Leikjavarpið

Birt þann 21. september, 2020 | Höfundur: Nörd Norðursins

Leikjavarpið #15 – Næsta kynslóð leikjatölva, páfaát og geislasverð

Fimmtándi þáttur Leikjavarpsins er tileinkaður Xbox Series X/S og PlayStation 5 og ræða þeir Bjarki Þór, Sveinn Aðalsteinn og Daníel Rósinkrans um verð, væntingar og útgáfu en leikjatölvurnar eru væntanlegar í verslanir í nóvember á þessu ári.

Sveinn segir frá hinum syndsamlega heimi sem er að finna í Crusader Kings 3 (sem getur meðal endað í páfaáti) og Bjarki tekur upp geislasverð í sýndaheimi og fjallar um Vader Immortal.

Þess má geta að þessi þáttur var tekinn upp í beinu streymi sem sýnt var á Facebook Live. Við þökkum hlustendum og áhorfendum líflegar og skemmtilegar umræður!

Hægt er að nálgast þáttinn á öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Efni þáttarins:

• Xbox Series S og X
• Crusader Kings 3
• Vader Immortal
• PlayStation 5

Leikjavarpið – Hlaðvarp Nörd Norðursins · Leikjavarpið #15 – Næsta kynslóð leikjatölva, páfaát og geislasverð

Mynd: Xbox Series S, PlayStation 5, Vader Immortal og Crusader Kings 3

Deila efni

Tögg: , , , , , , , , , , , , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Efst upp ↑