Eftir viðburðarík síðustu ár, þar sem Football Manager 25 var seinkað ítrekað og á endanum slaufað, hafa SEGA og Sports Interactive sýnt spilun úr Football Manager 26 sem á að koma út næsta vetur. Ekki er mikið vitað um leikinn eins og er annað að hann mun innihalda mikið af því sem átti upprunalega að birtast í FM 25, má þar helst nefna; kvennafótboltann, nýtt viðmót, uppfærða spilun og tilfærslu seríunnar yfir í Unity grafíkvélina til að keyra þrívíddarspilun leiksins.
Ekkert af þessu ofantöldu hefur þó verið 100% staðfest fyrir FM 26 nema Unity grafíkvélin. SI og SEGA eru núna að byrja að sýna úr leiknum og má sjá hér fyrir ofan fyrsta myndbandið af leiknum keyrandi á Unity og skartar merkjum og lógóum ensku úrvalsdeildarinnar. Sem er hluti af samningi á milli deildarinnar og leiksins sem hafði upprunalega verið tilkynnt í aðdraganda útgáfu FM 25.




Leikurinn hefur fengið upplýsingasíðu á Steam, Epic og Microsoft Store búðunum og má sjá nokkrar nýjar myndir úr leiknum hérna að ofan.
Engar af þeim sýna viðmót leiksins sem á að hafa gengið í gegnum breytingar eftir hve illa væntanlegt útlit FM 25 fór í marga aðdáendur leiksins.
Heimild: SEGA
