Leikjastraumur – Reglur og skilmálar

Umsókn um hlekk á Leikjastraumi Nörd Norðursins

Langar þig til að vera með hlekk á þinn Twitch straum á Nörd Norðursins?

Sendu okkur þá póst á nordnordursins@gmail.com eða skilaboð á Facebooksíðu Nörd Norðursins með eftirfarandi upplýsingum.

  • Fullt nafn:
  • Aldur:
  • * Símanúmer:
  • Netfang:
  • Hlekkur:
  • Nafn straums:
  • Leikur spilaður á straumnum: (Ef engin fastur leikur skrifaðu þá Annað)
  • * Stutt textalýsing á innihaldi straumsins (25-200 orð):

*  ekki nauðsynlegt að svara.

 

Skilmálar

Streymendur sem vilja skráningu á Leikjastraumi Nörd Norðursins verða að lesa og samþykkja eftirfarandi skilmála:

  1. Straumsíða Nörd Norðursins er fyrst og fremst tenglasíða og því er allt sem fram kemur á straum hvers og eins notenda á hans ábyrgð. 
  2. Ef streymandi verður uppvís að einhverju sem ritstjórn Nörd Norðursins mislíkar (t.a.m. rasisma eða annars óhróðurs), áskilur Nörd Norðursins sér þann rétt til að taka út hlekk á straum streymenda án aðvörunnar.
  3. Nörd Norðursins áskilur sér rétt til þess að synja umsókn um hlekk á Straumsíðu Nörd Norðursins án frekari útskýringa.
  4. Streymandi staðfestir með umsókn sinni að hann hafi fyllt út umsókn sína rétt og samviskusamlega, og hafi kynnt sér þessa skilmála.
  5. Nörd Norðursins áskilur sér þann rétt að breyta þessum skilmálum að hluta til eða í heild sinni án nokkurs fyrirvara.

 

Ef óskað er eftir frekari upplýsingum er hægt að senda okkur póst á netfangið nordnordursins@gmail.com.


Efst upp ↑