Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Leikjarýni»Leikjarýni: Remember Me
    Leikjarýni

    Leikjarýni: Remember Me

    Höf. Nörd Norðursins19. ágúst 2013Uppfært:20. ágúst 2013Engar athugasemdir4 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Hasar- og sæfæleikurinn Remember Me frá Capcom kom í verslanir fyrr í sumar á PC, PS3 og Xbox 360. Í leiknum fer spilarinn með hlutverk kvenhetjunnar Nilin sem þarf að berjast gegn óvinum sínum í heimi þar sem minningar eru verðmæti og heilaþvottur daglegt brauð.

    Leikurinn gerist árið 2084 í Neo-Paris (framtíðar útgáfu af Parísarborg) þar sem minningar eru aðgengilegar og hægt er að eyða þeim út, breyta eða bæta nýjum minningum við. Fyrirtækið Memorize hefur sérhæft sig í að breyta minningum fólks til hins betra og með aðstoð þeirra getur þú haldið í góðu minningarnar og hent þeim slæmu út. Það líður ekki á löngu þar til  minningarhakkarinn Nilin, aðalsöguhetja leiksins, kemst að því að ekki er allt með felldu og að skuggalegir atburðir eiga sér stað á bakvið dyr fyrirtæksins.

    Minningarhakkarinn Nilin

    Spilarinn stjórnar Nilin, ungri konu sem vaknar upp í Memorize með litlar sem engar minningar. Upp úr þurru nær Edge samband við hana strax í byrjun leiksins og útskýrir fyrir henni að hún sé einn af bestu minningarhökkurum –  en minningarhakkari er hakkari sem getur hakkað sig inn í minningar fólks og breytt þeim. Það er þægilegt að stjórna kvenhetjunni Nilin og leikurinn útskýrir vel fyrir spilaranum hvert takmarkið er að hverju sinni og hvernig spilarinn getur framkvæmt ný brögð sem hann lærir í gegnum leikinn.

    Remember Me

    París framtíðarinnar

    Neo-Paris er lifandi listaverk. Nilin ferðast um fjölbreytta staði í borginni og sér spilarinn glitta í þekkt kennileiti eins og t.d. Eifel turninn, Sigurbogann, og Bastillutorg. Mikil vinna hefur verið lögð í sköpun þessarar dimmu borgar og alveg nauðsynlegt að stoppa af og til í leiknum til að dást af útsýninu og skoða smáatriðin.

    Fjórþætt spilun

    Spilun leiksins skiptist í þrjá hluta; bardaga, klifur, minningarspilun og minningarhökk. Flæðið milli þessara þriggja hluta er mjög gott og nær að gera spilunina nokkuð fjölbreytta.

    Bardaga hluti leiksins er nokkuð hefðbundinn þar sem spilarinn ýtir á takkarunur til að framkvæma hin og þess brögð. Með tímanum lærir Nilin fleiri brögð og getur spilarinn breytt eiginleikum höggana, þannig getur spilarinn til dæmis stillt að við hvert högg sem lendir á andstæðingnum fær Nilin smá líf. Þessar breytingar geta haft áhrif á hvernig leikurinn er spilaður og hvaða taktík spilarinn notar í bardögum. Nilin er með nokkur ofurbrögð, en með þeim fær Nilin tímabundna krafta sem auðveldar henni að stúta óvinum. Mitt persónulega uppáhald er „bomban“ þar sem Nilin festir litla sprengju við einn af óvinunum og stekkur í burtu og – kabúmm!

    Nilin klifrar mjög mikið í leiknum. Upplifunin er langt frá því að vera eitthvað í líkingu við Assassin’s Creed þar sem spilarinn getur hoppað og klifrað nánast hvar sem er, heldur þarf hann að fylgja línulegri leið um Parísarborg. Þetta er tilvalinn tími til að skoða fegurð borgarinnar, en sjálf spilunin er frekar slöpp, einhæf og hæg.

    Í minningarspilunar hluta leiksins hefur Nilin stolið minningum frá öðrum og hermir eftir minningunum til að komast á nýja staði. Það leynast nokkrar ágætar þrautir inn á milli en yfir höfuð eru þær mjög auðveldar, stundum of auðveldar. Minnigarhökkin fannst mér aftur á móti mjög skemmtileg nýjung. Þar er takmarkið að breyta minningum fólks þannig að persónuleiki þeirra breytist. Hver minning inniheldur stutt atriði sem spilarinn þarf að spóla í gegnum og breyta með því að eiga við nokkrar villur (glitches). Litlar breytingar geta haft stórar afleiðingar og gaman að sjá „butterfly effect“-in sem litlu breytingarnar hafa.

    Þó svo að klifur- og minningarspilunin bjóði upp á rólega og (of) auðvelda spilun nær bardaga hluti leiksins og minningarhökkin að bæta það upp. Það nær að myndast gott flæði á milli þessara fjögurra þátta sem virka mjög vel saman.

    Remember Me

    Þegar á botninn er hvolft

    Á heildina litið býður Remember Me upp á vel heppnaða sæfæ stemningu, með flottri framtíðarborg og fjölbreyttri spilun og sagan nær að halda manni við efnið án þess að það bitni á spiluninni. Helsti ókostur leiksins er hve auðveldur hann getur verið á köflum, en eins og ég tek fram í gagnrýninni ná aðrir hlutar að bæta upp fyrir það. Grafík leiksins er til fyrirmyndar og skemmtilega óhefðbundin tónlistin smellpassaði við stemninguna í leiknum. Líftími leiksins er ekkert mjög langur og engin fjölspilun er til staðar, en það er samt sem áður klárlega þess virði að spila þennan og upplifa listaverkið í eigin persónu.

     

    Höfundur er Bjarki Þór Jónsson,
    ritstjóri Nörd Norðursins.

     

    Bjarki Þór Jónsson Leikjarýni Remember Me vísindaskáldskapur
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaFöstudagssyrpan #54 [MYNDBÖND]
    Næsta færsla Nýr EVE skotleikur væntanlegur 2014
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025

    Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað

    17. nóvember 2025

    Minnist vinar síns í nýjum tölvuleik – „André dreymdi um að læra íslensku“

    14. nóvember 2025
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025

    Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað

    17. nóvember 2025

    Leggur til að stofna tölvuleikjabókaklúbb

    15. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    Myndbandsspilari
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ
    00:00
    00:00
    32:02
    Notaðu upp/niður örvahnappana til að auka eða minnka hljóðstyrkinn.

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    • Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður
    • Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú
    • Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað
    • Leggur til að stofna tölvuleikjabókaklúbb
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.