Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Fréttir1»IEM Guangzhou aflýst vegna deilna Kína og Japans
    Fréttir1

    IEM Guangzhou aflýst vegna deilna Kína og Japans

    Höf. Kristinn Ólafur Smárason18. september 2012Uppfært:28. febrúar 2013Engar athugasemdir2 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Einu stærsta tölvuleikjamóti veraldar, Intel Extreme Masters, sem halda átti í Guangzhou í Kína þann 30. september næstkomandi hefur verið aflýst. Mótið var eitt í röð margra sem áttu eftir að leiða til úrslitamóts sem haldið verður í mars á næsta ári. Ástæða þess að mótinu var aflýst er hin sívaxandi eignarhaldsdeila sem Kína og Japan eiga í vegna Diaoyu/Senkaku eyjaklasans, sem þegar hefur uppskorið hörð viðbrögð frá almenningi í Kína í garð japanskra fyrirtækjaeigenda í landinu. Halda átti mótið á tölvusýningu í Guangzhou, en þar sem fjölmörg japönsk fyrirtæki afboðuðu komu sína var sýningunni aflýst. Í ljósi þessara viðburða tók því stjórn IEM þá ákvörðun að aflýsa mótinu með öllu. Keppa átti í Starcraft II, League of Legends og Counter Strike á mótinu, og voru eflaust mörg lið víðs vegar að úr heiminum búin að gera ráð fyrir þáttöku sinni í mótinu.

    Í yfirlýsingu frá Michal Bicharz, stjórnanda Electronic Sports League (ESL), kemur fram að mótinu hafi verið aflýst vegna atburða sem ESL hafði enga stjórn á. „Þrátt fyrir þessa hindrun vinnum við nú hörðum höndum að því að koma á fleiri frábærum viðburðum fyrir alþjóðlega aðdáendur esports.“ sagði Bicharz í yfirlýsingu sinni; „Við munum brátt tilkynna fleiri Intel Extreme Masters mót, meðal annars eitt sem haldið verður í Asíu.“

    Enn er verið að spila í riðlakeppnum í mörgum tölvuleikjadeildum sem áttu eftir að ákvarða þáttökurétt liða á mótið, en óljóst er hvort þessar keppnir eigi eftir að koma til með að hafa nokkra aðra þýðingu en að veita spilurum æfingu fyrir önnur komandi mót.

    – KÓS

    Heimild: GosuGamers

    IEM Guangzhou Intel Extreme Masters Kristinn Ólafur Smárason
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaBókarýni: Old Man‘s War eftir John Scalzi
    Næsta færsla Tæknibrellurnar í Game of Thrones [MYNDBAND]
    Kristinn Ólafur Smárason

    Svipaðar færslur

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Icelandic Game Fest haldið í fyrsta sinn

    14. nóvember 2025

    George R.R. Martin áritar í Nexus 15. nóvember

    12. nóvember 2025

    Reykjavík Game Summit – málþing fyrir fagfólk í leikjabransanum

    4. nóvember 2025

    Prófaðu EVE Vanguard á Arena 18. september

    5. september 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.