Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Bíó og TV»Nýr íslenskur vísindaþáttur fyrir börn og unglinga á RÚV
    Bíó og TV

    Nýr íslenskur vísindaþáttur fyrir börn og unglinga á RÚV

    Höf. Nörd Norðursins18. janúar 2014Engar athugasemdir2 mín. lestur
    Facebook LinkedIn Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk Bluesky Reddit

    Glænýr þáttur fyrir börn og unglinga hefur göngu sína á RÚV 1. febrúar næstkomandi. Þátturinn ber nafnið Ævar vísindamaður og er fyrsti þáttur sinnar tegundar í íslenskri dagskrárgerð, þar sem kastljósinu er beint að vísindum fyrir börn og unglinga. Ævar vísindamaður hefur verið reglulegur gestur í Stundinni okkar síðustu fimm árin en vegna mikilla vinsælda hefur hann nú fengið sinn eigin þátt. Þátturinn sem fer í loftið laugardaginn 1. febrúar er sá fyrsti af alls átta þáttum sem allir eru 25 mínútur að lengd.

    Bræddi bíl á Patreksfirði og klifraði Perluna með ryksugum!

    Það gengur á ýmsu í þáttunum; áherslan er lögð á að kveikja áhuga á vísindum og notar Ævar vísindamaður hinar ýmsu aðferðir til þess. Sem dæmi má nefna ferð Ævars og Sprengjugengis HÍ til Patreksfjarðar þar sem þau bræddu bíl, 700 lítra slímblöndu sem Ævar bókstaflega sökkti sér í, Boltaland IKEA sem var sprengt í loft upp með fljótandi köfnunarefni og svo tilraun sem rataði í fréttirnar; þegar Ævar klifraði upp Perluna með tveimur ryksugum.

    Stórleikarar í hlutverkum vísindamanna!

    Vísindamenn úr mannkyns-­ og bókmenntasögunni verða einnig til umfjöllunar og fékk Ævar nokkra af helstu stórleikurum þjóðarinnar til að bregða sér í gervi þeirra. Ingvar E. Sigurðsson er t.d. tímaferðalangurinn úr skáldsögu H.G. Wells, Þórunn Arna Kristjánsdóttir er Marie Curie, Snorri Engilbertsson er Dr. Victor Frankenstein og Jóhannes Haukur Jóhannesson er sjálft skrímslið.

    Yfir 100 innsend myndbönd!

    Í haust biðlaði Ævar vísindamaður til allra barna og unglinga á Íslandi og efndi til tilrauna-­myndbandakeppni. Viðtökurnar urðu framar öllum vonum, en yfir 100 myndbönd bárust frá bæði einstaklingum og bekkjum alls staðar að af landinu. Dómnefndin, sem m.a. inniheldur rektor HÍ, situr nú sveitt að störfum við að velja sigurvegarana.

    Ævar vísindamaður er leikinn af Ævari Þór Benediktssyni, sem jafnframt skrifar þættina. Eggert Gunnarsson leikstýrir. Þættirnir eru unnir í samstarfi við Sprengjugengið úr HÍ, Marel og Vísindavefinn. Allar nánari upplýsingar má finna á www.ruv.is/aevar.

    – Fréttatilkynning
    Ævar vísindamaður barnaefni RUV
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaTopp 15: Ríkustu skáldskaparpersónurnar
    Næsta færsla Topp 5: Marvel myndasögur ársins 2013
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026

    Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu

    24. janúar 2026

    Geisladiskabúð Valda á tímamótum

    17. janúar 2026

    Lúpína syngur frumsamið lag í Echoes of the End – „Þetta var mjög skemmtilegt ferli“

    4. janúar 2026

    Ásbrú sögusvið í súrealískum hryllingsleik eftir íslenskan leikjahönnuð

    21. desember 2025

    Game Dev Demo Day – Leikjasýning nemenda HR þann 15. desember

    14. desember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins
    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026

    Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu

    24. janúar 2026

    Nýtt sýnishorn og útgáfurammi gefinn út fyrir Fable

    23. janúar 2026

    Leikjavarpið #65 – Væntanlegir leikir 2026

    20. janúar 2026

    Bestu tölvuleikir ársins 2025

    19. janúar 2026
    Leikjarýni
    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026
    8

    Þegar leikur biður þig um að hætta að reyna

    14. janúar 2026
    7.5

    Úr öskunni í eldinn

    2. janúar 2026
    7.8

    Lifðu af sem músarungi í Winter Burrow

    11. desember 2025
    5.5

    Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark

    6. desember 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur
    • Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu
    • Nýtt sýnishorn og útgáfurammi gefinn út fyrir Fable
    • Leikjavarpið #65 – Væntanlegir leikir 2026
    • Bestu tölvuleikir ársins 2025
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2026 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.