Íslenskt

Birt þann 8. janúar, 2014 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Vikuleg Wikipediakvöld á Þjóðarbókhlöðunni

Vinir Wikipediu ætla að halda vikuleg Wikipediakvöld á 3. hæð Þjóðarbókhlöðunnar. Fyrsta Wikipediakvöldið verður fimmtudaginn 9. janúar milli kl. 20:00 til 22:00. Vanir Wikipedianotendur verða á staðnum og þar af leiðandi kjörið tækifæri fyrir aðra til að kynnast og taka þátt í uppbyggingu á Wikipedia!

Á Facebook viðburði kvöldsins kemur þetta fram:

Langar þig að taka þátt í að búa til stærsta ókeypis þekkingargrunn í heimi?

.

Komdu þá í tölvuverið á 3. hæð í Þjóðarbókhlöðunni. Þar verða vanir Wikipedianotendur sem veita leiðbeiningar um hvernig hægt er að vinna í Wikipediu.

.

Þú þarft ekki að skrifa texta frá grunni. Alltaf er þörf á góðum yfirlestri og lagfæringum á málfari eða leiðréttingum á stafsetningu. Ertu ljósmyndari? Bættu þá við ljósmyndum. Finnst þér gaman að teikna skýringarmyndir? Sendu þær inn.

.

Alltaf á fimmtudögum milli 20:00-22:00.

 

-BÞJ

Deila efni

Tögg: ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑