Fréttir

Birt þann 17. apríl, 2025 | Höfundur: Sveinn A. Gunnarsson

Dune Awakening seinkar

Norska fyrirtækið Funcom hefur tilkynnt að MMO „Survival“ leikur þeirra, Dune Awakening þurfi aðeins lengri tíma í vinnslu og á nú að koma út í byrjun Júní á þessu ári. Leikurinn er einning í vinnslu fyrir PlayStation 5 og Xbox Series vélum, en ekkert hefur verið staðfest með þær útgáfur eins og er.

Þýdd Fréttatilkynning frá Funcom og Legendary Entertainment

Kæru notendur,

Þetta eru spennandi tímar – við nálgumst útgáfu leiksins og höfum nýlega hafið umfangsmikla forspilunar beta þar sem hundruð fjölmiðla og samfélagsmiðla fólk prófuðu fyrstu hluta leiksins, til að birta umfjallanir þeirra þann 25. apríl.

Undanfarin vikur höfum við undirbúið útgáfuna í rólegum skrefum: í febrúar var gefið út persónusköpunar forritið og afkasta mælingar tólið, í mars hófust forsölur og síðan hefur verið kynnt ný streymisefni, myndbönd og frekari upplýsingar til að halda ykkur vel upplýstum.

Við viljum þakka öllum sem hafa deilt okkar spennu. Það hefur verið ánægjulegt að lesa allar athugasemdir sem komið hafa inn á ólíkum samfélagsmiðlum.

Nú hefur verið í gangi lokuð beta-prófun sem með reglulegum uppfærslum. Athugasemdir frá prófunaraðilum hefur reynst ómetanleg og tryggir að við getum gefið út leik af hæstu gæðaflokki. Við höfum einnig virka Discord-rás þar sem þróunarteymið hefur bein samskipti við beta-prófarana til að vinna saman að því að gera Dune: Awakening að betri leik.

Þessar aðgerðir hafa leitt okkur að þeirri niðurstöðu að með smá frekari tíma getum við brugðist við enn fleiri ábendingum sem eru okkur mikilvægar.

Því verðum við að fresta útgáfudegi Dune: Awakening til 10. júní, með forgangs aðgangi frá 5. júní. Þetta er ekki auðveld ákvörðun sem við tökum; við skiljum vel hversu spenntir allir eru fyrir leiknum, en þessar viðbóta vikur munu tryggja að við náum þeim umbótum sem leiða til betri leikupplifunar frá fyrsta degi.

Við erum einnig spennt að tilkynna að þessi frestun opnar dyr fyrir stórri beta-prófunarhelgi í næsta mánuði, þar sem enn fleiri notendur munu fá tækifæri til að prófa leikinn og koma með athugasemdir og ábendingar. Nánari upplýsingar verða birtar fljótlega.

Dune: Awakening er risastór leikur. Þetta er fjölspilunar-survival á miklu stóru stigi, þar sem við stefnum að framúrskarandi leikupplifun og tæknilegum framförum sem enn ekki hafa sést í þessum tegund leiks áður.

Ekki hika við að horfa á streymi á Steam, YouTube og Twitch, þar sem þróunarteymið mun kynna og ræða bardaga líkanið í Dune: Awakening nánar.

Með bestu kveðju frá öllu Dune: Awakening teyminu hjá Funcom


UM FUNCOM
Funcom er þróunaraðili og útgefandi netleikja fyrir tölvur og leikjatölvur. Frá 1993 hefur Funcom veitt framúrskarandi afþreyingu og heldur áfram að efla úrval sitt með yfir tuttugu útgefnum leikjum. Meðal titla eru meðal annars Conan Exiles, Metal: Hellsinger, Aloft, Dune: Spice Wars, Secret World Legends, Age of Conan: Hyborian Adventures, The Longest Journey, Anarchy Online og Dreamfall: The Longest Journey. Fyrir frekari upplýsingar vinsamlegast heimsækið www.funcom.com.


UM LEGENDARY ENTERTAINMENT
Legendary Entertainment er leiðandi fjölmiðlafyrirtæki með kvikmyndadeildir (Legendary Pictures), sjónvarps- og stafrænar deildir (Legendary Television and Digital Media) og teiknimyndadeildir (Legendary Comics) sem sinna framleiðslu og dreifingu efnis til áhorfenda um allan heim. Legendary hefur byggt upp öflugt safn af áberandi verkum og hefur staðfest stöðu sína sem áreiðanlegt vörumerki sem stöðugt skilar afþreyingu í hæsta gæðaflokki. Kvikmyndir tengdar Legendary Pictures hafa samanlagt skilað yfir 18 milljörðum dollara á heimsvísu. Fyrir nánari upplýsingar, vinsamlegast heimsækið www.legendary.com.


UM FRANK HERBERT
Frank Herbert (1920–1986) skapaði ein af mest elskaðri vísindaskáldsögum allra tíma – DUNE – sem hlaut bæði Hugo- og Nebula-verðlaunin. Hann var fjölhæfur einstaklingur með margbreytilegan hugarfar, og meistaraverk hans endurspeglar þessa margbreytileika. Í dag er skáldsagan vinsælli en nokkru sinni áður, nýir lesendur uppgötva hana stöðugt og fræðast um hana með fjölmörgum afritum. Hún hefur selst í tugum milljóna eintaka og þýdd á yfir 40 tungumál. Arfleifð hans er nú stjórnað af syni hans, Brian Herbert, ásamt barnabarna hans, Kim Herbert og Byron Merritt.

Heimild: Funcom

Deila efni

Tögg: , , , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑