Fréttir

Birt þann 13. júní, 2016 | Höfundur: Steinar Logi

E3 2016: Microsoft: Sýnishorn frá We Happy Few, Forza Horizon 3, Gears of War 4 o.fl.

Ný stika fyrir We Happy Few var sýnd á Microsoft ráðstefnunni en þetta virðist vera athyglisverður leikur sem minnir einna helst á Bioshock. Við skyggnumst inn í þjóðfélag þar sem allir virðast vera algerlega klikkaðir og þurfa að taka pillurnar sínar en sjón er sögu ríkari.

Bílaleikurinn Forza Horizon 3 var einnig í sviðsljósinu enda mjög flottur leikur. Núna erum við í Ástralíu á fjölbreytilegum svæðum þar og hægt er að velja um 350 bíla þ.á.m. 2017 útgáfuna af Lamborghini Centenario. Leikurinn leggur mikla áherslu á félagslega hlutann, eins og sjá má á spilunarvídeóinu, og kemur út 27. september þetta ár.

Sex mínútur voru sýndar af spilun á Gears of War 4

Aðrir áhugaverðir leikir voru t.d.:

Tekken 7 (snemma 2017)

Scalebound þar sem barist er við risaskrímsli með drekum og boga að sjálfsögðu. (2017). Glöggir Blade 3 aðdáendur (sem eru væntanlega ekki margir) sjá bregða fyrir tilvísun í karakter Jessicu Biel.

Halo Wars 2 var með nokkuð svala stiklu (21. feb 2017)

Deila efni

Tögg: , , , , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑