Birt þann 30. október, 2024 | Höfundur: Sveinn A. Gunnarsson
PS5 Pro uppfærslulistinn stækkar
Listinn yfir tölvuleiki sem munu styðja við PS5 Pro leikjavél Sony heldur áfram að vaxa. Uppfærða útgáfan af PlayStation 5 á að koma í næstu viku þann 7. nóvember og ætti að skila sér til Íslands í kringum 11. nóvember í síðasta lagi.
Hvað PS5 Pro inniheldur yfir venjulega PlayStation 5 er hægt að lesa nánar um hérna. Bjarki okkar skrifaði eimmit í þeirri frétt
„Með tilkomu PlayStation 5 Pro opnast á þann möguleika að geta keyrt leiki í fullum gæðum og með viðunandi rammafjölda á sama tíma, svo spilarar þurfa þá ekki að velja á milli þessara tveggja stillinga. Þetta er gerlegt með PlayStation 5 Pro sem inniheldur krafmeiri örgjörva en upprunalega PlayStation 5 leikjatölvan. Auk þess styðst tölvan við betri og uppfærða Ray Tracing tækni sem auðveldar endurspeglun og endurkast í leikjum ásamt uppskölun sem styðst við gervigreindartækni.“
Listinn yfir leiki sem styðja aukinn kraft PS5 Pro vélarinnar og þeim nýjungum sem Sony hefur bætt við hana er komin upp í 80 leiki og ætti sú tala að hækka meira á næstu dögum þegar nær dregur útgáfunni.
Fjöldi leikja hefur verið að fá uppfærslur upp á síðkastið og sjást núna á PSN búðinni eða á skjáborði PS5 vélarinnar skarta nýju PS5 Pro enchanced merki.
Hvað þetta allt mun þýða á eftir að skýrast fullkomnlega, sumir leikjaframleiðendur hafa sýnt myndbrot af leikjum þeirra keyrandi á PS5 Pro eins og Alan Wake 2. Sem mun innihalda Ray Tracing tæknina
Hérna fyrir neðan er listinn sem er komin eins og er:
- Alan Wake 2
- Albatroz
- Apex Legends
- Assassin’s Creed Shadows
- Bad Cheese
- Baldur’s Gate 3
- Croc Legend Of The Gobbos
- The Callisto Protocol
- The Crew Motorfest
- CyubeVR
- Dead Island 2
- Dead Rising Deluxe Remaster
- Demon’s Souls
- Diablo IV + Vessel Of Hatred
- Dragon Age: The Veilguard
- Dragon’s Dogma 2
- Dwarf Journey
- Dynasty Warriors: Origins
- EA Sports College Football 25
- EA Sports FC 25
- EA Sports Madden NFL 25
- Elemental War Clash
- Empire of the Ants
- Enlisted
- Everspace 2
- F1 24
- Fears to Fathom – Ironbark Lookout
- The Finals
- Final Fantasy VII Rebirth
- The First Descendant
- Fortnite
- God Of War Ragnarok
- Gran Turismo 7
- Helldivers 2
- Hitman [3] World Of Assassination
- Hogwarts Legacy
- Horizon Forbidden West
- Horizon Zero Dawn Remastered
- Kayak VR Mirage
- The Last of Us Part I
- The Last of Us Part II Remastered
- Lies of P
- Like a Dragon: Pirate Yakuza in Hawaii
- Lords Of The Fallen
- Madden NFL 25
- Marvel Rivals
- Marvel’s Spider-Man 2
- Marvel’s Spider-Man Miles Morales
- Marvel’s Spider-Man Remastered
- Marvel’s Wolverine
- Metal Gear Solid Delta: Snake Eater
- The Midnight Town Stories: Adam’s Diary
- Mortal Kombat 1
- My Little Universe
- Naraka: Bladepoint
- No Man’s Sky
- Outbreak: Shades Of Horror Chromatic Split
- Planet Coaster 2
- Pro Baseball Spirits 2024-2025
- Promise Mascot Agency
- Quantum Error
- Ratchet & Clank: Rift Apart
- Redacted
- Resident Evil 4
- Resident Evil Village
- Retrieval
- Rise of the Ronin
- Rogue Flight
- Sanguis Luna
- Smells Like A Mushroom
- Spine: This is Gun Fu
- Star Wars Jedi Survivor
- Star Wars Outlaws
- Stellar Blade
- Test Drive Unlimited: Solar Crown
- Towers of Aghasba
- Truck Simulator 24 American Driver
- UFC 5
- Unreal Kingdoms
- Until Dawn
- Warframe
- War Thunder
- World of Warships: Legends
Heimild: PlayStationLifeStyle