Myndlistasýningin Svarthvítur nördismi var opnuð á þriðjudaginn síðastliðinn í Molanum, ungmennahúsi Kópavogs. Á sýningunni eru svarthvítar pennateikningar eftir Björgvin Birkir Björgvinsson til sýnis og er viðfangsefni myndanna að mestu sótt úr teiknimyndum og tölvuleikjum. Hér eru nokkrar myndir sem Björgvin tók frá opnunardegi sýningarinnar, en hún verður opin öllum áhugasömum næstu vikur í Molanum.
Forsíðumynd: Molinn.
– BÞJ
![Frá opnun Svarthvíta nördismans [MYNDIR]](https://nordnordursins.is/wp-content/uploads//2012/09/Svarthvitur_nordismi.jpg)