Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Íslenskt»Linux uppsetning fyrir klink á Linux InstallFest
    Íslenskt

    Linux uppsetning fyrir klink á Linux InstallFest

    Höf. Nörd Norðursins1. apríl 2014Uppfært:1. apríl 2014Engar athugasemdir2 mín. lestur
    Facebook LinkedIn Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk Bluesky Reddit

    Haldið verður Linux InstallFest á Múltíkúltí, Barónsstíg 3 í Reykjavík, kl. 15:00 – 21:00. Þar geta áhugasamir borgað 500 kr. fyrir uppsetningu á Linux Mint eða öðru Linux stýrikerfi á tölvuna sína. Gjaldið rennur til Pírata og Félags um stafrænt frelsi á Íslandi.

    Stór hluti tölvunotenda notar ennþá Windows XP stýrikerfið en frá og með 8. apríl næstkomandi mun Windows hætta að uppfæra stýrikerfið. Windows XP mun þar af leiðandi verða auðveldara skotmark með tímanum fyrir tölvuþrjóta og um að gera að uppfæra yfir í nýrra stýrkerfi.

    Linux er ókeypis stýrikerfi og byggir á opnum og frjálsum hugbúnaði. Linux Mint og Linux Ubuntu eru einstaklega notendavæn stýrikerfi sem bjóða upp á marga möguleika og haug af ókeypis, opnum og frjálsum hugbúnaði. Til gamans má geta að þá styður Steam leikjaþjónustan Linux stýrikerfin.

    Þú getur með auðveldum hætti sett upp Linux Mint eða Linux Ubuntu sjálf/ur. Hér eru leiðbeiningar fyrir Linux Mint og hér eru leiðbeiningar fyrir Linux Ubuntu. Aftur á móti er tilvalið að kíkja á Linux InstallFest ef þú vilt láta aðra sjá um þetta litla vesen og í leiðinni styrkja Pírata eða Félag um stafrænt frelsi á Íslandi, en hver og einn ræður hvorn hópinn hann eða hún styrkir.

    Linux InstallFest viðburðurinn er á Facebook og þar er fólki bent á að taka afrit af öllum gögnum:

    Þegar stýrikerfið er uppfært í Linux, þá tapast öll gögn sem fyrir voru á tölvunni. Endilega afritið öll skjöl og ljósmyndir sem þið viljið varðveita af tölvunni og á flakkara eða minnislykil! Allur vari er góður.

    .

    Engar áhyggjur þó þið séuð ekki búin að afrita fyrirfram. Þá fáið þið í staðinn DVD-geisladisk sem þið getið bæði notað til að prófa stýrikerfið án þess að hrófla við tölvunni, og til að framkvæma uppsetninguna þegar afrit hafa verið tekin.

    .

    Linux Mint kemur í stað Windows á tölvunni. Stýrikerfið sér um að ræsa tölvuna, keyra upp forrit og uppfæra þau. Öryggisuppfærslur fyrir Linux Mint, og öll þau forrit sem með því fylgja, verða ókeypis um alla fyrirsjáanlega framtíð, í það minnsta fram til apríl 2017.

    Í framhaldinu vil ég benda ykkur á Íslenska Linuxvefinn þar sem er að finna fjölda greina og þráða um Linux á íslensku. Einnig var Þórgnýr pírati með góða kynningu á Linux og InstallFestinu í útvarpsþættinum Harmageddon í morgun og er hægt að hlusta á viðtalið hér á Visir.is.

     

    Höfundur er Bjarki Þór Jónsson,
    ritstjóri Nörd Norðursins.

     

    InstallFest linux Linux InstallFest
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaVæntanlegir leikir í apríl 2014
    Næsta færsla Leikjarýni: inFAMOUS: Second Son
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026

    Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu

    24. janúar 2026

    Geisladiskabúð Valda á tímamótum

    17. janúar 2026

    Lúpína syngur frumsamið lag í Echoes of the End – „Þetta var mjög skemmtilegt ferli“

    4. janúar 2026

    Ásbrú sögusvið í súrealískum hryllingsleik eftir íslenskan leikjahönnuð

    21. desember 2025

    Game Dev Demo Day – Leikjasýning nemenda HR þann 15. desember

    14. desember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins
    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026

    Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu

    24. janúar 2026

    Nýtt sýnishorn og útgáfurammi gefinn út fyrir Fable

    23. janúar 2026

    Leikjavarpið #65 – Væntanlegir leikir 2026

    20. janúar 2026

    Bestu tölvuleikir ársins 2025

    19. janúar 2026
    Leikjarýni
    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026
    8

    Þegar leikur biður þig um að hætta að reyna

    14. janúar 2026
    7.5

    Úr öskunni í eldinn

    2. janúar 2026
    7.8

    Lifðu af sem músarungi í Winter Burrow

    11. desember 2025
    5.5

    Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark

    6. desember 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur
    • Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu
    • Nýtt sýnishorn og útgáfurammi gefinn út fyrir Fable
    • Leikjavarpið #65 – Væntanlegir leikir 2026
    • Bestu tölvuleikir ársins 2025
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2026 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.