Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Leikjarýni»Fótboltaheimurinn í stýripinnanum
    Leikjarýni

    Fótboltaheimurinn í stýripinnanum

    Höf. Sveinn A. Gunnarsson10. desember 2020Uppfært:10. desember 2020Engar athugasemdir6 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Eftir um þrettán ára fjarveru frá leikjavélum Microsoft þá snýr Football Manager serían aftur til leiks sem Football Manager Xbox Edition sem kom út fyrir stuttu á Xbox One, Xbox Series X|S leikjavélarnar og Xbox á PC.

    Síðasta útgáfa þessarar vinsælu útgáfu var Football Manager 2008 fyrir Xbox 360, svo það er talsvert síðan að þessi sería var fáanleg fyrir þá sem kjósa að spila upp í sófa heima fyrir framan sjónvarpið. Það hafa komið út farsíma- og spjaldtölvuútgáfur á hverju ári að auki við útgáfu á Nintendo Switch síðustu þrjú árin.

    Þeir sem eiga tölvur sem keyra Windows, MacOs eða Linux klóra sér örugglega í hausnum og pæla í því hvers vegna fólk spili ekki bara leikinn þar í staðinn? Sem er auðvitað mjög rökrétt spurning, til að fá sem mest út úr Football Manager leikjunum þá myndi ég oftast mæla með þeirri leið. En stundum langar manni að fá eitthvað meðfæranlegra eða liggja upp í sófa og fara í gegnum tímabilin talsvert hraðara en tekur vanalega í stærri útgáfu leiksins.

    Auðvitað er kallinn minn með lokuð augun á myndinni

    Straumlínulagaðri upplifun

    FM21 Xbox Edition keyrir á Touch útgáfu leiksins sem er talsvert straumlínulegri en stærri útgáfan og tekur í burtu slatta af þeirri ítarlegri vinnu sem þú getur lagt í að þjálfa, stjórna og spila fótboltaliðið þitt eða eiga við leikmennina. Hér er meira horft til að fara hratt í gegnum tímabilin og bjóða upp á hraðari og einfaldari spilun.

    Leikurinn styður allar útgáfur af Xbox leikjavélinni ásamt Xbox á PC-appinu

    Ég prufaði leikinn á bæði PC tölvu í gegnum Xbox appið á Windows 10 og síðan á Xbox One X og Xbox Series X leikjavélum. Leikurinn er hluti af PlayAnywhere sem gerir það þægilegt að hoppa í milli útgáfa þar sem að leikurinn vistar allan árangurinn í skýi Microsofts, svo að halda áfram er mjög einfalt. Með Smart Delivery tækni Microsoft þá færðu alltaf aðgang að bestu útgáfu leiksins, þó svo að þú sért að spila á upprunalegu Xbox One frá árinu 2013 þar sem er hægt að hlaða upp fimm þjóðum til að spila sem, til Xbox Series X sem leyfir tíu þjóðir, HDR stuðning og er í 4K upplausn. Leikurinn varar spilarann við þegar nýr leikur er búin til hvort að „isave-ið þitt“ muni keyra vel á hinum útgáfunum af vélum sem leikurinn styður við.

    Það tekur smá tíma að venjast því að nota fjarstýringu í stað músar og lyklaborðs eins og maður er vanur að spila þessa leiki. Hitt er klárlega fljótara, reyndar einn plús við Xbox-útgáfuna er að það er hægt að tengja mús og lyklaborð við tölvuna til að fara um viðmótið eða leita af leikmönnum sem gerir vissa hluti sneggri. En eftir smá tíma komast flestir upp á lagið að stjórna leiknum og þar kemur að góðum notum að leikurinn er ekki með alla þá dýpt sem hefðbundna útgáfa leiksins er þekkt fyrir.

    Það tekur tíma að ná stjórnun á leiknum á Xbox

    Frá KA til Manchester United

    Það eru yfir 2.500 fótboltaklúbbar frá 117 deilum í 51 löndum í leiknum og hátt í 500 þúsund raunverulegir leikmenn og starfsfólk. Innifalið í leiknum er auðvitað möguleikinn að taka við uppáhalds liðinu sínu, einum af mörgu fótboltarisum heimsins þar sem peningarnir skipta litlu máli, til Íslands, eða bara reyna að koma enska neðri-deilar liðinu Bromley úr Conference-deildinni í Úrvalsdeildina til að ógna Liverpool og Manchester liðunum og enska titilinn. Þetta er einmitt einn af sjörmum við gamla Championship Manager leikina sem varð síðan að Football Manager leikjunum. Tíminn er oft snöggur að hverfa frá manni þegar maður byrjar að spila og byggja upp liðið sitt. Það verða síðan tár, öskur og gleði inn á milli eins og í raunverulegum fótbolta.

    Man Utd liðið sem ég stillti upp á móti Arsenal

    Fjölbreytni í spilun

    Fantasy Draft er skemmtileg leið fyrir vini að spila saman fyrir framan sjónvarpið eða í gegnum netið og byggja upp draumaliðin ykkar þar sem peningar skipta engu og ekkert mál er að byggja upp lið með 11 markmönnum ef þú ert nógu djarfur. Ég mæli þá með þýska markmanninum Manuel Nauer frá Baeyrn Munich í framlínunni.

    Aðrir hlutir eins og einn á móti einum, lengri spilun á tímabilum í gegnum netið og áskoranir eru hluti af heildarpakkanum. Í áskorunum er leikmönnum sett ákveðið takmarkog færð þú einkunn og verðlaunir (achivements) fyrir það. Frá að bjarga liðið frá falli, reyna að ná árangri með fullt af leikmönnum meiddum, liði á barmi gjaldþrots sem krefst samt góðs árangurs í deilinni og fleira. Það er síðan leiðindahluturinn sem fylgir nútíma leikjum og það er möguleikinn að kaupa vissa hluti fyrir alvöru peninga. Það er þó aldrei nein kvöð að nýta sér neitt af þessu, því miður er þetta bara leikjabransinn í dag.

    Það er gaman að takast á við áskoranir og sjá hvernig þær endar

    Ein af stærstu breytingunum í FM21 er það sem kallast „interactions“ það er, sem sagt hvernig þú talar við leikmenn og hvernig líkamlegt atferli þitt er á meðan. Ertu kastandi vatnsflöskum í hálfleik þegar liðið þitt er undir? Eða ertu hoppandi af gleði í leikslok þegar stjarnan þín skoraði þrennu í leiknum? Þetta á að hjálpa að gefa þér betri stjórn á hvernig samskipti þú átt við leikmenn, stjórn klúbbsins eða blaðamennina. Það er líka auðveldara nú að hrósa vissum leikmönnum bara í stað t.d allrar miðjunnar þegar bara einn af þeim gat eitthvað í leiknum.

    Framþróun frekar en bylting

    Íþróttaleikir sem koma út árlega eru sjaldnast bylting á milli ára, meira svona þróun á hugmyndum sem virka með nokkrum nýjungum bætt í pakkann. Mesta vinnan sem framleiðandinn Sports Interactive gerir vanalega er undir „húddi“ leiksins ef svo má segja. Hvernig leikmenn hreyfa sig, spila með öðrum, gervigreind þeirra og annara í leiknum og slíkt er það sem dregur fólk af þessari seríu ár eftir ár. Það er aðeins minna um nýja hluti í ár og er heimsástandinu kennt þar um, maður vonar bara að á næsta ári þegar hlutirnir eru vonandi aðeins betri að það verði aðeins meira um nýjungar í seríunni.

    Hægt er að horfa á leikina í 2D eða 3D

    Xbox eða PC?

    Þetta er leikur sem seint mun vinna til verðlauna fyrir grafík eða tónlist og hljóð leiksins. Brandarinn um spilandi Excel-skjal á enn við. En það sem er að baki leiksins er það sem stendur uppi eins og ávallt.

    Hvort að þið spilið leikinn á PC-tölvu, í símanum, eða upp í sófa á Xbox þá er nóg hérna til að spila. Hvort að Xbox-útgáfan sé endilega málið er erfitt að segja, það er stór plús að PC-útgáfa á Xbox-appinu á Windows 10 fylgir með í pakkanum svo það er auðvelt að finna leikstíl sem hentar í hvert skipti. Það er síðan ekki vitlaust að prufa þessa útgáfu fyrst áður en er hent sér út í djúpu laugina með stærri og fullkomnari stóra bróðurnum á Steam eða Epic Store.

    FM football manager Football Manager 2021 Football Manager 21 Xbox Edition pc sega Sports Interactive xbox xbox one Xbox Series S Xbox Series X
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaGoð og fjölskyldudrama
    Næsta færsla Demon’s Souls (PS5) – Stórglæsileg endurgerð
    Sveinn A. Gunnarsson

    Svipaðar færslur

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025

    Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað

    17. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.