Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Leikjarýni»Leikjarýni: Batman: Arkham Origins
    Leikjarýni

    Leikjarýni: Batman: Arkham Origins

    Höf. Nörd Norðursins29. október 2013Uppfært:29. október 2013Engar athugasemdir6 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Nú fyrir stuttu kom nýjasti leikurinn í Arkham seríunni út, Batman Arkham Origins. Spurning er hvort leikurinn standi undir væntingum sem skapast hafa útaf fyrri leikjum í seríunni Arkham Asylum og Arkham City. Leikurinn er framleiddur af WB. Games Montreal og gefinn út af WB Interactive Entertainment. Breski framleiðandinn Splash Damage gerði fjölspilunar hluta leiksins.
    Leikurinn stendur  að hluta til undir væntingum og af ákveðnum ástæðum veldur hann vonbrigðum líka, það gæti verið ruglingslegt en ég get útskýrt það. Sagan í leiknum er frábær og spilunin sú sama og í fyrri leikjum með smá viðbótum sem eru alveg meiriháttar, en það eru samt gallar. Þeir eru aðallega tæknilegir eins og léleg samstilling í hljóði og mynd (lip-sync), rugl í  rammafjölda (frame rate) og gallar sem leyfa manni ekki að halda áfram í leiknum.

    Sagan

    Arkham Origins gerist í Gotham borg þar sem Batman er búinn að vera ofurhetja í 2 ár. Leikurinn gerist semsagt 5 árum fyrir Arkham Asylum. Batman hefur handsamað glæpamenn trekk í trekk og stöðvað meira og minna allt sem þeir gera,  eins og Batman er þekktur fyrir. Roman Sionis, betur þekktur sem Black Mask fær upp í kok af þessu og sendir 8 leigumorðingja á eftir Batman með loforð upp á 50 milljónir dollara fyrir höfuð hans. Leigumorðingjarnir eru Killer Croc, Bane, Deathstroke, Deadshot, Copperhead, Electrocutioner, Firefly og Shiva en þau hafa öll ástæðu fyrir því að eltast við Leðurblökumanninn.

    Batman AO

    Inn í söguna vefjast fleiri persónur á borð við Mörgæsina, Mad Hatter og James Gordon en þeir eru aðeins nokkrir þeirra sem mæta til leiks. Reyndar er leiðinlegt að minnst er á mjög fáar persónur úr Batman heiminum í Arkham Origins en það var einmitt eitt af því sem gerði hina tvo leikina svo skemmtilega. Að leita uppi upplýsingar um bæði óvini og vini Leðurblökumannsins og læra aðeins meira um þá.

    Eins og nafnið gefur til kynna er þetta upphafssaga að einhverju leyti. Leikurinn segir mjög góða sögu sem er vel skrifuð og tengir vel saman persónurnar. Eins og minnst var á er Batman búinn að berjast við glæpi í 2 ár þannig að þetta er ekki eiginleg saga af uppruna hans heldur frekar saga af uppruna hans sem ofurhetju í augum Gothamborgara. Einnig er samband James Gordon og Batman kynnt til sögunnar og sýnt er hvernig þeir byrja fyrst að vinna saman, hvort sem þeir vilja það eða ekki.

     

    Spilun

    Þegar kemur að spilun hefur leikurinn bæði kosti og galla. Bardagakerfið er mjög gott líkt og í fyrri leikjum en einnig bætist eitthvað nýtt við þetta frábæra kerfi. Svo sem t.d. einkunnagjöf fyrir hversu vel þú stóðst þið í bardaganum.

    Batman AO

    Detective Vision er enn til staðar og gerir í raun það sama og hún hefur gert í fyrri leikjum, sýnir hvar óvini er að finna, hvað er hægt að notfæra sér á hverri stundu á borð við gaskúta eða slökkvitæki og styttur til að stökkva uppá. Eina nýungin við þetta kerfi er að nú getur Batman skoðað glæpavettvanga betur en áður og reynt að pússla saman líklegri lausn á gátu.

    Auðvelt er að komast á milli staða rétt eins og í Arkham City því flæðið í hreyfingum Batman er mjög gott.

    Þó að mest allt við spilunina sé gott þá eru gallarnir nokkrir. Fyrst og fremst er það vesenið með rammafjöldann (frame rate). Oft þegar ég var að spila leikinn féll rammafjöldinn niður í u.þ.b. 10 ramma á sekúndu. Leikurinn var því nánast óspilandi en þetta gerðist aðallega þegar ég var að nýta þotu Batman til þess að stytta mér leið á milli staða. Þetta gerðist líka þegar of mikið var af óvinum á skjánum á sama tíma. Ég hef skoðað þetta á netinu og komist að því að sumir lenda í sama vanda og ég en aðrir finna ekkert fyrir þessu.

    Batman AO

    Annar galli er hljóðið í leiknum, ekki tónlistin hún er frábær, heldur t.d. bardagahljóð og hljóðið sem kemur þegar ég flýg upp í Batwing. Hljóðið á það nefninlega til að vanstillast. Tökum sem dæmi að ég lemji glæpamann eins og maður gerir jú oft í leiknum en ekkert hljóð kemur þegar ég kýli hann. Svo kemur hljóðið u.þ.b 2 sekúndum eftir að ég kýli og brýtur algjörlega taktinn í bardaganum. Einnig eru tilvik um að ekkert hljóð komi yfir höfuð en sem betur fer gerist það ekki oft.

    Síðasti og eflaust alvarlegasti gallinn sem ég tók eftir við leikinn var sá að stundum tók Batman ekki við skipunum. Hann vildi stundum ekki hreyfa sig eða vildi ekki tala við einhvern sem þurfti að tala við. Ég veit ekki afhverju hann var með þennan móral en vandamálið lagaðist alltaf þegar tölvan var endurræst. Þetta var klárlega versti gallinn því þetta hindrar spilun á leiknum.

     

    Grafík

    Leikurinn lítur vel út en þrátt fyrir það eru gæðin ekki jafn góð og ég hefði haldið. Ef maður myndi horfa á leikinn án þess að vita að hann væri Arkham Origins myndi maður halda að hann væri annað hvort Asylum eða City.

    Batman AO

    Andlitshreyfingar karaktera í leiknum eru rosalega óþægilegar á köflum því hreyfingarnar geta verið mjög óraunverulegar og skrítnar. Því líður mér svolítið eins og ekki hafi verið lagt nóg í leikinn og honum hent út of snemma.

     

    Lokaniðurstöður

    Þó að Arkham Origins hafi sína galla þá er hann samt þrælskemmtilegur leikur. Fyrir Batman áhugamenn og aðdáendur er þetta klárlega leikur sem þarf að spila en fyrir einhvern sem er að byrja á Arkham leikjunum myndi ég frekar mæla með Arkham Asylum eða Arkham City. Sagan er frábær en hún er því miður ekki nóg til að draga athygli manns frá vandamálum við spilunina.

    Ég hafði miklar væntingar þegar ég byrjaði að spila leikinn en þegar leið undir lok fannst mér hann bara vera hálfkláraður. WB Games Montreal hefðu mátt gefa sér aðeins meiri tíma í að pússa leikinn.

    Leikurinn var gagnrýndur á PS3.

     

    Kostir Gallar
    + Frábær saga – Fps gallar
    + Góðkunna bardagakerfið – Hljóð ekki alltaf í góðu lagi
    + Góðir óvinir – Andlitshreyfingar ónáttúrulegar og óþægilegar

     

     

    Höfundur er Skúli Þór Árnason,
    menntaskólanemi.

     

    batman Batman Arkham Origins Leikjarýni Skúli Þór Árnason
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaSvartir Sunnudagar snúa aftur með stæl
    Næsta færsla Stiklur úr X-Men: Days of Future Past, The Hunger Games: Catching Fire og Captain America: The Winter Soldier
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025

    Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað

    17. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.