinum og leysa viss verkefn á borðum leiksins. Oftast er það hreinlega bara að lifa borðið af á meðal ótal, pödduskrímsli, vélmenni og aðrar verur reyna að rífa þá í sundur. En mesta hættan er þó vanalega frá hverjum öðrum og það er oft litríkt að sjá verkefnin fara úrskeiðis þegar einhver leikmaður var aðeins og ákafur að nota ótal vopn leiksins á blóðugan og litríkan hátt. Leikurinn er að gera grín af kvikmyndum eins og Starship Troopers og er með svipaðan húmor þegar kemur að slíku hernaðarbrölti.
