Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Leikjarýni»Anno 117: Pax Romana
    Leikjarýni

    Anno 117: Pax Romana

    Höf. Sveinn A. Gunnarsson11. nóvember 2025Uppfært:12. nóvember 2025Engar athugasemdir6 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Anno 117: Pax Romana er nýjasti leikurinn í byggingar- og herkænskuseríunni Anno frá Ubisoft og er fáanlegur á PC, PlayStation 5 og Xbox Series X/S vélunum.

    Anno serían byrjaði árið 1998 með leiknum Anno 1602 og er nýjasti leikurinn sá áttundi í seríunni. Hingað til hefur serían lengst af verið eingöngu fáanleg á PC tölvum en árið 2023 varð breyting á því með útgáfu Anno 1800 sem kom einnig út á leikjavélar Sony og Microsoft. Leikurinn hafði komið út fyrir PC fjórum árum áður.

    Anno 177: Pax Romana mun komaút 13. nóvember á PC, PlayStation 5 og Xbox Series X/S. Útgáfan sem ég spilaði fyrir þessa gagnrýni var á PC í gegnum Ubisoft Connect búðina. Leikurinn er einnig í boði á Steam og Epic Game Store.

    Hvað er Anno 177: Pax Romana?

    Pax Romana er tilvísun í friðartíma í Róm, um 200 ára tímabil þar sem stöðugleiki og friður ríkti að mestu í Rómaveldi. Efnahagurinn dafnaði og ýmis árangur náðist á sviði menningar og arkitektúrar á þeim tíma og má sjá leifar af mörgum að þeim byggingum sem voru byggðar á þessu tímabili víðsvegar í Evrópu.

    Leikurinn fylgir svipaðri formúlu og síðustu Anno leikir, þó sérstaklega Anno 1800. Þitt hlutverk sem fylkisstjóri/ríkisstjóri er að byggja upp borg í fyrstu og síðar fleiri borgir sem ná oftast yfir hinar ýmsu eyjur. Um leið keppir þú um aðgang að auðlindum svæðanna og að koma siðmenningu þinni á laggirnar á þínum svæðum. Þú vilt sigra andstæðinga þína með með sterkum efnahag, viðskiptum, stjórnmálaklækjum og ef að allt annað klikkar, þá hernaði.

    Hægt er að spila í gegnum söguhluta leiksins þar sem farið er í gegnum helstu kerfi leiksins og undirbýr leikmenn fyrir að spila leikinn á móti öðrum á netinu eða á móti tölvunni í frjálsri „sandbox“ spilun.

    Sagan er að mestu fín en þó ekkert sérstaklega frumleg. Þú velur þér persónu til að spila sem, karl eða kvenkyns. Ég valdi hann Marcus Naukratius, hann er settur yfir rómverskri nýlendu í Latium svæðinu á Ítalíu og tekur ekki langan tíma fyrir hann að dragast inn stjórnmálaflækjur Rómaveldis. Eftir að hafa byggt upp nýlendu þína í nokkra tíma gerast atburðir í sögunni sem enda með að þú ert gerður brottrækur til útnára veldsins í Albion, þar sem nútíma England er í dag. Þar eru Rómverjar að eiga við keltneska ættbálka sem eru bæði að berjast innbyrðis og gegn Rómverjum.

    Í vissum hlutum sögunnar er hægt að velja á milli vissra atburða og hefur það smávægileg áhrif á atburði sögunnar. Það er t.d. í Albion valkostur um hvernig þú vilt byggja upp síðari nýlendu þína. Viltu að hún verði nýtt tákn Rómar á jaðri veldis þeirra? Eða byggirðu upp blöndu sem tekur mið af íbúum svæðisins og þeirra háttum og siðum?

    Sagan í Anno 117 er betur uppbyggð en Anno 1800 að mínu mati, hún er heilsteyptari og nær að fara vel yfir hvað leikurinn hefur upp á bjóða ásamt að sýna fólki vist tímabil í rómveskri sögu. Vandinn við söguna er að hún þrengir smá að þeim leikmönnum sem vilja spila aðeins frjálsara og fara aðrar leiðir en leikurinn ætlast endilega til. Þetta verður þó aldrei að neinu vandamáli og náði ég að finna úr flestu í spilun minni á leiknum. Ég viðurkenni að ég telst þó seint til harðkjarna Anno spilara, en nóg hef ég spilað að leikjum eins og Civilization, SimCity, Hearts of Iron o.fl. sambærilegum leikjum ásamt ótal öðrum herkænskuleikjum.

    Frelsið í sandkassa

    Að spila á móti tölvunni eða öðrum leikmönnum er vanalega kjarni leikja eins og Anno og það er nóg um að vera í Anno 177. Hægt er að velja á milli Latium eða Albion og byggja upp þitt veldi án takmarkanna sem saga leiksins setur fólki. Þar nýtur leikurinn sín best að mínu mati, þegar maður dettur inn í gírinn að byggja upp borgirnar sínar og dreifa veldinu á milli svæða á kortinu til að geta nýtt sem best þær auðlindir sem eru í boði. Það er oft þannig að viss svæði eru hentugri en önnur til að rækta vínber eða rækta býflugur fyrir hunang. Viss svæði hafa síðan betra land fyrir ræktun á mat eða fjalllendi með auðlindum eins og járni, silfri og öðrum málmum.

    Byggingar hafa áhrif og geta vissar byggingar geta gefið jákvæða eða neikvæða bónusa. Sumar bæta gleði íbúanna á meðan aðrar auka mengun eða eldhættu og er það eitthvað sem þarf að hafa í huga þegar borgirnar byrja að stækka. Byggingarland er vanalega að skornum skammti og hver fermetri skiptir oft máli. Eitt af því skemmtilega við Albion-borð leiksins er að það inniheldur mýrasvæði, þar sem þú getur ræktar ála til átu og nýtir gróðurinn til að búa til föt og aðra hluti. Síðar opnast upp fyrir möguleikann að hreinsa upp mýrina og draga í burtu flest allt vatnið og þú ert skyndilega komin með stórt landsvæði undir ræktun eða íbúðarbyggð.

    Að velja hvaða goð þú tilbiður getur gefið vissa bónusa og því meiri trú og því tengdari byggingar þú ert með, því meiri bónusa getur það gefið þér.

    Það er drjúgt rannsóknartré sem er hægt að sökkva þekkingunni sem þú safnar í, þetta mun hjálpa þér að byggja upp veldið þitt og gefa ótal nýja möguleika og bónusa þegar líður á leikinn.

    Bylting eða gott framhald?

    Anno 117 fer ekki langt frá því sem virkaði í Anno 1800, en það er líka gott að mínu mati. Anno 1800 var mjög góður við útgáfu og hefur bara batnað síðustu árin með ótal auka niðurhalsefni frá Ubisoft. Ef að fyrirtækið mun styðja eins við Anno 117 þá eiga leikmenn von á góðu í framtíðinni, þó veski þeirra muni kannski kvarta eitthvað.

    Fyrir mínar sakir myndi ég vilja aðeins stærri kort til að byggja á, en það er líklega hve ég er vanur að spila leiki eins og Cities Skylines, þar sem ég get gleymt mér í að byggja upp borgir og pælt minna í öðrum hlutum.

    Leikurinn getur verið pínu erfiður og flókinn í byrjun fyrir nýja leikmenn og er ekki vitlaust að skoða nokkur myndbönd eða renna í gegnum æfingarverkefni í leiknum til að átta sig á kerfum leiksins. Það má búast við að maður eigi eftir að mistakast ófá skipti áður en hlutirnir fara að ganga upp. Fyrstu borgir mínar enduðu oft í sjúkdóms vandræðum eða bara hreinni byltingu gegn vanhæfni minni að stjórna þeim. Það segir líklega eitthvað meira um mig en leikinn tel ég.

    Fyrir þá sem hafa gaman af sögu og herkænskuleikjum þá mæli ég með að kíkja nánar á Anno 177: Pax Romana. Hann er fáanlegur á PC í gegnum Steam, Ubisoft Connect og Epic Games Store. Á leikjavélunum er hann til á PS5 og Xbox Series X/S. Skemmtilegt að nefna að leikurinn styður notkun mús og lyklaborðs á leikjavélunum og síðan auðvitað fjarstýringu á PC ásamt hefðbundinum stjórntækjum.

    Þessi gagnrýni er byggð á forútgáfu leiksins sem innihélt ekki allar þær breytingar sem leikurinn kemur með á útgáfudegi.

    Eintak í boði útgefanda.

    Anno 117: Pax Romana

    8 Mjög góður

    Anno 117 nær að koma með nýjungar í ferskum pakka sem hittir vel í mark fyrir gamla sem nýja leikmenn.

    Kostir
    1. Fjölbreytt spilun
    2. Áhugavert sögutímabil
    3. Co-op
    Gallar
    1. Erfiður byrjunarkafli
    2. Viðmótið
    3. Sagan
    • Einkunn lesenda (0 atkvæði) 0
    Anno Anno 117 Anno 117: Pax Romana Anno 1800 Epic Store pc PS5 RTS steam Ubisoft Xbox Series X|S
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaEchoes of the End í endurbættri útgáfu
    Næsta færsla George R.R. Martin áritar í Nexus 15. nóvember
    Sveinn A. Gunnarsson

    Svipaðar færslur

    5.5

    Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark

    6. desember 2025

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins
    5.5

    Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark

    6. desember 2025

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025
    Leikjarýni
    5.5

    Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark

    6. desember 2025
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark
    • VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.