Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Greinar»Dredge
    Greinar

    Dredge

    Höf. Daníel Páll2. desember 2024Engar athugasemdir4 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    DREDGE
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    DREDGE er einspilunar ævintýra veiðileikur með óheillavænlegan sjóstraum. Þessi orðasamsetning virðist sérstök en úr kemur heillandi leikur sem er einstakur. Þú spilar sjómann sem lendir í að stranda veiðibátnum sínum á leið á nýjar slóðir. Þú rankar við þér í nálægum bæ, þeim sem þú ætlaðir að fara að vinna sem sjómaður. Bæjarstjórinn aðstoðar þig og lánar þér gamlan bát til að geta sinnt veiðimennskunni. Með því fyrsta sem bæjarstjórinn segir við þig er að fara út og fara að veiða í dagsbirtu, en að vera kominn aftur fyrir sólarsetur, áður en þokan kemur.

    Dredge. Skip í leiknum Dredge hjá vita og byrjunarbænum
    Bátur spilara hjá vitanum, sem er miðjan í Dredge heiminum

    Þessi byrjunarsena stillir tóninn fyrir leikinn sem skemmtilegur veiðileikur þar sem spilari siglir bátnum sínum um, finnur fiskitorfu og beitir mismunandi veiðarfærum til að veiða sjávardýrin. En ábendingin frá bæjarstjóranum situr aftast í huganum og gefur til kynna að það er meira í gangi en bara að veiða sjávarfang og selja á næsta fiskimarkaði.

    Hér er verið að veiða fisk

    Til að veiða fiska og önnur sjávardýr þá þarf þartilgerð veiðifæri. Átta mismunandi svæði eru aðgengileg þar sem hægt er að beita veiðifærum.Til að byrja með hefur báturinn bara veiðifæri fyrir þau svæði sem eru nálægt byrjun leiksins, en eftir því sem spilari veiðir meira, og finnur ýmsa hluti, þá er hægt að fá aðgang að betri og öflugri veiðifærum. Þegar verið er að veiða þá eru smáleikir (mini-games) í gangi þar sem spilari þarft að tímasetja smelli á réttum tíma til að veiða fiska á sem stystum tíma.

    Spilari hefur aðgang að korti til að átta sig á hvar báturinn er staddur en gott er að skoða kortið reglulega til að ná að heimsækja sem flestar eyjar. Því á mörgum eyjum er bryggja með einhverju til að kanna. Sumstaðar eru litlir veiðibæir þar sem er hægt að fá upplýsingar, orðróma, draugasögur og verkefni. Aðrar eyjur bera ummerki um skip og báta sem hafa strandað og oft er hægt að rannsaka flakið og mögulega finna vísbendingar eða birgðir. Gott er að tala við sem flesta og fá upplýsingar um umhverfið, því þótt að margir merkja inn á kortið hvað þeir eru að tala um þá eru ekki allir svo góðir.

    Eftir því sem liður á leikinn fær spilari birgðir sem gerir honum kleift að uppfæra bátinn. Hvort sem það er að stækka birgðarými, bæta við öflugri vélum, eða smella inn betri veiðarfærum. Spilari fær aðgang að eiginleikum eins og að geta siglt hraðar, fjarflutt sig milli staða og fleira.

    Dredge dimma

    Tíminn er fljótur að líða í spilun leiks, hvort sem það er í raunheimum eða í leiknum sjálfum. Þegar sólin sest þá fer ekkert á milli mála að sjónsvið bátsins þrengist svo um munar. Það er hægt að kveikja á ljósi á bátnum til að sjá aðeins fram fyrir sig en það dugar skammt. En þegar siglt er á fullum hraða þá er oft hætta á að klessa bátnum á sker sem voru ekki endilega þarna þegar dagsbirtan var. Þannig bæði er sjónsviðið skert og ekki gott að sigla með fullum hraða. En eftir því sem báturinn er lengur við veiðar, og sérstaklega um nætur, án þess að hvíla sig þá byrjar sjómaðurinn að sjá ofsjónir. Eða eru þetta ofsjónir?

    Dredge hvalur

    Dulúð í heimi DREDGE er mikil og sagan sem er á yfirborðinu er allt önnur en sagan sem liggur í djúpinu. Með spilun þá uppgötvar spilarinn allskonar dularfulla hluti sem eru í gangi, hjálpar mögulega eitthvað til, sprengir stíflur, flýr sjávarskrímsli. Ég verð að segja að þessi leikur kom stórskemmtilega á óvart og mæli ég mikið með honum. Þetta er frábær leikur til að grípa í og sjá fram á að klára á nokkrum spilakvöldum. Ég spilaði leikinn mest á Nintendo Switch, en leikurinn er fáanlegur á Steam, PlayStation 4, PlayStation 5, Xbox og GOG.

    Það eru komnar tvær viðbætur fyrir leikinn sem heita The Pale Reach og The Iron Rig, og stækka þær leikinn með meiri dulúð, sjávardýrum og nýjum svæðum til að kanna. Leikurinn er framleiddur af Black Salt Games.

    dredge
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaÞetta er Xbox – Ný Xbox auglýsing vekur umtal
    Næsta færsla Spilum saman í skammdeginu: Nokkrir góðir sófasamvinnuleikir
    Daníel Páll

    Svipaðar færslur

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025

    Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað

    17. nóvember 2025

    Minnist vinar síns í nýjum tölvuleik – „André dreymdi um að læra íslensku“

    14. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    Myndbandsspilari
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ
    00:00
    00:00
    32:02
    Notaðu upp/niður örvahnappana til að auka eða minnka hljóðstyrkinn.

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    • Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.