Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Fréttir»EVE Fanfest 2013: World of Darkness
    Fréttir

    EVE Fanfest 2013: World of Darkness

    Höf. Nörd Norðursins26. apríl 2013Uppfært:19. maí 2013Engar athugasemdir5 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Chris McDonough, framleiðandi hjá CCP og White Wolf, tók það strax fram í upphafi kynningarinnar að hann hefði því miður engar stórar fréttir að færa af World of Darkness og að leikurinn væri í raun enn á þróunarstigi.

    Vampírur í stórborgum

    MMO leikurinn World of Darkness sem CCP og White Wolf vinna að um þessar mundir byggir á þekktum fantasíuheimi. Á kynninguni kom fram að leikurinn muni styðjast eins mikið og hægt væri við heiminn en eðlilega verða einhverjir hlutir aðlagaðir að tölvuleikjaumhverfinu til þess að gera leikinn betri.

    Spilun World of Darkness byggist mikið á hreyfingu karakterana þar sem vampírurnar geta stokkið á milli húsþaka, hreyft sig snögglega og eru mun liprari en mannfólkið…

    Í leiknum fer spilarinn með hlutverk vampíru sem ferðast um borgir og borgarhluta í opnum leikjaheimi. Fleiri verur búa í þessum heimi, en það verður fyrst fókusað á vampírurnar áður en öðrum verum verður bætt við. Líkt og var tekið fram á EVE Fanfest í fyrra að þá spilar pólitík stóran þátt í leiknum, líkt og í EVE Online. Borgirnar í leiknum verða allar stórborgir sem verða með sín sérkenni. Spilun World of Darkness byggist mikið á hreyfingu karakterana þar sem vampírurnar geta stokkið á milli húsþaka, hreyft sig snögglega og eru mun liprari en mannfólkið og má sjá vissan svip milli WoD og Assassin’s Creed þegar kemur að mikilvægi hreyfingar í spilun leiks. Til að ferðast á milli stórborga verður hægt að nota annan ferðamáta, eins og til dæmis lestarkerfi.

    Líftími WoD verður langur

    Chris tók fram að WoD mun fyrst og fremst bjóða upp á þrjá hluti: 1) Sandkassaspilun, 2) samfélagsleg nálgun og 3) verkefni fyrir spilarann. Árið 2012 var einblínt á sandkassaspilunina sem að CCP leggur mikla áherslu á, eins og sést vel í EVE Online og DUST 514. Einnig hefur verið unnið að gerð borga og útlits og fatnaðar leikjakarakteranna í leiknum. Í ár verður fyrst og fremst unnið að næstu tveimur hlutum; samfélagslegri nálgun og verkefnum. Enginn útgáfudagur hefur verið gefinn út en Chris útilokar alveg að hann komi út á þessu ári. Leikurinn er enn í ákveðnu þróunarferli og ekki kominn í fulla framleiðslu (full production).

    Mikil áhersla er lögð á langan líftíma WoD og vilja þeir hjá CCP og White Wolf að leikurinn muni feta í fótsport EVE Online sem hefur nú náð 10 ára aldri. Vegna þess hve stór og umfangsmikill leikurinn á að vera verða hönnuðir leiksins að vanda sérstaklega vel til verka og vera meðvitaðir um framtíðarþróun á vél- og hugbúnaði. Um þessar mundir starfa u.þ.b. 70 starfsmenn að gerð og þróun leiksins og eru öflug vinnutól notuð við gerð leiksins.

    Öflug vinnutól

    Fyrirtækið hefur þróað öflug vinnutól sem auðvelda vinnuna við gerð leiksins til muna. Til að mynda er sérstakt vinnutólk notað við gerð borga þar sem tólið auðveldar vinnu þrívíddar líkana til muna þar sem hægt er að hækka, lækka, lengja og stytta byggingar án mikillar fyrirhafnar. Annað tól einfaldar vinnuna á bakvið útlit borganna eftir veðri þar sem öll borgin fær til dæmis blautt útlit þegar það rignir. Einnig hafa sérstök tól verið hönnuð til að breyta og bæta við skugga, útlit bygginga og fleira.

    Stór hluti þessarar kynningu á EVE Fanfest 2013 fór í að kynna þessi vinnutól, sem undirstrikar í raun hve langt er í útgáfu leiksins.

    Sýnishorn úr leiknum

    Í lokin var sýnt stutt sýnishorn úr leiknum. Sýnishornið var ekki hugsuð sem stikla úr leiknum eða til þess að sýna út á hvað leikurinn gengur, heldur aðeins til þess að sýna að leikurinn er til og í vinnslu. Það var stranglega bannað að mynda eða taka upp sýnishornið og dreifðu öryggisverðir sér um salinn og báðum gesti um að leggja frá sér síma og ljósmyndavélar. Sýnishornið var mjög stutt, líklega í kringum ein mínúta að lengd, en það var samt sem áður gaman að sjá eitthvað úr leiknum, sérstaklega þar sem lítið hefur frést af leiknum undanfarið ár.

    Það var stranglega bannað að mynda eða taka upp sýnishornið og dreifðu öryggisverðir sér um salinn og báðum gesti um að leggja frá sér síma og ljósmyndavélar.

    Í sýnishorninu fór spilarinn með hlutverk kvenkyns vampíru sem er að skoða síma upp á þaki að næturlagi. Hún lítur upp og gengur að ungum karlmanni og drepur hann með því að sjúga úr honum blóðið. Eftir að hafa afgreitt hann gengur hún áfram og kemur að bar sem spilar háværa danstónlist og í fjarska sjást nokkrar vampírur stökkva á milli bygginga. Hún stekkur niður og lendir á öðru þaki og tekur langt stökk yfir á nærliggjandi þak. Hún umbreytir sér svo hún falli betur inn í umhverfið (verður nánast ósýnileg) og kemur að öðrum ungum manni sem virðist undirbúa galdraárás á hana. Í kjölfarið hreyfir hún sig snögglega og kýlir mannin svo að hann fellur niður bygginguna og lendir á jörðinni. Hún hoppar á eftir honum, kálar honum og sýgur úr honum blóðið. Skyndilega birtust fleiri vampírur á skjánum og þar endaði sýnishornið.

    Samfélagsleg spilun mun skipta miklu máli í leiknum þar sem vampírur geta myndað bandalag og hjálpað hvor annari og ráðist gegn sameiginlegum óvinum. Hægt verður að nálgast valda hluti úr leiknum í gegnum vafra eða snjallsíma, en leikurinn sjálfur verður gefinn út á PC. Ekki hefur verið ákveðið hvort spilarar munu borga mánaðarlega áskrift líkt og í EVE Online eða borga fyrir hluti til að nota í leiknum líkt og í DUST 514, en WoD mun líkt og aðrir leikir CCP leggja áherslu á að spilarar skapi sinn eigin heim og hafi áhrif á mótun leiksins.

    Þyrstir þig í fleiri upplýsingar um World of Darkness? Ég mæli þá með því að lesa greinina okkar um leikinn frá EVE Fanfest 2012 og kíkja á heimasíðu White Wolf.

     

    • Fleiri fréttir frá EVE Fanfest 2013

     

     

    Höfundur er Bjarki Þór Jónsson,
    ritstjóri Nörd Norðursins.

     

    Bjarki Þór Jónsson ccp Chris McDonough eve fanfest eve fanfest 2013 white wolf wod World of Darkness
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaEVE Fanfest 2013: Ný DUST uppfærsla
    Næsta færsla EVE Fanfest 2013: CCP mun reisa EVE minnisvarða í Reykjavík
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.