Birt þann 8. október, 2011 | Höfundur: Nörd Norðursins
0Facebook býður upp á þýðingu
Hver hefur ekki dottið inn á áhugaverða síðu á Facebook og langað til að kynna sér innihaldið betur en þá reynist síðan vera á spænsku, frönsku eða öðru tungumáli? Í náinni framtíð verður það lítið mál því Facebook eru að vinna að þýðingar möguleika sem mun geta þýtt ekki bara síðuna, heldur allar athugasemdir sem hafa verið skrifaðar. Þeir vinna að þessu verkefni í samstarfi við Microsoft Bing.
Eins og með margar breytingar á samfélagsmiðlinum vinsæla þá rúlla breytingarnar hægt og rólega yfir alla notendur þannig að ekki furða þig á því ef það verður allt í einu kominn takki sem á stendur „Translate“ eða „Þýða“ hjá hverri útlenskri síðu eða athugasemd. Facebook miðar tungumálið þitt við það tungumál sem þú ert með stillt á í stillingunum þínum.
Þegar þú ýtir á „Þýða“ takkann opnast gluggi sem spyr hvort að þú viljir bæta við þýðinguna, þ.e.a.s. ef þér finnst þýðingin sem Facebook bauð upp á vera algjört rugl þá geturðu hjálpað þeim að „læra“ tungumálið með því að skrifa hver rétta þýðingin ætti að vera.
Innan skamms þarf því ekki að vera neitt vesen að nálgast upplýsingar á útlenskum síðum innan Facebook, því hægt verður að þýða allt efnið og ýtir það samfélaginu innan kerfisins meira saman þar sem allir geta þá tjáð sig á sínu móðurmáli.
– Daníel Páll Jóhannsson
Heimild
CNET