Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Leikjarýni»Leikjarýni: Lego Batman 3: Beyond Gotham
    Leikjarýni

    Leikjarýni: Lego Batman 3: Beyond Gotham

    Höf. Nörd Norðursins1. desember 2014Uppfært:27. september 2016Engar athugasemdir4 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Steinar Logi skrifar:

    Lego Batman 3: Beyond Gotham er nýjasti Lego leikurinn byggður á þekktu vörumerki. Fyrstur var Lego: Star Wars sem kom út 2005 og síðan þá hafa leikirnir komið út ár eftir ár með lítilsháttar breytingum á formúlunni. Undanfarið hafa þó margir leikirnir verið með opinn heim þar sem hægt er að flækjast um og leysa minni háttar verkefni sb. Marvel Super Heroes.

    Þar sem undirritaður er „aðeins“ eldri en markhópurinn þá voru 8 ára sonurinn og vinir hans fengnir til að spila hann einnig. Þetta ár höfum við spilað Lego Marvel Super Heroes (toppeinkunn) og Lego Pirates of the Caribbean (fengum fljótt leið á). Það skiptir miklu máli hvort maður hafi gaman af vörumerkinu þegar kemur að Lego leikjum; enginn okkar var Pirates aðdáandi og því drepleiddist okkur á köflum. Þá reynir of mikið á spilunina sjálfa sem getur orðið frekar einhæf og óskemmtileg í Lego leikjum. Það að barnið geti sett sig í spor hetjunnar sinnar virkjar ímyndunaraflið og allt er miklu skemmtilegra.

    Batman 3 féll í þennan hóp yfir okkur. Það er fullt af karakterum og ekki bara það heldur er líka fullt af búningum sem hver karakter hefur. Reyndar finnst manni stundum of mikið um. Batman getur t.d. sprengt hluti, svifið um á „jetpack“, notað röntgensjón o.s.frv. Sagan sjálf er frekar stutt og í raun aukaatriði, þessi leikur snýst um að safna karakterum, opna fyrir nýja hluti og ná bónusum. Þetta er nokkurs konar Batman Pokemon og því er þetta endingargóður leikur.

    LEGObatman3_01

    Fyrri hluti sögunnar er frekar pirrandi, við lentum iðulega í því að það vantar talsvert af stöðum til að vista leikinn. Þetta er einstaklega slæmt fyrir foreldra þegar það er allt upp í klukkutími milli staða sem hægt er að vista því að krakkarnir eru að leysa einhverjar þrautir sem þeir finna ekki útúr strax. Dæmi:

    „Jæja, nú áttu að slökkva“
    „En pabbi, ég á eftir að save-a!“

    10 mínútur líða.

    „Jæja, nú þarf að slökkva“
    „Æi, pabbi, ég finn ekki savepunkt!“

    Tölvunördapabbinn fer á netið, finnur „walkthrough“, næsta hluta náð. En það kemur ekki „checkpoint“ og það er heldur enginn staður til að vista þar. Tími búinn, slökkt á tölvunni, allir pirraðir. Þetta batnar samt í seinni hluta leiksins og hugsanlega þegar maður lærir á öll trikkin (t.d. maður þarf að skemma allt til að sjá hvort það sé hægt að endurbyggja eitthvað tæki úr rústunum).

    LEGObatman3_02

    Söguþráðurinn er ekkert til að hrópa húrra yfir og í grundvallaratriðum er hann ekki það ólíkur söguþræðinum í Marvel Super Heroes. Hetjurnar okkar eru ekki eins svalar og við sem erum eldri höfum vanist; Robin er vælukjói, Wonder Woman er sípirruð og Superman er aðeins of mikill „riddari á hvítum hesti“. Þetta er gert til að höfða frekar til krakkana og það er í lagi. Það eru stór nöfn sem tala fyrir karakterana s.s. Troy Baker (sem Batman o.fl.), Nolan North (Beastboy o.fl) og Conan O’Brien sem hann sjálfur.

    LEGObatman3_03

    Varðandi 8 ára strákana þá dýrkuðu þeir leikinn svo að formúlan virkar. Þeir voru mjög sáttir við það að flækjast um í Leðurblökuhellinum (sem skiptist í mörg stór svæði með ýmsum verkefnum og virkar sem opni heimurinn í leiknum), búa til nýja kalla o.frv. frekar en endilega að fylgja söguþræðinum. Einnig eru litlir leikir inni í leiknum sem byggjast á klassík eins og Pacman eða Caterpillar. Þannig að það er margt að dunda sér við í Batman 3: Beyond Gotham.

    Það er lítið meira hægt að segja um Lego leik, krakkar elska þá og sama gildir um þennan. Þetta er ekki slæmur leikur og það er nóg að gera og safna. Hins vegar mæli ég frekar með Lego Marvel Super Heroes sem er aðeins aðgengilegri og opni heimurinn þar er mjög vel heppnaður. Gef honum 3 stjörnur af 5 en þeir yngri gefa honum 4 af 5.

    batman Lego Lego Batman 3 Beyond Gotham Leikjarýni Steinar Logi Sigurðsson
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaFyrsta kitlan fyrir Star Wars: Episode VII
    Næsta færsla Fyrstu hughrif: The Crew Beta
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025

    Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað

    17. nóvember 2025

    Minnist vinar síns í nýjum tölvuleik – „André dreymdi um að læra íslensku“

    14. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    Myndbandsspilari
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ
    00:00
    00:00
    32:02
    Notaðu upp/niður örvahnappana til að auka eða minnka hljóðstyrkinn.

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    • Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.