Menning

Birt þann 16. maí, 2016 | Höfundur: Nörd Norðursins

Tölvuleikir nemenda til sýnis í HR þann 17. maí

Þriðjudaginn 17. maí verður hægt að prófa tölvuleiki sem nemendur Háskólans í Reykjavík hafa búið til í sérstökum leikjahönnunaráfanga. Samtals verða níu leikir prufukeyrðir sem voru búnir til af nemendum á aðeins þremur vikum. Þessi viðburður er opinn öllum og er tilvalið fyrir íslenskt tölvuleikjafólk að koma saman til að spila og spjalla um tölvuleiki og leikjahönnun.

Leikina verður hægt að prófa þriðjudaginn 17. maí kl. 16:00 – 19:00 í stofu V108 í HR.

Viðburðurinn á Facebook

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Efst upp ↑