Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Leikjarýni»Leikjarýni: Wipeout Omega Collection – Hraðinn er óbærilegur
    Leikjarýni

    Leikjarýni: Wipeout Omega Collection – Hraðinn er óbærilegur

    Höf. Jósef Karl Gunnarsson30. júní 2017Engar athugasemdir5 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Wipeout er loksins kominn á PS4 en þó í formi safns af endurbættum útgáfum af eldri Wipeout leikjum: Wipeout HD, viðbótinni Wipeout Fury (PS3) og Wipeout 2048 (PS Vita). Í þokkabót eru Wipeout HD og Fury endurbættar útgáfur af Wipeout Pure og Pulse sem komu út á PSP á sínum tíma og Pulse var seinna eingöngu gefinn út fyrir PS2 í Evrópu.

    Wipeout er kappakstursleikur sem gerist í framtíðinni í heimi þar sem mannkynið hefur þróað tækni sem gerir farartækjum kleift að svífa um á ógnarhraða á sérhönnuðum brautum. HD og Fury gerast árið 2197 og ári síðar. Wipeout 2048 gerist á undan öllum Wipeout leikjunum í seríunni og þar er enn verið að vinna í því að búa til sumar af þessum þekktum brautum. Flestar brautirnar í þeim leik eru inní borgum þar sem margar leiðir er hægt að fara og allt er mjög ruglandi í litagleðinni. Keppendur geta líka nælt sér í vopn eða skildi sem eru merkt sem ljós á brautinni sjálfri. Einnig eru örvar sem gefa keppendum auka hraða í smá stund.

    Leikirnir þrír eru með aragrúa af mismunandi brautum, flaugum og þrautum.

    Leikirnir þrír eru með aragrúa af mismunandi brautum, flaugum og þrautum. Þrautirnar samanstanda af venjulegum kappakstri með eða án vopna, tímaþrautum á stökum eða mörgum hringum, hversu hratt kemstu upp í ákveðinn hraða, hversu lengi geturðu þraukað á meðan flaugin fer sí hraðar og orrustum þar sem snýst um að safna stigum með því að hæfa eða eyða andstæðingum.

    Það er stór munur á 2048 og HD/Fury hvernig leikurinn spilast í einspilun þar sem það snýst um að komast áfram og aflæsa næstu brautir og þrautir. Í 2048 er lágmark sem maður þarf að ná til þess að komast áfram en í hinum eru það topp þrjú sætin sem gilda og þar er hægt að stilla um erfiðleikastig sem er ekki hægt í 2048. Stundum er ansi erfitt að ná lágmarkinu í 2048 en fyrir þá sem vita hvað þeir eru að gera er millistillingin góð. Þar kemur eiginlega eini mínusinn hvað varðar endurtekningar. Erfiðleikastigið á bara við um gervigreind tölvunnar þegar hún kemur við sögu, annars breytist bara skilyrðin til þess að ná bronsi, silfri og gulli. Þannig ef maður nær topptíma í léttasta sem er jafnvel undir tímanum sem er fyrir erfiðasta þá þarf maður að velja það erfiðleikastig og reyna aftur. Svo er skondið að sjá að tölvan segir að það besta sem ég hef náð í kappakstri sé kannski gull í millistigi en í raun er það brons í erfiðasta því þessi leikur er ekkert lamb að leika sér við á köflum.

    Wipeout leikirnir hafa alltaf verið krefjandi og spilarinn þarf að læra á brautirnar ásamt hinar mismunandi flaugir sem hægt er að velja úr um sem hafa sína kosti og galla. En það er líka einmitt það sem gerir leikinn svo ánægjulegan að þegar maður loksins nær fyrsta sæti í erfiðasta eða jafnvel bara lágmarkinu til að aflæsa næstu þrautir. Spilarinn byrjar á hægum hraðflokki og vinnur sig jafnt og þétt upp í hraða og erfiðleika. Að mínu mati þá er 2048 erfiðasti af þeim og Fury er kannski auðveldari en HD. Ég hafði aldrei spilað 2048 áður og að sjá brautir inn í borgum var eitthvað sem ég bjóst ekki við og ekki hjálpar að brautirnar eru afar ruglingslegar.

    Þar sem þetta safn skín er með grafíkinni og hefur Wipeout aldrei litið eins vel út.

    Þar sem þetta safn skín er með grafíkinni og hefur Wipeout aldrei litið eins vel út. Leikurinn gengur á 60 römmum á sekúndum og er í 1080p upplausn á PS4 og 4K á PS4 Pro. Margir eflaust velta fyrir sér hvort það sé þess virði að kaupa þetta safn ef maður átti þessa leiki áður og svarið er já því leikirnir eru gullfallegir ásamt því að það er ekkert lagg í spilun sem er blessun þegar kemur að svona leikjum.

    Fyrir Wipeout aðdáendur þá er þetta klárlega skyldukaup og er hann frekar ódýr miðað við að þetta eru tæknilega þrír leikir ásamt því að það er hægt að spila tveir í stofu eða fjölspilun á netinu.

    Það er frekar tómlegt að vera með enga tónlist því hljóðheimurinn er ekkert voða spennandi þannig að ég mæli með að hafa tónlistina á þegar leikurinn er spilaður. Tónlistin hjálpar manni að koma manni í gírinn og passar við hraðann sem leikurinn hefur upp á að bjóða. Það er fullt af lögum úr fyrri leikjum í seríunni og allt gott að segja um það nema hvað ég varð mjög fljótt þreyttur á þeim. Og þar kemur Spotify sterkt inn, það eru nokkrir Wipeout listar sem er hægt að velja um. Ég varð fljótt þreyttur á þeim og setti bara teknó frá tíunda áratugnum og það var algjör snilld. Svo var ég að uppgötva að það er hægt að finna frumsömdu tónlistina frá fyrstu tveim leikjunum í seríunni. Tim Wright gerði frumsömdu tónlistina fyrir Wipeout og Wipeout 2097 undir nafninu CoLD SToRAGE. Til þess að finna hans tónlist þarf að leita af “cold storage” og þá ættu tvær plötur með heitinu Slipstream að vera þarna sjáanlegar. Njótið!

    Fyrir Wipeout aðdáendur þá er þetta klárlega skyldukaup og er hann frekar ódýr miðað við að þetta eru tæknilega þrír leikir ásamt því að það er hægt að spila tveir í stofu eða fjölspilun á netinu. Fyrir aðra er erfiðara að svara um hvort þetta sé eitthvað sem spilarinn sækist eftir. Það má þess geta að ef hann er keyptur á stafrænu formi þá fylgir eitt lið, Van-Über, í viðbót við flaugaflóruna.

    kappakstur leikjasafn playstation PlayStation 4 ps4 Wipeout Wipeout Omega Collection
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaMussila Planets – Nýr íslenskur leikur frá Rosamosi
    Næsta færsla Leikjarýni: Injustice 2 – einn af betri bardagaleikjum ársins
    Jósef Karl Gunnarsson

    Svipaðar færslur

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025

    Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað

    17. nóvember 2025

    Minnist vinar síns í nýjum tölvuleik – „André dreymdi um að læra íslensku“

    14. nóvember 2025
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025

    Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað

    17. nóvember 2025

    Leggur til að stofna tölvuleikjabókaklúbb

    15. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    Myndbandsspilari
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ
    00:00
    00:00
    32:02
    Notaðu upp/niður örvahnappana til að auka eða minnka hljóðstyrkinn.

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    • Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður
    • Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú
    • Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað
    • Leggur til að stofna tölvuleikjabókaklúbb
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.